Viðskipti innlent

Bresk stjórnvöld ánægð með Icesave samkomulagið

Ian Pearson, yfirmaður hjá breska fjármálaráðuneytinu.
Ian Pearson, yfirmaður hjá breska fjármálaráðuneytinu.

Ian Pearson yfirmaður hagdeildar breska fjármálaráðuneytisins segir að Icesave samkomulagið sem nú liggur fyrir sé góðar fréttir fyrir breska og hollenska skattgreiðendur. „Það greiði leiðina fyrir fullum endurborgunum á lánum til Íslands svo landið geti staðið við skuldbindingar sínar gagnvart innistæðureikningum á Icesave," segir Pearson.

Vitnað er í orð Pearson á vefsíðunni Fresh Business Thinking. Þar segir hann að samkomulagið sem nú liggi fyrir sé mikilvægt fyrir allar þjóðirnar þrjár sem standa að því.

„Fyrir Ísland er niðurstaðan í Icesave málinu mikilvægt skref í þá átt að endurreisa stöðu landsins á alþjóðlegum fjármálamörkuðum," segir Pearson.
















Fleiri fréttir

Sjá meira


×