Kona deyr á hverri mínútu Stefán J. Hafstein skrifar 13. nóvember 2009 06:00 Hverja mínútu deyr kona af barnsförum í heiminum. Langflestar í sunnanverðri Afríku. Hægt væri að koma í veg fyrir að 500.000 konur deyi með þessum hætti árlega með því að þær njóti almennrar grunnþjónustu í heilbrigðiskerfi heimalandsins. Grunnþjónustu eins og til dæmis Íslendingar hafa komið upp í einu fátæku héraði Malaví þar sem rís ný fæðingardeild fyrir þróunarfé. Heilbrigðisráðherrar fjölmargra ríkja komu saman á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Addis Ababa í lok október til að ræða brýnasta heilbrigðisvandamál heimsins: Dauða kvenna af barnsförum. Fyrir utan þær sem deyja búa margar konur við örkuml eftir að hafa alið barn vegna þess að þær hafa ekki aðgang að sjúkrahúsum með menntuðu starfsliði til að fá nauðsynlegar aðgerðir. Hvað veldur því að konur deyja miklu frekar af barnsförum í þróunarlöndum en í ríku löndunum? Fyrst og fremst skortur á grunnþjónustu. Vanfærar konur fá ekki greiningu á vanda sem kann að skapast á meðgöngu. Þegar kemur að fæðingu er oft óravegur á næsta sjúkrahús eða heilsugæslu þar sem þjálfað starfsfólk getur aðstoðað við erfiða fæðingu. Afleiðingin er að konur í Malaví og öðrum þróunarlöndum láta lífið miklu oftar en þar sem heilsugæsla er góð. Í Malaví er mæðradauði tíðari en í nokkru öðru landi - að þeim löndum slepptum þar sem ríkir stríðsástand. Í landinu deyja 16 konur daglega af barnsförum. Talið er að fjórtánda hver fæðing endi með dauða móður í Malaví. Þegar haft er í huga að hver kona í landinu fæðir að meðaltali sex börn sést hve ógnin er skelfileg. Hægt er að koma í veg fyrir langflest þessara dauðsfalla með aðferðum sem eru vel þekktar. Samt deyr hálf milljón kvenna árlega. Eitt af þúsaldarmarkmiðum SÞ er að minnka þessa dánartíðni um ¾ fyrir árið 2015. Satt að segja virðist ekki miða hratt í þessa átt. Heilsugæsluverkefni íslensku Þróunarsamvinnustofnunarinnar í Mangochi ræðst beint að þessum vanda. Sjúkrahúsið við Apaflóa hefur verið byggt upp til að efla grunnþjónustu. Nú rís á spítalalóðinni glæný fæðingardeild sem mun bæta þjónustuna með byltingarkenndum hætti. Í fyrra var tekin í notkun skurðstofa þar sem keisaraskurðir og aðgerðir á konum eru meginþáttur starfsemi. Enginn vafi er á að þessi þjónusta hefur bjargað mannslífum, og gerir áfram, í hverjum mánuði. Núverandi aðstaða þótti góð þegar spítalinn reis fyrir tilstuðlan Íslendinga. Þar er fæðingardeild með tveimur rúmum löngu sprungin, oft kemur fyrir að þrjár eða fjórar konur fæði samtímis, tvær á gólfinu ef ekki vill betur til. Litla legudeildin er alltaf útúrfull. Ný fæðingardeild mun bæta stórlega úr. Þróunarsamvinnustofnun reisti einnig heilsugæslustöð í Nankumba, sem er jaðarbyggð í héraðinu, þar sem fæðingardeildin er stöðugt í notkun. Í nærliggjandi byggð, enn lengra frá alfaraleið, er ætlunin að byggja upp litla fæðingardeild fyrir þá sveit, enda eiga konur langan veg að sækja þegar kemur að fæðingu. Sjúkrabílarnir sem ÞSSÍ gaf og rekur komast ekki um héraðið yfir regntímann og oft hamla vegleysur því að hægt sé að sækja konur í barnsnauð. Svonefndar „yfirsetukonur" (Traditional birth attendants) eru í hverju þorpi. Þótt ÞSSÍ hafi staðið fyrir námskeiðum fyrir þær dugar það skammt. Þetta eru oftast konur sem læra af sér eldri hvernig á að bera sig að, skilja á milli og svo framvegis, en þær geta ekki greint aðsteðjandi vanda eða veitt hjálp eins og fagfólk. Því hafa stjórnvöld nýlega bannað þeim að taka á móti börnum á hefðbundnum bastmottum í leirkofa í heimaþorpi, og krafist að þær vísi konum til heilsugæslustöðva og sjúkrahúsa. Vandinn við þá ráðstöfun er ljós: Ekki er til nægt starfsfólk né aðstaða til að allar konur í Malaví geti fætt undir eftirliti. Helmingur kvenna í landinu fæðir börn utan heilbrigðiskerfisins. Jafn æskilegt og það er að konur fæði við kjöraðstæður með aðstoð fagfólks er það óraunhæft á næstu árum. Þess vegna beinist verkefni Þróunarsamvinnustofnunar að þessu stóra vandamáli með beinskeyttum hætti. Í byrjun næsta árs verður opnuð stór og rúmgóð fæðingardeild, og dugi framlög næstu tvö ár er ætlunin að styðja litla heilsugæslustöð í fjarlægri sveit til að koma upp fæðingarrúmum. ÞSSÍ útvegaði vatnsból við þessa stöð í síðasta mánuði og þjálfað starfsfólk er þegar til reiðu. Trúlegt er að konum í Mangochi finnist þessu fé vel varið. Því hver mínúta telur. Höfundur er umdæmisstjóri ÞSSÍ í Malaví. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Hverja mínútu deyr kona af barnsförum í heiminum. Langflestar í sunnanverðri Afríku. Hægt væri að koma í veg fyrir að 500.000 konur deyi með þessum hætti árlega með því að þær njóti almennrar grunnþjónustu í heilbrigðiskerfi heimalandsins. Grunnþjónustu eins og til dæmis Íslendingar hafa komið upp í einu fátæku héraði Malaví þar sem rís ný fæðingardeild fyrir þróunarfé. Heilbrigðisráðherrar fjölmargra ríkja komu saman á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Addis Ababa í lok október til að ræða brýnasta heilbrigðisvandamál heimsins: Dauða kvenna af barnsförum. Fyrir utan þær sem deyja búa margar konur við örkuml eftir að hafa alið barn vegna þess að þær hafa ekki aðgang að sjúkrahúsum með menntuðu starfsliði til að fá nauðsynlegar aðgerðir. Hvað veldur því að konur deyja miklu frekar af barnsförum í þróunarlöndum en í ríku löndunum? Fyrst og fremst skortur á grunnþjónustu. Vanfærar konur fá ekki greiningu á vanda sem kann að skapast á meðgöngu. Þegar kemur að fæðingu er oft óravegur á næsta sjúkrahús eða heilsugæslu þar sem þjálfað starfsfólk getur aðstoðað við erfiða fæðingu. Afleiðingin er að konur í Malaví og öðrum þróunarlöndum láta lífið miklu oftar en þar sem heilsugæsla er góð. Í Malaví er mæðradauði tíðari en í nokkru öðru landi - að þeim löndum slepptum þar sem ríkir stríðsástand. Í landinu deyja 16 konur daglega af barnsförum. Talið er að fjórtánda hver fæðing endi með dauða móður í Malaví. Þegar haft er í huga að hver kona í landinu fæðir að meðaltali sex börn sést hve ógnin er skelfileg. Hægt er að koma í veg fyrir langflest þessara dauðsfalla með aðferðum sem eru vel þekktar. Samt deyr hálf milljón kvenna árlega. Eitt af þúsaldarmarkmiðum SÞ er að minnka þessa dánartíðni um ¾ fyrir árið 2015. Satt að segja virðist ekki miða hratt í þessa átt. Heilsugæsluverkefni íslensku Þróunarsamvinnustofnunarinnar í Mangochi ræðst beint að þessum vanda. Sjúkrahúsið við Apaflóa hefur verið byggt upp til að efla grunnþjónustu. Nú rís á spítalalóðinni glæný fæðingardeild sem mun bæta þjónustuna með byltingarkenndum hætti. Í fyrra var tekin í notkun skurðstofa þar sem keisaraskurðir og aðgerðir á konum eru meginþáttur starfsemi. Enginn vafi er á að þessi þjónusta hefur bjargað mannslífum, og gerir áfram, í hverjum mánuði. Núverandi aðstaða þótti góð þegar spítalinn reis fyrir tilstuðlan Íslendinga. Þar er fæðingardeild með tveimur rúmum löngu sprungin, oft kemur fyrir að þrjár eða fjórar konur fæði samtímis, tvær á gólfinu ef ekki vill betur til. Litla legudeildin er alltaf útúrfull. Ný fæðingardeild mun bæta stórlega úr. Þróunarsamvinnustofnun reisti einnig heilsugæslustöð í Nankumba, sem er jaðarbyggð í héraðinu, þar sem fæðingardeildin er stöðugt í notkun. Í nærliggjandi byggð, enn lengra frá alfaraleið, er ætlunin að byggja upp litla fæðingardeild fyrir þá sveit, enda eiga konur langan veg að sækja þegar kemur að fæðingu. Sjúkrabílarnir sem ÞSSÍ gaf og rekur komast ekki um héraðið yfir regntímann og oft hamla vegleysur því að hægt sé að sækja konur í barnsnauð. Svonefndar „yfirsetukonur" (Traditional birth attendants) eru í hverju þorpi. Þótt ÞSSÍ hafi staðið fyrir námskeiðum fyrir þær dugar það skammt. Þetta eru oftast konur sem læra af sér eldri hvernig á að bera sig að, skilja á milli og svo framvegis, en þær geta ekki greint aðsteðjandi vanda eða veitt hjálp eins og fagfólk. Því hafa stjórnvöld nýlega bannað þeim að taka á móti börnum á hefðbundnum bastmottum í leirkofa í heimaþorpi, og krafist að þær vísi konum til heilsugæslustöðva og sjúkrahúsa. Vandinn við þá ráðstöfun er ljós: Ekki er til nægt starfsfólk né aðstaða til að allar konur í Malaví geti fætt undir eftirliti. Helmingur kvenna í landinu fæðir börn utan heilbrigðiskerfisins. Jafn æskilegt og það er að konur fæði við kjöraðstæður með aðstoð fagfólks er það óraunhæft á næstu árum. Þess vegna beinist verkefni Þróunarsamvinnustofnunar að þessu stóra vandamáli með beinskeyttum hætti. Í byrjun næsta árs verður opnuð stór og rúmgóð fæðingardeild, og dugi framlög næstu tvö ár er ætlunin að styðja litla heilsugæslustöð í fjarlægri sveit til að koma upp fæðingarrúmum. ÞSSÍ útvegaði vatnsból við þessa stöð í síðasta mánuði og þjálfað starfsfólk er þegar til reiðu. Trúlegt er að konum í Mangochi finnist þessu fé vel varið. Því hver mínúta telur. Höfundur er umdæmisstjóri ÞSSÍ í Malaví.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun