Öryggisafritun blómstrar í kreppu 18. febrúar 2009 00:01 Alexander Eiríksson Í Bretlandi hafa um fjörutíu fyrirtæki bæst í hóp viðskiptavina öryggisafritunarfyrirtækisins SecurStore frá vormánuðum síðasta árs. Alexander Eiríksson, sölu og markaðsstjóri og einn stofnenda SecurStore á Akranesi, segir þrengingar á fjármálamörkuðum og óvissutíma frekar vinna með fyrirtækinu en gegn því. „Þetta er visst tækifæri fyrir okkur því þessi þjónusta, að vernda gögn yfir netið, er áskriftarþjónusta," segir Alexander. Þannig finnur SecurStore fyrir því erlendis að eftir því sem fjármögnunarmarkaðir hafa verið að lokast hafi áhugi aukist á lausnum á borð við þær frá SecurStore. „Okkar lausn kallar ekki á fjárfestingu í vél- og hugbúnaði heldur kemur þetta inn sem rekstur því fyrirtækin eru bara áskrifendur að þjónustunni hjá okkur." Þá segir Alexander að fyrirtækið hafi ekki fundið fyrir því að íslenskur uppruni þess hafi hamlað því í Bretlandi. „Okkur líkar alveg jafnvel þar fyrir og eftir stríð," gantast hann, en lögð hefur verið aukin áhersla á söluhlið starfseminnar. Því hafi fyrirtækið bætt við sig tveimur nýjum sölumönnum í desember síðastliðnum. „Við erum bara dæmdir af því sem við gerum." Alexander skýtur á að SecurStore sé nú með um 400 fyrirtæki í afritun í Evrópu, þar af um 200 í Bretlandi. „Markaðurinn er auðvitað risastór og vitanlega eru tækifæri úti um allt," segir hann og kveður frekari útrás í skoðun. Helst sé horft til Noregs og Beneluxlandanna til að byrja með. Markaðir Viðskipti Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira
Í Bretlandi hafa um fjörutíu fyrirtæki bæst í hóp viðskiptavina öryggisafritunarfyrirtækisins SecurStore frá vormánuðum síðasta árs. Alexander Eiríksson, sölu og markaðsstjóri og einn stofnenda SecurStore á Akranesi, segir þrengingar á fjármálamörkuðum og óvissutíma frekar vinna með fyrirtækinu en gegn því. „Þetta er visst tækifæri fyrir okkur því þessi þjónusta, að vernda gögn yfir netið, er áskriftarþjónusta," segir Alexander. Þannig finnur SecurStore fyrir því erlendis að eftir því sem fjármögnunarmarkaðir hafa verið að lokast hafi áhugi aukist á lausnum á borð við þær frá SecurStore. „Okkar lausn kallar ekki á fjárfestingu í vél- og hugbúnaði heldur kemur þetta inn sem rekstur því fyrirtækin eru bara áskrifendur að þjónustunni hjá okkur." Þá segir Alexander að fyrirtækið hafi ekki fundið fyrir því að íslenskur uppruni þess hafi hamlað því í Bretlandi. „Okkur líkar alveg jafnvel þar fyrir og eftir stríð," gantast hann, en lögð hefur verið aukin áhersla á söluhlið starfseminnar. Því hafi fyrirtækið bætt við sig tveimur nýjum sölumönnum í desember síðastliðnum. „Við erum bara dæmdir af því sem við gerum." Alexander skýtur á að SecurStore sé nú með um 400 fyrirtæki í afritun í Evrópu, þar af um 200 í Bretlandi. „Markaðurinn er auðvitað risastór og vitanlega eru tækifæri úti um allt," segir hann og kveður frekari útrás í skoðun. Helst sé horft til Noregs og Beneluxlandanna til að byrja með.
Markaðir Viðskipti Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira