Röng forgangsröðun Kristín Arnberg skrifar 18. febrúar 2009 13:02 Það er óhætt að segja að þjóðfélagið hafi tekið á sig nýja mynd síðustu daga. Reiðin sem kraumað hefur meðal almennings frá því í haust hefur nú brotist út og harka færst í mótælin. Það er ekki að undra að málin hafi þróast eins og raun ber vitni. Það er í raun með ólíkindum að sú samfélagsmynd sem við blasti fyrir ári síðan sé hrunin og allt sé komið í kalda kol. Það er niðurskurður hér og þar og það sem áður var hluti af samfélagsþjónustunni þarf nú að greiða fyrir. Gamalt fólk er flutt gráti nær hreppaflutningum og í raun má segja að með fyrirhugðum aðgerðum innan heilbrigðiskerfisins sé Ísland ekki lengur það velferðarsamfélag sem við höfum státað okkur af fram að þessu. Allt er þetta gert í nafni hagræðingar. En hvernig á fólk sem náði varla endum saman áður að fara að í dag þegar borga þarf fyrir nánast allt í heilbrigðisþjónustunni, líka fyrir að leggjast inn? Mig langar að fara yfir nokkrar staðreyndir þegar kemur að eyðslu skattpeninganna og forgangsröðun ráðamanna þar sem velferð borgaranna virðist ekki vera í fyrirrúmi. Í yfir tuttugu ár hefur Hafrannsóknarstofnun reiknað okkur niður í nánast ekki neitt þegar kemur að úthlutun aflaheimilda. Eftir sem áður sitja Jóhann Sigurjónsson og postular hans sem fastast í sínum fílabeinsturni og hleypa engum óviðkomandi að störfum sínum. Þeir fá af fjárlögum greiddar 1500 milljónir fyrir vikið og ólukka að sú fjárhæð er því miður ekki árangurstengd. Ef við skoðum Hafró nú í samanburði við fíkniefnalögregluna þá fær hún um 400 milljónir af fjárlögum, sem skiptist bæði á Suðurnesin og höfuðborgarsvæðið. Hver er svo þeirra hlutverk? Jú að ná þeim sem eru að flytja inn og selja efni sem hefur lagt ófáan Íslendinginn í valinn og ótal heimili í landinu í rúst. Þetta er að mati yfirvalda ekki merkilegt, a.m.k ekki í samanburði við störf Hafrannsóknarstofnunar. Ein mesta ósvífni af hálfu ríkisvaldsins er þó Fiskistofa, stofnun sem rekin er af skattborgurum landsins í þeim tilgangi að vernda eitthvað sem örfáir einstaklingar eiga. Sjávarauðlindina. Starfsmenn þar eru áttatíu og tveir með ellefu bíla til afnota. Rekstur Fiskistofu er yfir 800 milljónir króna á ári skv fjárlögum. Þetta er ekki prentvilla, 800 milljónir. Hlutverk hennar er að vera einhvers konar Interpol sem stendur vörð um það sem sægreifarnir eiga. Við erum sum sé að greiða skatta sem fara í löggæslu fyrir eitthvað sem við eigum ekkert í. Við vitum öll að það eru örfáir sem hafa eignarrétt á fisknum. Þrátt fyrir dóm Mannréttindadómstóls Sameinuðu þjóðanna þá höfum við ekkert tilkall til þessarar auðlindar. Því er það eðlileg spurning hvort réttlátt sé að við séum látin greiða um sextíu og sex milljónir á mánuði í eitthvað sem við eigum ekkert í og fáum engan arð af? Þetta er svipað og við færum að borga löggæslu fyrir allar Bónusbúðirnar. Höfundur er áhugamanneskja um íslenska velferð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Sjá meira
Það er óhætt að segja að þjóðfélagið hafi tekið á sig nýja mynd síðustu daga. Reiðin sem kraumað hefur meðal almennings frá því í haust hefur nú brotist út og harka færst í mótælin. Það er ekki að undra að málin hafi þróast eins og raun ber vitni. Það er í raun með ólíkindum að sú samfélagsmynd sem við blasti fyrir ári síðan sé hrunin og allt sé komið í kalda kol. Það er niðurskurður hér og þar og það sem áður var hluti af samfélagsþjónustunni þarf nú að greiða fyrir. Gamalt fólk er flutt gráti nær hreppaflutningum og í raun má segja að með fyrirhugðum aðgerðum innan heilbrigðiskerfisins sé Ísland ekki lengur það velferðarsamfélag sem við höfum státað okkur af fram að þessu. Allt er þetta gert í nafni hagræðingar. En hvernig á fólk sem náði varla endum saman áður að fara að í dag þegar borga þarf fyrir nánast allt í heilbrigðisþjónustunni, líka fyrir að leggjast inn? Mig langar að fara yfir nokkrar staðreyndir þegar kemur að eyðslu skattpeninganna og forgangsröðun ráðamanna þar sem velferð borgaranna virðist ekki vera í fyrirrúmi. Í yfir tuttugu ár hefur Hafrannsóknarstofnun reiknað okkur niður í nánast ekki neitt þegar kemur að úthlutun aflaheimilda. Eftir sem áður sitja Jóhann Sigurjónsson og postular hans sem fastast í sínum fílabeinsturni og hleypa engum óviðkomandi að störfum sínum. Þeir fá af fjárlögum greiddar 1500 milljónir fyrir vikið og ólukka að sú fjárhæð er því miður ekki árangurstengd. Ef við skoðum Hafró nú í samanburði við fíkniefnalögregluna þá fær hún um 400 milljónir af fjárlögum, sem skiptist bæði á Suðurnesin og höfuðborgarsvæðið. Hver er svo þeirra hlutverk? Jú að ná þeim sem eru að flytja inn og selja efni sem hefur lagt ófáan Íslendinginn í valinn og ótal heimili í landinu í rúst. Þetta er að mati yfirvalda ekki merkilegt, a.m.k ekki í samanburði við störf Hafrannsóknarstofnunar. Ein mesta ósvífni af hálfu ríkisvaldsins er þó Fiskistofa, stofnun sem rekin er af skattborgurum landsins í þeim tilgangi að vernda eitthvað sem örfáir einstaklingar eiga. Sjávarauðlindina. Starfsmenn þar eru áttatíu og tveir með ellefu bíla til afnota. Rekstur Fiskistofu er yfir 800 milljónir króna á ári skv fjárlögum. Þetta er ekki prentvilla, 800 milljónir. Hlutverk hennar er að vera einhvers konar Interpol sem stendur vörð um það sem sægreifarnir eiga. Við erum sum sé að greiða skatta sem fara í löggæslu fyrir eitthvað sem við eigum ekkert í. Við vitum öll að það eru örfáir sem hafa eignarrétt á fisknum. Þrátt fyrir dóm Mannréttindadómstóls Sameinuðu þjóðanna þá höfum við ekkert tilkall til þessarar auðlindar. Því er það eðlileg spurning hvort réttlátt sé að við séum látin greiða um sextíu og sex milljónir á mánuði í eitthvað sem við eigum ekkert í og fáum engan arð af? Þetta er svipað og við færum að borga löggæslu fyrir allar Bónusbúðirnar. Höfundur er áhugamanneskja um íslenska velferð.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun