Viðskipti innlent

Hagnaður OR frá áramótum nam 1,8 milljarði

Afkoma Orkuveitu Reykjavíkur var jákvæð um 1,8 milljarða króna fyrstu þrjá mánuði ársins 2009. Á sama tímabili 2008 varð tap að fjárhæð 17,2 milljarðar króna af rekstrinum.

Í tilkynningu um reksturinn segir að rekstrarhagnaður Orkuveitu Reykjavíkur fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir á fyrsta ársfjórðungi 2009 var 3,3 milljarðar króna.

Eiginfjárhlutfall fyrirtækisins í lok mars var 19,0% en var 18,6% í árslok 2008.

Lausafjárstaða Orkuveitu Reykjavíkur er góð. Vaxandi tekjur fyrirtækisins í erlendri mynt gera því kleift að standa undir greiðslum af erlendum lántökum þrátt fyrir miklar gengissveiflur.

Rekstrartekjur tímabilsins námu 6.541 milljón króna en voru 6.079 milljónir króna fyrir sama tímabil árið áður.

Heildarskuldir fyrirtækisins þann 31. mars 2009 voru 212.5 milljarðar króna samanborið við 211 milljarða króna í árslok 2008.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×