Banki leiðréttir bílalán í erlendri mynt 27. október 2009 06:00 „Við höfum fundið fyrir mikilli þörf á lausnum vegna bílalána einstaklinga," segir Una Steinsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Íslandsbanka. Bankinn mun kynna leið fyrir viðskiptavini bankans sem felur í sér leiðréttingu á höfuðstóli bílalána í erlendri mynt auk breytinga á höfuðstóli verðtryggðra bílalána og bílasamninga í íslenskum krónum. Íslandsbanki kynnti fyrir mánuði leiðréttingu á höfuðstóli fasteignalána, fyrstur fjármálafyrirtækja. Fljótlega í kjölfar þess var að sögn Unu farið að skoða möguleika á höfuðstólsleiðréttingu bílalána. Leiðrétting Íslandsbanka felur í sér að erlend bílalán færast yfir í íslenskar krónur á breytilegum óverðtryggðum 10,5 prósenta vöxtum fyrsta árið. Þá stendur viðskiptavinum bankans til boða að lengja greiðslutíma lánsins að hámarki um 75 prósent af þeim fjölda greiðslna sem eftir er af láninu. Það getur þó aldrei orðið meira en þrjú ár. Við breytinguna er miðað við myntkörfugengi fyrir um það bil ári en reiknað er með að höfuðstóll bílalána í erlendri mynt lækki um 23 prósent að meðaltali miðað við gengið 20. október síðastliðinn. Höfuðstólsleiðrétting bankans verður í boði samhliða úrræðum stjórnvalda vegna skuldavanda heimilanna sem fór í gegnum Alþingi á föstudag og tekur gildi um mánaðamótin. „Þetta er í raun annar valkostur en greiðslujöfnunarúrræði ríkisins og það má segja að leiðréttingin nýtist þeim best sem vilja selja bifreið og greiða upp lán, eða þeim sem vilja eyða gengisáhættu og færa skuld sína í íslenskar krónur," segir Una. Landsbankinn og Kaupþing hafa ekki fjármagnað bílakaup viðskiptavina sinna með sama hætti og Íslandsbanki. Avant, Lýsing og SP-Fjármögnun vísa öll til greiðsluúrræða stjórnvalda um mánaðamótin á vefsíðum sínum auk annarra úrræða fyrir viðskiptavini. Á meðal þeirra er lenging lána, greiðsla kröfu eða skil á bílnum upp í skuld.jonab@frettabladid.is Mest lesið Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Sjá meira
„Við höfum fundið fyrir mikilli þörf á lausnum vegna bílalána einstaklinga," segir Una Steinsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Íslandsbanka. Bankinn mun kynna leið fyrir viðskiptavini bankans sem felur í sér leiðréttingu á höfuðstóli bílalána í erlendri mynt auk breytinga á höfuðstóli verðtryggðra bílalána og bílasamninga í íslenskum krónum. Íslandsbanki kynnti fyrir mánuði leiðréttingu á höfuðstóli fasteignalána, fyrstur fjármálafyrirtækja. Fljótlega í kjölfar þess var að sögn Unu farið að skoða möguleika á höfuðstólsleiðréttingu bílalána. Leiðrétting Íslandsbanka felur í sér að erlend bílalán færast yfir í íslenskar krónur á breytilegum óverðtryggðum 10,5 prósenta vöxtum fyrsta árið. Þá stendur viðskiptavinum bankans til boða að lengja greiðslutíma lánsins að hámarki um 75 prósent af þeim fjölda greiðslna sem eftir er af láninu. Það getur þó aldrei orðið meira en þrjú ár. Við breytinguna er miðað við myntkörfugengi fyrir um það bil ári en reiknað er með að höfuðstóll bílalána í erlendri mynt lækki um 23 prósent að meðaltali miðað við gengið 20. október síðastliðinn. Höfuðstólsleiðrétting bankans verður í boði samhliða úrræðum stjórnvalda vegna skuldavanda heimilanna sem fór í gegnum Alþingi á föstudag og tekur gildi um mánaðamótin. „Þetta er í raun annar valkostur en greiðslujöfnunarúrræði ríkisins og það má segja að leiðréttingin nýtist þeim best sem vilja selja bifreið og greiða upp lán, eða þeim sem vilja eyða gengisáhættu og færa skuld sína í íslenskar krónur," segir Una. Landsbankinn og Kaupþing hafa ekki fjármagnað bílakaup viðskiptavina sinna með sama hætti og Íslandsbanki. Avant, Lýsing og SP-Fjármögnun vísa öll til greiðsluúrræða stjórnvalda um mánaðamótin á vefsíðum sínum auk annarra úrræða fyrir viðskiptavini. Á meðal þeirra er lenging lána, greiðsla kröfu eða skil á bílnum upp í skuld.jonab@frettabladid.is
Mest lesið Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Sjá meira