Viðskipti innlent

Ölgerðin varð af stórum samning vegna óstöðugleika krónunnar

Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar.
Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar. MYND/GVA

Ölgerðin Egill Skallagrímsson varð af 200 til 300 milljónum á ári vegna óstöðugleika krónunnar þegar breskt fyrirtæki sem vildi kaupa mikið magn af bjór frá fyrirtækinu hætti við og líkti viðskiptum með íslensku krónuna við fjárhættuspil. Þetta kom fram í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins.

„Þetta er ekki umhverfi sem er mönnum bjóðandi," sagði Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar.

Andri sagði að vegna óstöðugleika íslensku krónunnar hafi ekki verið ekki hægt að ná samningum. „Vegna þess að þegar magnið er orðið svona mikið, og við erum að tala um bjór á viðkvæmum markaði eins og Bretlandsmarkaði þar sem aurar skipta máli, þá var ekki nokkur möguleiki að ná saman vegna þeirra áhættu sem í því felst að selja í íslenskum krónum."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×