Erlent

Nærri hundrað manns látnir

Íbúi í höfuðborginni hreinsar til eftir flóðin.Nordicphotos/AFP
Íbúi í höfuðborginni hreinsar til eftir flóðin.Nordicphotos/AFP

Nærri hundrað manns létu lífið og tuga var saknað í viðbót eftir flóð og aurskriður í El Salvador. Þriggja daga úrhelli hefur verið í landinu.

Humberto Centeno innanríkisráðherra segir sjö þúsund manns hafa leitað athvarfs í neyðarskýlum. Fjölmargir bæir hafa einangrast og fulltrúar stjórnvalda hafa ekki getað komist þangað.

Verst er ástandið í höfuðborginni San Salvador og héraðinu San Vincente.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×