Viðskipti innlent

Komum farþega fækkar um 21,4% milli ára

Samtals komu 633 þúsund farþegar til landsins um Keflavíkurflugvöll í janúar- október 2009 borið saman við 806 þúsund farþega í janúar-október 2008. Þetta er 21,4% samdráttur.

Þetta kemur fram í hagvísum Hagstofunnar. Þar segir að síðastliðna 12 mánuði, til loka október, komu 714 þúsund farþegar til landsins og er það 22,6% samdráttur frá 12 mánuðum þar á undan.

Þessar tölur endurspegla minnkandi utanlandsferðir Íslendinga á þessu ári því aður hefur komið fram að komum erlendra ferðamanna hefur aðeins fækkað um innan við 2% í ár m.v. við árið í fyrra.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×