Erlent

Köld eru kvenna ráð

Óli Tynes skrifar
Það er ískuldi í sambandi hjónanna.
Það er ískuldi í sambandi hjónanna.

Þýskur njósnari er nú fyrir rétti í Munchen sakaður um að hafa veitt ástmanni sínum aðgang að leyniskjölum.

Í ákæruskjalinu segir að ástmaðurinn hafi ætlað að koma upplýsingunum áfram til leyniþjónustu erlends ríkis eða glæpasamtaka í heimalandi sínu.

Þjóðverjinn var sendur til Kosovo árið 2005 til þess að koma upp neti uppljóstrarra fyrir þýsku leyniþjónustuna. Þar hitti hann túlk frá Makedóníu sem hann tók upp ástarsamband við.

Upp komst um hin meintu svik hans þegar eiginkona hans komst að því að hann hafði breytt erfðaskrá sinni á þann veg að Makedóníumaðurinn yrði erfingi hans í stað hennar.

Eiginkonan stormaði inn í höfuðstöðvar leyniþjónustunnar með þær upplýsingar og í framhaldi af því var hafin rannsókn á sambandi mannanna.

Þeim er leyft að búa saman í Þýskalandi meðan á rannsókn málsins stendur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×