Kvikmyndir skornar niður Ágúst Guðmundsson skrifar 8. október 2009 06:00 Það kemur verulega á óvart hve hart er gengið að kvikmyndagerðinni í landinu í nýframkomnu fjárlagafrumvarpi. Niðurskurður þar er tæp 34%. Það mætti halda að kvikmyndagerðin hafi verið meira til óþurftar en aðrar starfsgreinar. Til samanburðar má nefna að framlög til Sinfóníuhljómsveitarinnar lækka um 3,25%, til Listasafns Íslands um 2,25%, og nýendurráðinn þjóðleikhússtjóri fær sérstakt hrós fyrir að vita hvernig bregðast eigi við 5,41% niðurskurði til sinnar stofnunar. Hins vegar verður að fyrirgefa íslensku kvikmyndafólki það að hafa ekki hugmynd um hvernig eigi að höndla þriðjungs niðurskurð. Öll skiljum við að þörf er á aðhaldi og niðurskurði. Þessi stefnubreyting gagnvart kvikmyndaiðnaðinum er bara einum of brött og á eftir að hafa sérlega óheppileg áhrif. Íslenskar kvikmyndir draga fé að frá útlöndum, framleiðendur fá aldrei meira en 50% af kostnaðinum frá því opinbera, hitt þarf að koma annars staðar frá. Erlendir sjóðir hafa veitt milljónatugum í innlenda kvikmyndagerð – og á því verður hlé komi ekkert framlag frá hinu opinbera. Erlenda framlagið kemur ekki nema fyrst sé lagt í verkefnin á heimaslóð. Menn skyldu gæta að því að hér er verið að slátra mjólkurkú, ekki geldri kvígu. Niðurskurðurinn kemur ekki aðeins niður á bíómyndum og heimildarmyndum, heldur líka leiknu sjónvarpsefni. Allir leiknir sjónvarpsþættir fá verulegt fjármagn úr Sjónvarpssjóði Kvikmyndamiðstöðvar. Án þess framlags telja sjónvarpsstöðvarnar sig ekki geta staðið að slíkri framleiðslu. Efni á borð við Fangavaktina og Hamarinn mun þá heyra til liðinni tíð. Því skal svo haldið til haga að verðmætasköpunin í kvikmyndagerðinni er tvenns konar: í beinum tekjum og í menningarauði. Íslenskar kvikmyndir eru hið raunverulega þjóðarleikhús – myndirnar eru teknar upp um land allt og þær fara auðveldlega fyrir augu allra, hvar á landinu sem fólk býr. Þær hafna gjarnan í sjónvarpinu, þar sem þær hafa löngum verið helsta leikna innlenda efnið, einkum á stórhátíðum. Enn fremur eru þær fluttar til útlanda, sýndar í kvikmyndahúsum og í sjónvarpi víða um heim. Kunnugir telja að fátt selji Ísland betur en íslenskar kvikmyndir. Þær eru hin óbeina auglýsing sem gagnast betur en bein sölumennska. Á tímum niðurlægingar Íslands er meiri þörf á slíku en nokkru sinni fyrr. Það er afar misráðið að setja þessa ákveðnu starfsstétt á ís um ófyrirséða framtíð – og vitaskuld í hreinni þversögn við samning ríkisins við kvikmyndageirann, sem gerir ráð fyrir árlegri aukningu á fjárfestingu ríkisins í kvikmyndagerðinni. Í krafti samningsins fóru sprotafyrirtæki á stúfana og fjárfestu m.a. í stafrænni tækni svo að nú má vinna hér mun fleiri þætti framleiðslunnar en á dögum filmunnar. Á erfiðum tímum má fyrirgefa hringl með prósentutölur, en öðru máli gildir um svo drastíska ráðagerð sem þessa, sem líkleg er til að kreista líftóruna úr þessum fyrirtækjum. Enn hafa ekki heyrst röksemdir fyrir því að þessi eina stétt eigi að þola meiri niðurskurð en aðrar á landinu. Á meðan ástæður þess eru í móðu verður að gera þá kröfu að þessi málsmeðferð, sem líklega má rekja til vankunnáttu eða flumbrugangs, verði endurskoðuð svo að ekki verði búið verr að kvikmyndagerðinni en að öðrum starfsgreinum landsins. Höfundur er forseti BÍL. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Það kemur verulega á óvart hve hart er gengið að kvikmyndagerðinni í landinu í nýframkomnu fjárlagafrumvarpi. Niðurskurður þar er tæp 34%. Það mætti halda að kvikmyndagerðin hafi verið meira til óþurftar en aðrar starfsgreinar. Til samanburðar má nefna að framlög til Sinfóníuhljómsveitarinnar lækka um 3,25%, til Listasafns Íslands um 2,25%, og nýendurráðinn þjóðleikhússtjóri fær sérstakt hrós fyrir að vita hvernig bregðast eigi við 5,41% niðurskurði til sinnar stofnunar. Hins vegar verður að fyrirgefa íslensku kvikmyndafólki það að hafa ekki hugmynd um hvernig eigi að höndla þriðjungs niðurskurð. Öll skiljum við að þörf er á aðhaldi og niðurskurði. Þessi stefnubreyting gagnvart kvikmyndaiðnaðinum er bara einum of brött og á eftir að hafa sérlega óheppileg áhrif. Íslenskar kvikmyndir draga fé að frá útlöndum, framleiðendur fá aldrei meira en 50% af kostnaðinum frá því opinbera, hitt þarf að koma annars staðar frá. Erlendir sjóðir hafa veitt milljónatugum í innlenda kvikmyndagerð – og á því verður hlé komi ekkert framlag frá hinu opinbera. Erlenda framlagið kemur ekki nema fyrst sé lagt í verkefnin á heimaslóð. Menn skyldu gæta að því að hér er verið að slátra mjólkurkú, ekki geldri kvígu. Niðurskurðurinn kemur ekki aðeins niður á bíómyndum og heimildarmyndum, heldur líka leiknu sjónvarpsefni. Allir leiknir sjónvarpsþættir fá verulegt fjármagn úr Sjónvarpssjóði Kvikmyndamiðstöðvar. Án þess framlags telja sjónvarpsstöðvarnar sig ekki geta staðið að slíkri framleiðslu. Efni á borð við Fangavaktina og Hamarinn mun þá heyra til liðinni tíð. Því skal svo haldið til haga að verðmætasköpunin í kvikmyndagerðinni er tvenns konar: í beinum tekjum og í menningarauði. Íslenskar kvikmyndir eru hið raunverulega þjóðarleikhús – myndirnar eru teknar upp um land allt og þær fara auðveldlega fyrir augu allra, hvar á landinu sem fólk býr. Þær hafna gjarnan í sjónvarpinu, þar sem þær hafa löngum verið helsta leikna innlenda efnið, einkum á stórhátíðum. Enn fremur eru þær fluttar til útlanda, sýndar í kvikmyndahúsum og í sjónvarpi víða um heim. Kunnugir telja að fátt selji Ísland betur en íslenskar kvikmyndir. Þær eru hin óbeina auglýsing sem gagnast betur en bein sölumennska. Á tímum niðurlægingar Íslands er meiri þörf á slíku en nokkru sinni fyrr. Það er afar misráðið að setja þessa ákveðnu starfsstétt á ís um ófyrirséða framtíð – og vitaskuld í hreinni þversögn við samning ríkisins við kvikmyndageirann, sem gerir ráð fyrir árlegri aukningu á fjárfestingu ríkisins í kvikmyndagerðinni. Í krafti samningsins fóru sprotafyrirtæki á stúfana og fjárfestu m.a. í stafrænni tækni svo að nú má vinna hér mun fleiri þætti framleiðslunnar en á dögum filmunnar. Á erfiðum tímum má fyrirgefa hringl með prósentutölur, en öðru máli gildir um svo drastíska ráðagerð sem þessa, sem líkleg er til að kreista líftóruna úr þessum fyrirtækjum. Enn hafa ekki heyrst röksemdir fyrir því að þessi eina stétt eigi að þola meiri niðurskurð en aðrar á landinu. Á meðan ástæður þess eru í móðu verður að gera þá kröfu að þessi málsmeðferð, sem líklega má rekja til vankunnáttu eða flumbrugangs, verði endurskoðuð svo að ekki verði búið verr að kvikmyndagerðinni en að öðrum starfsgreinum landsins. Höfundur er forseti BÍL.
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar