Viðskipti innlent

Gjaldeyrisforði Seðlabankans lækkaði um 48 milljarða

Gjaldeyrisforði Seðlabankans nam 402,8 milljörðum kr. í lok nóvember og lækkaði um 48,2 milljarða kr. milli mánaða.

Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans. Þar segir að lækkunin stafi af því að skiptasamningar við seðlabanka Norðurlandanna voru ekki framlengdir.

Erlend verðbréf lækkuðu um 0,7 milljarða kr. í nóvember og seðlar og innstæður lækkuðu um 47,5 milljarða kr.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×