Enski boltinn

Úlfarnir í úrvalsdeildina

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Stuðningsmenn Wolves fagna úrvalsdeildarsætinu.
Stuðningsmenn Wolves fagna úrvalsdeildarsætinu. Nordic Photos / Getty Images
Wolverhampton Wolves tryggði sér í dag sæti í ensku úrvalsdeildinni með sigri á QPR, 1-0. Það var Sylvan Ebanks-Blake sem skoraði eina mark leiksins.

Ebanks-Blake hefur farið á kostum með Wolves í vetur en þetta var hans 25. mark í deildinni.

Heiðar Helguson lék allan leikinn fyrir QPR.

Coventry tapaði fyrir Notthingham Forest, 1-0. Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn fyrir Coventry.

Reading gerði markalaust jafntefli við Barnsley. Brynjar Björn Gunnarsson og Ívar Ingimarsson léku ekki með Reading vegna meiðsla.

Wolves er í efsta sæti deildarinnar með 86 stig. Birmingham kemust næst með 80 stig, fjórum stigum á undan Sheffield United. Cardiff, Reading og Burnley koma þar á eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×