Erlent

Öflugur skjálfti í Indónesíu

Flóðbylgja olli gríðarlegu tjóni á Indónesíu árið 2004 og þá fórust þúsundir manna.
Flóðbylgja olli gríðarlegu tjóni á Indónesíu árið 2004 og þá fórust þúsundir manna.

Jarðskjálfti sem mældist 7.9 á Richter-kvarðanum reið yfir Indónesíu fyrir stundu. Skjálftinn virðist hafa átt upptök sín nærri höfuðborginni Padang á Vestur-Súmötru en þar búa um 800 þúsund manns. Að sögn sjónarvotta eyðilögðust margar byggingar í borginni og óttast var að skjálftinn gæti framkallað flóðbylgur víða á Indlandshafi og voru viðvaranir verið gefnar út fyrir Indónesíu, Tæland og Malasíu. Þær voru afturkallaðar skömmu síðar.

Í gærkvöldi reið annar skjálfti yfir nærri Samoa eyjum og mældist hann um 8 á Richter-kvarðanum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×