Röng forgangsröðun Kristín Arnberg skrifar 18. febrúar 2009 13:02 Það er óhætt að segja að þjóðfélagið hafi tekið á sig nýja mynd síðustu daga. Reiðin sem kraumað hefur meðal almennings frá því í haust hefur nú brotist út og harka færst í mótælin. Það er ekki að undra að málin hafi þróast eins og raun ber vitni. Það er í raun með ólíkindum að sú samfélagsmynd sem við blasti fyrir ári síðan sé hrunin og allt sé komið í kalda kol. Það er niðurskurður hér og þar og það sem áður var hluti af samfélagsþjónustunni þarf nú að greiða fyrir. Gamalt fólk er flutt gráti nær hreppaflutningum og í raun má segja að með fyrirhugðum aðgerðum innan heilbrigðiskerfisins sé Ísland ekki lengur það velferðarsamfélag sem við höfum státað okkur af fram að þessu. Allt er þetta gert í nafni hagræðingar. En hvernig á fólk sem náði varla endum saman áður að fara að í dag þegar borga þarf fyrir nánast allt í heilbrigðisþjónustunni, líka fyrir að leggjast inn? Mig langar að fara yfir nokkrar staðreyndir þegar kemur að eyðslu skattpeninganna og forgangsröðun ráðamanna þar sem velferð borgaranna virðist ekki vera í fyrirrúmi. Í yfir tuttugu ár hefur Hafrannsóknarstofnun reiknað okkur niður í nánast ekki neitt þegar kemur að úthlutun aflaheimilda. Eftir sem áður sitja Jóhann Sigurjónsson og postular hans sem fastast í sínum fílabeinsturni og hleypa engum óviðkomandi að störfum sínum. Þeir fá af fjárlögum greiddar 1500 milljónir fyrir vikið og ólukka að sú fjárhæð er því miður ekki árangurstengd. Ef við skoðum Hafró nú í samanburði við fíkniefnalögregluna þá fær hún um 400 milljónir af fjárlögum, sem skiptist bæði á Suðurnesin og höfuðborgarsvæðið. Hver er svo þeirra hlutverk? Jú að ná þeim sem eru að flytja inn og selja efni sem hefur lagt ófáan Íslendinginn í valinn og ótal heimili í landinu í rúst. Þetta er að mati yfirvalda ekki merkilegt, a.m.k ekki í samanburði við störf Hafrannsóknarstofnunar. Ein mesta ósvífni af hálfu ríkisvaldsins er þó Fiskistofa, stofnun sem rekin er af skattborgurum landsins í þeim tilgangi að vernda eitthvað sem örfáir einstaklingar eiga. Sjávarauðlindina. Starfsmenn þar eru áttatíu og tveir með ellefu bíla til afnota. Rekstur Fiskistofu er yfir 800 milljónir króna á ári skv fjárlögum. Þetta er ekki prentvilla, 800 milljónir. Hlutverk hennar er að vera einhvers konar Interpol sem stendur vörð um það sem sægreifarnir eiga. Við erum sum sé að greiða skatta sem fara í löggæslu fyrir eitthvað sem við eigum ekkert í. Við vitum öll að það eru örfáir sem hafa eignarrétt á fisknum. Þrátt fyrir dóm Mannréttindadómstóls Sameinuðu þjóðanna þá höfum við ekkert tilkall til þessarar auðlindar. Því er það eðlileg spurning hvort réttlátt sé að við séum látin greiða um sextíu og sex milljónir á mánuði í eitthvað sem við eigum ekkert í og fáum engan arð af? Þetta er svipað og við færum að borga löggæslu fyrir allar Bónusbúðirnar. Höfundur er áhugamanneskja um íslenska velferð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Sjá meira
Það er óhætt að segja að þjóðfélagið hafi tekið á sig nýja mynd síðustu daga. Reiðin sem kraumað hefur meðal almennings frá því í haust hefur nú brotist út og harka færst í mótælin. Það er ekki að undra að málin hafi þróast eins og raun ber vitni. Það er í raun með ólíkindum að sú samfélagsmynd sem við blasti fyrir ári síðan sé hrunin og allt sé komið í kalda kol. Það er niðurskurður hér og þar og það sem áður var hluti af samfélagsþjónustunni þarf nú að greiða fyrir. Gamalt fólk er flutt gráti nær hreppaflutningum og í raun má segja að með fyrirhugðum aðgerðum innan heilbrigðiskerfisins sé Ísland ekki lengur það velferðarsamfélag sem við höfum státað okkur af fram að þessu. Allt er þetta gert í nafni hagræðingar. En hvernig á fólk sem náði varla endum saman áður að fara að í dag þegar borga þarf fyrir nánast allt í heilbrigðisþjónustunni, líka fyrir að leggjast inn? Mig langar að fara yfir nokkrar staðreyndir þegar kemur að eyðslu skattpeninganna og forgangsröðun ráðamanna þar sem velferð borgaranna virðist ekki vera í fyrirrúmi. Í yfir tuttugu ár hefur Hafrannsóknarstofnun reiknað okkur niður í nánast ekki neitt þegar kemur að úthlutun aflaheimilda. Eftir sem áður sitja Jóhann Sigurjónsson og postular hans sem fastast í sínum fílabeinsturni og hleypa engum óviðkomandi að störfum sínum. Þeir fá af fjárlögum greiddar 1500 milljónir fyrir vikið og ólukka að sú fjárhæð er því miður ekki árangurstengd. Ef við skoðum Hafró nú í samanburði við fíkniefnalögregluna þá fær hún um 400 milljónir af fjárlögum, sem skiptist bæði á Suðurnesin og höfuðborgarsvæðið. Hver er svo þeirra hlutverk? Jú að ná þeim sem eru að flytja inn og selja efni sem hefur lagt ófáan Íslendinginn í valinn og ótal heimili í landinu í rúst. Þetta er að mati yfirvalda ekki merkilegt, a.m.k ekki í samanburði við störf Hafrannsóknarstofnunar. Ein mesta ósvífni af hálfu ríkisvaldsins er þó Fiskistofa, stofnun sem rekin er af skattborgurum landsins í þeim tilgangi að vernda eitthvað sem örfáir einstaklingar eiga. Sjávarauðlindina. Starfsmenn þar eru áttatíu og tveir með ellefu bíla til afnota. Rekstur Fiskistofu er yfir 800 milljónir króna á ári skv fjárlögum. Þetta er ekki prentvilla, 800 milljónir. Hlutverk hennar er að vera einhvers konar Interpol sem stendur vörð um það sem sægreifarnir eiga. Við erum sum sé að greiða skatta sem fara í löggæslu fyrir eitthvað sem við eigum ekkert í. Við vitum öll að það eru örfáir sem hafa eignarrétt á fisknum. Þrátt fyrir dóm Mannréttindadómstóls Sameinuðu þjóðanna þá höfum við ekkert tilkall til þessarar auðlindar. Því er það eðlileg spurning hvort réttlátt sé að við séum látin greiða um sextíu og sex milljónir á mánuði í eitthvað sem við eigum ekkert í og fáum engan arð af? Þetta er svipað og við færum að borga löggæslu fyrir allar Bónusbúðirnar. Höfundur er áhugamanneskja um íslenska velferð.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun