Aðbúnaður á geðdeildum Landspítalans 13. nóvember 2009 06:00 Allt frá árinu 1994 hef ég legið reglulega inni á geðdeild LSP. Þá greindist ég með innlægt þunglyndi sem tekur sig upp aftur og aftur. Það má segja að að meðaltali hafi ég legið inni tvisvar á ári eða þar um bil. Ég hef því haft tækifæri til að bera saman starf geðdeildarinnar yfir öll þessi ár. Þegar ég lá fyrst inni, febrúar til apríl árið 1994, var sjúkraþjálfun starfandi og iðjuþjálfun. Þá var gert ágætt plan fyrir sjúklingana á deildinni og fór ég niður á hverjum degi, ýmist í sjúkraþjálfun eða iðjuþjálfun. Í sjúkraþjálfuninni var boðið upp á göngubretti og hjól ásamt nokkrum tækjum. Einnig var boðið upp á leikfimitíma sem voru með ýmsu móti. Í iðjuþjálfuninni máluðum við á slæður, fléttuðum körfur og gerðum ýmislegt fallegt sem jók okkur sjálfstraust. Allt þetta, hreyfingin og athafnirnar sem við gerðum daglega, jók bata okkar verulega. Á hverjum morgni voru morgunfundir þar sem við söfnuðumst saman og fórum yfir daginn með lækni og hjúkrunarfræðingi. Einhvern tíma á þessum áratug var síðan sjúkraþjálfunin og iðjuþjálfunin lagðar niður vegna sparnaðar og tekin var upp svokölluð deildariðja á deildum þar sem málað var á gifs. Í dag er það eina afþreyingin sem býðst á deildinni og oftar en ekki liggur sú vinna niðri vegna fjarveru/veikinda starfsmanneskju. Ekki er um skipulagðar gönguferðir eða nokkra aðra hreyfingu að ræða nema sjúklingur sæki það sérstaklega. Og það ætti að vera öllum ljóst að sjúklingur í djúpu þunglyndi sækir ekki sérstaklega að fara í gönguferðir með starfsfólki. Það þarf að örva sjúklingana til að fara og hafa reglubundna hreyfingu á dagskrá. Það er vísindalega sannað að hreyfing bætir geðheilsu og hefur sérstaklega góð áhrif á þunglyndi. Það, að liggja inni á geðdeild og fitna og stirðna vegna ónógrar hreyfingar er ekki að bæta sjálfsmatið fyrir nú utan að dagsbirtan hefur, eins og allir vita, ótrúlega góð áhrif á þunglyndi. Ég lá þarna inni á deildinni um daginn í vikutíma vegna geðlægðar og get fullyrt að ef ég hefði ekki haft prjónana mína hefði ég orðið ennþá þunglyndari eftir dvölina þar, aðallega vegna aðgerðaleysis. Ekki var um að ræða neina skipulagða viðtalstíma nema við lækninn á morgnana, þá daga sem hann/hún mætti. Ég man eftir einni kyrrðarstund með presti og einum slökunartíma með hjúkrunarfræðingi. Það fór svo alveg eftir því hvaða starfsfólk var á vakt við hvern maður gæti talað. Landspítalinn hefur þá reglu að hafa tvær heitar máltíðir á dag, sem er auðvitað fáránlega mikil fæða fyrir sjúklinga sem hreyfa sig ekki neitt. Svo eru auðvitað kaffitímar og fleira inni á milli. Hápunktar dagsins eru þessir matartímar og svo heimsóknir þær sem maður fær kannski, ef maður er heppinn. Það segir sig sjálft að svona mikill matur og lítil hreyfing bætir ekki geð sjúklinga, þvert á móti. Ég er algjörlega meðvituð um að spara þarf í heilbrigðiskerfinu en er verið að spara þarna? Hversu mikill sparnaður er að því að fólki sé hleypt heim, ekki alveg nógu góðu, ekki með neina eftirmeðferð og algjörlega upp á sjálft sig komið? Ég útskrifaðist viku eftir innlögn, var ekki orðin nógu heilbrigð en nægilega mikið í bata til að fara af deildinni. Mér var lofað að ég fengi sálfræðihjálp sem ég er búin að vera að biðja um síðan í fyrra… síðan er liðinn tæpur hálfur mánuður og enginn sálfræðingur búinn að hafa samband. Ég hringdi fyrir helgi og var tjáð að búið væri að leggja inn beiðni sem tæki svo tíma að fara yfir. Ég lagðist inn á þessa deild þrisvar sinnum síðasta vetur. Í öll skiptin fór ég heim, án eftirmeðferðar og án þess að vera orðin nægilega góð. Geðdeildin er neyðarúrræði en væri ekki æskilegra að sjúklingar fengju eftirfylgd við sitt hæfi, heldur en að leggjast inn hvað eftir annað? Myndi ekki innlögnum fækka ef boðið væri upp á prógramm fyrir hvern og einn sjúkling sem samanstæði af líkamlegri hreyfingu og andlegum stuðningi? Ég er alveg viss um að það væri sparnaður til lengri tíma litið. Ég er útskrifuð af spítalanum en er hálfhrædd um að ekki verði langt þangað til ég þarf á honum að halda aftur ef miða má við veturinn í fyrra, nema ég fái sálfræðilegan stuðning til að halda mér uppi í vetur. Ég hugsa að það verði ódýrara fyrir LSP að veita mér reglulega sálfræðiþjónustu en að taka við mér aftur og aftur. Á sama hátt tel ég að það borgi sig að endurhæfa sjúklingana inni á deildinni í stað þess að geyma þá þar bara. Ég gæti alveg hugsað mér að boðið væri upp á viðtalsmeðferðir eftir þörfum sjúklinganna og ekki væri talað niður til þeirra á deildinni eins og því miður viðgengst í dag. Ég er alveg viss um að með þessum aðferðum væri hægt að minnka lyfjakostnaðinn og fækka innlögnum. Einnig þarf að fara yfir starfsmannaúrvalið og kanna hverjir eru ákjósanlegir að vinna með fólki og hverjir ekki. Og það fer alls ekki eftir menntun viðkomandi hvort hann/hún er hæfur til að vinna með fólki eða ekki. Það hlýtur að vera hægt að bæta geðheilbrigði landsmanna öðruvísi en með miklum tilkostnaði. Höfundur er leikskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Allt frá árinu 1994 hef ég legið reglulega inni á geðdeild LSP. Þá greindist ég með innlægt þunglyndi sem tekur sig upp aftur og aftur. Það má segja að að meðaltali hafi ég legið inni tvisvar á ári eða þar um bil. Ég hef því haft tækifæri til að bera saman starf geðdeildarinnar yfir öll þessi ár. Þegar ég lá fyrst inni, febrúar til apríl árið 1994, var sjúkraþjálfun starfandi og iðjuþjálfun. Þá var gert ágætt plan fyrir sjúklingana á deildinni og fór ég niður á hverjum degi, ýmist í sjúkraþjálfun eða iðjuþjálfun. Í sjúkraþjálfuninni var boðið upp á göngubretti og hjól ásamt nokkrum tækjum. Einnig var boðið upp á leikfimitíma sem voru með ýmsu móti. Í iðjuþjálfuninni máluðum við á slæður, fléttuðum körfur og gerðum ýmislegt fallegt sem jók okkur sjálfstraust. Allt þetta, hreyfingin og athafnirnar sem við gerðum daglega, jók bata okkar verulega. Á hverjum morgni voru morgunfundir þar sem við söfnuðumst saman og fórum yfir daginn með lækni og hjúkrunarfræðingi. Einhvern tíma á þessum áratug var síðan sjúkraþjálfunin og iðjuþjálfunin lagðar niður vegna sparnaðar og tekin var upp svokölluð deildariðja á deildum þar sem málað var á gifs. Í dag er það eina afþreyingin sem býðst á deildinni og oftar en ekki liggur sú vinna niðri vegna fjarveru/veikinda starfsmanneskju. Ekki er um skipulagðar gönguferðir eða nokkra aðra hreyfingu að ræða nema sjúklingur sæki það sérstaklega. Og það ætti að vera öllum ljóst að sjúklingur í djúpu þunglyndi sækir ekki sérstaklega að fara í gönguferðir með starfsfólki. Það þarf að örva sjúklingana til að fara og hafa reglubundna hreyfingu á dagskrá. Það er vísindalega sannað að hreyfing bætir geðheilsu og hefur sérstaklega góð áhrif á þunglyndi. Það, að liggja inni á geðdeild og fitna og stirðna vegna ónógrar hreyfingar er ekki að bæta sjálfsmatið fyrir nú utan að dagsbirtan hefur, eins og allir vita, ótrúlega góð áhrif á þunglyndi. Ég lá þarna inni á deildinni um daginn í vikutíma vegna geðlægðar og get fullyrt að ef ég hefði ekki haft prjónana mína hefði ég orðið ennþá þunglyndari eftir dvölina þar, aðallega vegna aðgerðaleysis. Ekki var um að ræða neina skipulagða viðtalstíma nema við lækninn á morgnana, þá daga sem hann/hún mætti. Ég man eftir einni kyrrðarstund með presti og einum slökunartíma með hjúkrunarfræðingi. Það fór svo alveg eftir því hvaða starfsfólk var á vakt við hvern maður gæti talað. Landspítalinn hefur þá reglu að hafa tvær heitar máltíðir á dag, sem er auðvitað fáránlega mikil fæða fyrir sjúklinga sem hreyfa sig ekki neitt. Svo eru auðvitað kaffitímar og fleira inni á milli. Hápunktar dagsins eru þessir matartímar og svo heimsóknir þær sem maður fær kannski, ef maður er heppinn. Það segir sig sjálft að svona mikill matur og lítil hreyfing bætir ekki geð sjúklinga, þvert á móti. Ég er algjörlega meðvituð um að spara þarf í heilbrigðiskerfinu en er verið að spara þarna? Hversu mikill sparnaður er að því að fólki sé hleypt heim, ekki alveg nógu góðu, ekki með neina eftirmeðferð og algjörlega upp á sjálft sig komið? Ég útskrifaðist viku eftir innlögn, var ekki orðin nógu heilbrigð en nægilega mikið í bata til að fara af deildinni. Mér var lofað að ég fengi sálfræðihjálp sem ég er búin að vera að biðja um síðan í fyrra… síðan er liðinn tæpur hálfur mánuður og enginn sálfræðingur búinn að hafa samband. Ég hringdi fyrir helgi og var tjáð að búið væri að leggja inn beiðni sem tæki svo tíma að fara yfir. Ég lagðist inn á þessa deild þrisvar sinnum síðasta vetur. Í öll skiptin fór ég heim, án eftirmeðferðar og án þess að vera orðin nægilega góð. Geðdeildin er neyðarúrræði en væri ekki æskilegra að sjúklingar fengju eftirfylgd við sitt hæfi, heldur en að leggjast inn hvað eftir annað? Myndi ekki innlögnum fækka ef boðið væri upp á prógramm fyrir hvern og einn sjúkling sem samanstæði af líkamlegri hreyfingu og andlegum stuðningi? Ég er alveg viss um að það væri sparnaður til lengri tíma litið. Ég er útskrifuð af spítalanum en er hálfhrædd um að ekki verði langt þangað til ég þarf á honum að halda aftur ef miða má við veturinn í fyrra, nema ég fái sálfræðilegan stuðning til að halda mér uppi í vetur. Ég hugsa að það verði ódýrara fyrir LSP að veita mér reglulega sálfræðiþjónustu en að taka við mér aftur og aftur. Á sama hátt tel ég að það borgi sig að endurhæfa sjúklingana inni á deildinni í stað þess að geyma þá þar bara. Ég gæti alveg hugsað mér að boðið væri upp á viðtalsmeðferðir eftir þörfum sjúklinganna og ekki væri talað niður til þeirra á deildinni eins og því miður viðgengst í dag. Ég er alveg viss um að með þessum aðferðum væri hægt að minnka lyfjakostnaðinn og fækka innlögnum. Einnig þarf að fara yfir starfsmannaúrvalið og kanna hverjir eru ákjósanlegir að vinna með fólki og hverjir ekki. Og það fer alls ekki eftir menntun viðkomandi hvort hann/hún er hæfur til að vinna með fólki eða ekki. Það hlýtur að vera hægt að bæta geðheilbrigði landsmanna öðruvísi en með miklum tilkostnaði. Höfundur er leikskólakennari.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar