Röng forgangsröðun Kristín Arnberg skrifar 18. febrúar 2009 13:02 Það er óhætt að segja að þjóðfélagið hafi tekið á sig nýja mynd síðustu daga. Reiðin sem kraumað hefur meðal almennings frá því í haust hefur nú brotist út og harka færst í mótælin. Það er ekki að undra að málin hafi þróast eins og raun ber vitni. Það er í raun með ólíkindum að sú samfélagsmynd sem við blasti fyrir ári síðan sé hrunin og allt sé komið í kalda kol. Það er niðurskurður hér og þar og það sem áður var hluti af samfélagsþjónustunni þarf nú að greiða fyrir. Gamalt fólk er flutt gráti nær hreppaflutningum og í raun má segja að með fyrirhugðum aðgerðum innan heilbrigðiskerfisins sé Ísland ekki lengur það velferðarsamfélag sem við höfum státað okkur af fram að þessu. Allt er þetta gert í nafni hagræðingar. En hvernig á fólk sem náði varla endum saman áður að fara að í dag þegar borga þarf fyrir nánast allt í heilbrigðisþjónustunni, líka fyrir að leggjast inn? Mig langar að fara yfir nokkrar staðreyndir þegar kemur að eyðslu skattpeninganna og forgangsröðun ráðamanna þar sem velferð borgaranna virðist ekki vera í fyrirrúmi. Í yfir tuttugu ár hefur Hafrannsóknarstofnun reiknað okkur niður í nánast ekki neitt þegar kemur að úthlutun aflaheimilda. Eftir sem áður sitja Jóhann Sigurjónsson og postular hans sem fastast í sínum fílabeinsturni og hleypa engum óviðkomandi að störfum sínum. Þeir fá af fjárlögum greiddar 1500 milljónir fyrir vikið og ólukka að sú fjárhæð er því miður ekki árangurstengd. Ef við skoðum Hafró nú í samanburði við fíkniefnalögregluna þá fær hún um 400 milljónir af fjárlögum, sem skiptist bæði á Suðurnesin og höfuðborgarsvæðið. Hver er svo þeirra hlutverk? Jú að ná þeim sem eru að flytja inn og selja efni sem hefur lagt ófáan Íslendinginn í valinn og ótal heimili í landinu í rúst. Þetta er að mati yfirvalda ekki merkilegt, a.m.k ekki í samanburði við störf Hafrannsóknarstofnunar. Ein mesta ósvífni af hálfu ríkisvaldsins er þó Fiskistofa, stofnun sem rekin er af skattborgurum landsins í þeim tilgangi að vernda eitthvað sem örfáir einstaklingar eiga. Sjávarauðlindina. Starfsmenn þar eru áttatíu og tveir með ellefu bíla til afnota. Rekstur Fiskistofu er yfir 800 milljónir króna á ári skv fjárlögum. Þetta er ekki prentvilla, 800 milljónir. Hlutverk hennar er að vera einhvers konar Interpol sem stendur vörð um það sem sægreifarnir eiga. Við erum sum sé að greiða skatta sem fara í löggæslu fyrir eitthvað sem við eigum ekkert í. Við vitum öll að það eru örfáir sem hafa eignarrétt á fisknum. Þrátt fyrir dóm Mannréttindadómstóls Sameinuðu þjóðanna þá höfum við ekkert tilkall til þessarar auðlindar. Því er það eðlileg spurning hvort réttlátt sé að við séum látin greiða um sextíu og sex milljónir á mánuði í eitthvað sem við eigum ekkert í og fáum engan arð af? Þetta er svipað og við færum að borga löggæslu fyrir allar Bónusbúðirnar. Höfundur er áhugamanneskja um íslenska velferð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Það er óhætt að segja að þjóðfélagið hafi tekið á sig nýja mynd síðustu daga. Reiðin sem kraumað hefur meðal almennings frá því í haust hefur nú brotist út og harka færst í mótælin. Það er ekki að undra að málin hafi þróast eins og raun ber vitni. Það er í raun með ólíkindum að sú samfélagsmynd sem við blasti fyrir ári síðan sé hrunin og allt sé komið í kalda kol. Það er niðurskurður hér og þar og það sem áður var hluti af samfélagsþjónustunni þarf nú að greiða fyrir. Gamalt fólk er flutt gráti nær hreppaflutningum og í raun má segja að með fyrirhugðum aðgerðum innan heilbrigðiskerfisins sé Ísland ekki lengur það velferðarsamfélag sem við höfum státað okkur af fram að þessu. Allt er þetta gert í nafni hagræðingar. En hvernig á fólk sem náði varla endum saman áður að fara að í dag þegar borga þarf fyrir nánast allt í heilbrigðisþjónustunni, líka fyrir að leggjast inn? Mig langar að fara yfir nokkrar staðreyndir þegar kemur að eyðslu skattpeninganna og forgangsröðun ráðamanna þar sem velferð borgaranna virðist ekki vera í fyrirrúmi. Í yfir tuttugu ár hefur Hafrannsóknarstofnun reiknað okkur niður í nánast ekki neitt þegar kemur að úthlutun aflaheimilda. Eftir sem áður sitja Jóhann Sigurjónsson og postular hans sem fastast í sínum fílabeinsturni og hleypa engum óviðkomandi að störfum sínum. Þeir fá af fjárlögum greiddar 1500 milljónir fyrir vikið og ólukka að sú fjárhæð er því miður ekki árangurstengd. Ef við skoðum Hafró nú í samanburði við fíkniefnalögregluna þá fær hún um 400 milljónir af fjárlögum, sem skiptist bæði á Suðurnesin og höfuðborgarsvæðið. Hver er svo þeirra hlutverk? Jú að ná þeim sem eru að flytja inn og selja efni sem hefur lagt ófáan Íslendinginn í valinn og ótal heimili í landinu í rúst. Þetta er að mati yfirvalda ekki merkilegt, a.m.k ekki í samanburði við störf Hafrannsóknarstofnunar. Ein mesta ósvífni af hálfu ríkisvaldsins er þó Fiskistofa, stofnun sem rekin er af skattborgurum landsins í þeim tilgangi að vernda eitthvað sem örfáir einstaklingar eiga. Sjávarauðlindina. Starfsmenn þar eru áttatíu og tveir með ellefu bíla til afnota. Rekstur Fiskistofu er yfir 800 milljónir króna á ári skv fjárlögum. Þetta er ekki prentvilla, 800 milljónir. Hlutverk hennar er að vera einhvers konar Interpol sem stendur vörð um það sem sægreifarnir eiga. Við erum sum sé að greiða skatta sem fara í löggæslu fyrir eitthvað sem við eigum ekkert í. Við vitum öll að það eru örfáir sem hafa eignarrétt á fisknum. Þrátt fyrir dóm Mannréttindadómstóls Sameinuðu þjóðanna þá höfum við ekkert tilkall til þessarar auðlindar. Því er það eðlileg spurning hvort réttlátt sé að við séum látin greiða um sextíu og sex milljónir á mánuði í eitthvað sem við eigum ekkert í og fáum engan arð af? Þetta er svipað og við færum að borga löggæslu fyrir allar Bónusbúðirnar. Höfundur er áhugamanneskja um íslenska velferð.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar