Innlent

Umræðu um Icesave framhaldið

Frá Alþingi.
Frá Alþingi. Mynd/GVA
Annarri umræðu um frumvarp ríkisstjórnarinnar um ríkisábyrgð vegna Icesave reikninga Landsbankans verður framhaldið á Alþingi í dag. Í frumvarpinu er lagt til að gerðar verði breytingar á lögum og fyrirvörum sem samþykkt voru í sumar.

Þingmenn ræddu um frumvarpið langt fram á kvöld síðastliðinn fimmtudag en svokallaðir kjördæmadagar voru í gær og föstudag og því voru ekki hefðbundnir þingfundir haldnir á sama tíma.

Að loknum óundirbúnum fyrirspurnatíma klukkan tvö í dag fer fram umræða utan dagskrár um verkaskiptingu milli heilbrigðisráðuneytis og félags- og tryggingamálaráðuneytis vegna hjúkrunarheimila að beiðni Sivjar Friðleifsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins.

Í kjölfarið hefst umræðan um Icesave á nýjan leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×