Afturelding tryggði sér oddaleik Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. apríl 2009 19:15 Ásgeir Jónsson, leikmaður Aftureldingar, brýst í gegnum vörn Stjörnunnar. Það mun ráðast í oddaleik á mánudagskvöldið hvort það verður Afturelding eða Stjarnan sem leikur í N1-deild karla á næstu leiktíð. Liðin eigast við í hreinni úrslitarimmu um hvort liðið leikur í efstu deild á næstu leiktíð. Stjarnan vann fyrstu viðureign liðanna, 28-24, og Afturelding hafði stórsigur í kvöld, 32-22. Leiknum var lýst beint hér á Vísi og má lesa lýsinguna hér fyrir neðan.21.01 - Leik lokið: Afturelding - Stjarnan 32-22 Formsatriði fyrir heimamenn að klára þennan leik. Eftir að Stjarnan komst í 6-5 forystu um miðbik fyrri hálfleiks og heimamenn skoruðu þá fimm mörk í röð litu þeir aldrei um öxl. Yfirburðir heimamanna voru miklir, sérstaklega í síðari hálfleik.Mörk Aftureldingar: Hilmar Stefánsson 7/2 Jóhann Jóhannson 7/1 Bjarni Þórðarson 5 Þrándur Gíslason 3 Ásgeir Jónsson 2 Jón Andri Helgason 2 Attila Valaczkai 2 Reynir Ingi Árnason 1Varin skot: Smári Guðfinsson 15 Kristófer Guðmundsson 1/1Mörk Stjörnunnar: Björgvin Hólmgeirsson 10 Daníel Einarsson 5 Fannar Þorbjörnsson 2 Guðni Már Kristinsson 2 Jón Heiðar Gunnarsson 1 Kristján Kristjánsson 1 Guðmundur Guðmundsson 1Varin skot: Þorgils Orri Jónsson 6 Roland Eradze 2 56. mínúta: Afturelding - Stjarnan 29-19 Heimamenn eru að klára þetta. Tvö hraðaupphlaupsmörk í röð og munurinn orðinn tíu mörk. 50. mínúta: Afturelding - Stjarnan 25-17 Seiglan í liði Aftureldingar er gríðarlega mikil. Það er sama hvað Stjörnumenn reyna að koma sér aftur inn í leikinn, þeir rauðklæddu viðrast alltaf eiga svar.45. mínúta: Afturelding - Stjarnan 22-15 Þetta er ekki búið enn. Stjörnumenn neita að játa sig sigraða og hafa gefið í í sóknarleiknum. Björgvin Björgvinsson fer þar mikinn sem fyrr og hefur skorað átta mörk til þessa í leiknum.41. mínúta: Afturelding - Stjarnan 20-12 Smári Guðfinsson var að verja sitt tíunda skot fyrir Aftureldingu. Hann hefur verið gríðarlega öflugur í kvöld.37. mínúta: Afturelding - Stjarnan 20-10 Gestirnir taka leikhlé enda eru Mosfellingar að slátra þeim hér í upphafi síðari hálfleiks. Varnarleikur Stjörnunnar er horfinn. 35. mínúta: Afturelding - Stjarnan 18-9 Fjögur mörk hjá Aftureldingu í röð í upphafi síðari hálfleiks. Þvílík keyrsla á Mosfellingum.20.11 - Hálfleikur: Afturelding - Stjarnan 14-9 Heimamenn hafa náð sér virkilega vel á strik, sérstaklega í síðari hluta hálfleiksins. Vörn og markvarsla hefur verið í ágætu lagi. Gestirnir úr Garðabænum hafa lagað sóknarleikinn eitthvað eftir því sem á hefur liðið. Enn fimm marka sanngjörn forysta heimamanna í hálfleik.27. mínúta: Afturelding - Stjarnan 11-8 Stjörnumenn skoruðu tvö í röð en heimamenn náðu að svara og endurheimta þriggja marka forystu.23. mínúta: Afturelding - Stjarnan 10-6 Jóhann Jóhannsson hefur skorað þrjú af síðustu fimm mörkum Aftureldingar af mikilli seiglu og eru heimamenn komnir í fjögurramarka forystu. 22. mínúta: Afturelding - Stjarnan 7-6 Stjörnumenn komust yfir, 6-5, en þá kom ekkert mark í fimm mínútur. Heimamenn hafa verið öflugir í vörninni og uppskáru eftir því og hafa endurheimt forystuna. 16. mínúta: Afturelding - Stjarnan 5-5 Stjörnumenn eru greinilega vaknaðir til lífsins og búnir að hrista af sér slenið frá því í byrjun leiks. Þeir skora þrjú mörk gegn einu og jafna metin, 5-5. Björgvin skoraði fyrstu fjögur mörk Stjörnunnar.12. mínúta: Afturelding - Stjarnan 4-2 Stjarnan var tæpar tólf mínútur að skora annað mark sitt í leiknum en ekkert hefur gengið í sóknnni. Björgvin var aftur þar að verki og hefur hann því skorað bæði mörk gestanna. Það er enn gríðarmikil stemning í húsinu og nánast öll á bandi heimamanna.8. mínúta: Afturelding - Stjarnan 3-1 Ekkert var skorað í fimm mínútur þar til að Hilmar Stefánsson skoraði með góðu langskoti fyrir heimamenn. Ekkert gengur hjá gestunum í sókninni.3. mínúta: Afturelding - Stjarnan 2-1 Leikurinn hefst með miklum látum og komust heimamenn í 2-0. Björgvin Björgvinsson svaraði með neglu.19.25 Gamlar hetjur Hér voru boðnir velkomnir þeir leikmenn Aftureldingar sem mættu Stjörnunni í úrslitakeppni í sæti í gömlu 2. deildinni árið 1979. Þeir voru sæmdir heiðursmerki félagsins. Afturelding vann þá Stjörnuna í þeirri rimmu. 19.15 Velkomin til leiks! Vísir heilsar hér úr Mosfellsbæ þar sem leikur Stjörnunnar og Aftureldingar fer senn að hefjast. Leikurinn fer fram í gamla íþróttahúsinu og er stemningin á pöllunum hreint ótrúleg! Stuðningsmenn Aftureldingar eru margir og láta vel í sér heyra. Syngja söngva og tralla. Stemningin gefur þeirri sem ríkti hér í þessu húsi á gullaldartímabili Aftureldingar fyrir áratug eða svo nákvæmlega ekkert eftir. Olís-deild karla Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Sjá meira
Það mun ráðast í oddaleik á mánudagskvöldið hvort það verður Afturelding eða Stjarnan sem leikur í N1-deild karla á næstu leiktíð. Liðin eigast við í hreinni úrslitarimmu um hvort liðið leikur í efstu deild á næstu leiktíð. Stjarnan vann fyrstu viðureign liðanna, 28-24, og Afturelding hafði stórsigur í kvöld, 32-22. Leiknum var lýst beint hér á Vísi og má lesa lýsinguna hér fyrir neðan.21.01 - Leik lokið: Afturelding - Stjarnan 32-22 Formsatriði fyrir heimamenn að klára þennan leik. Eftir að Stjarnan komst í 6-5 forystu um miðbik fyrri hálfleiks og heimamenn skoruðu þá fimm mörk í röð litu þeir aldrei um öxl. Yfirburðir heimamanna voru miklir, sérstaklega í síðari hálfleik.Mörk Aftureldingar: Hilmar Stefánsson 7/2 Jóhann Jóhannson 7/1 Bjarni Þórðarson 5 Þrándur Gíslason 3 Ásgeir Jónsson 2 Jón Andri Helgason 2 Attila Valaczkai 2 Reynir Ingi Árnason 1Varin skot: Smári Guðfinsson 15 Kristófer Guðmundsson 1/1Mörk Stjörnunnar: Björgvin Hólmgeirsson 10 Daníel Einarsson 5 Fannar Þorbjörnsson 2 Guðni Már Kristinsson 2 Jón Heiðar Gunnarsson 1 Kristján Kristjánsson 1 Guðmundur Guðmundsson 1Varin skot: Þorgils Orri Jónsson 6 Roland Eradze 2 56. mínúta: Afturelding - Stjarnan 29-19 Heimamenn eru að klára þetta. Tvö hraðaupphlaupsmörk í röð og munurinn orðinn tíu mörk. 50. mínúta: Afturelding - Stjarnan 25-17 Seiglan í liði Aftureldingar er gríðarlega mikil. Það er sama hvað Stjörnumenn reyna að koma sér aftur inn í leikinn, þeir rauðklæddu viðrast alltaf eiga svar.45. mínúta: Afturelding - Stjarnan 22-15 Þetta er ekki búið enn. Stjörnumenn neita að játa sig sigraða og hafa gefið í í sóknarleiknum. Björgvin Björgvinsson fer þar mikinn sem fyrr og hefur skorað átta mörk til þessa í leiknum.41. mínúta: Afturelding - Stjarnan 20-12 Smári Guðfinsson var að verja sitt tíunda skot fyrir Aftureldingu. Hann hefur verið gríðarlega öflugur í kvöld.37. mínúta: Afturelding - Stjarnan 20-10 Gestirnir taka leikhlé enda eru Mosfellingar að slátra þeim hér í upphafi síðari hálfleiks. Varnarleikur Stjörnunnar er horfinn. 35. mínúta: Afturelding - Stjarnan 18-9 Fjögur mörk hjá Aftureldingu í röð í upphafi síðari hálfleiks. Þvílík keyrsla á Mosfellingum.20.11 - Hálfleikur: Afturelding - Stjarnan 14-9 Heimamenn hafa náð sér virkilega vel á strik, sérstaklega í síðari hluta hálfleiksins. Vörn og markvarsla hefur verið í ágætu lagi. Gestirnir úr Garðabænum hafa lagað sóknarleikinn eitthvað eftir því sem á hefur liðið. Enn fimm marka sanngjörn forysta heimamanna í hálfleik.27. mínúta: Afturelding - Stjarnan 11-8 Stjörnumenn skoruðu tvö í röð en heimamenn náðu að svara og endurheimta þriggja marka forystu.23. mínúta: Afturelding - Stjarnan 10-6 Jóhann Jóhannsson hefur skorað þrjú af síðustu fimm mörkum Aftureldingar af mikilli seiglu og eru heimamenn komnir í fjögurramarka forystu. 22. mínúta: Afturelding - Stjarnan 7-6 Stjörnumenn komust yfir, 6-5, en þá kom ekkert mark í fimm mínútur. Heimamenn hafa verið öflugir í vörninni og uppskáru eftir því og hafa endurheimt forystuna. 16. mínúta: Afturelding - Stjarnan 5-5 Stjörnumenn eru greinilega vaknaðir til lífsins og búnir að hrista af sér slenið frá því í byrjun leiks. Þeir skora þrjú mörk gegn einu og jafna metin, 5-5. Björgvin skoraði fyrstu fjögur mörk Stjörnunnar.12. mínúta: Afturelding - Stjarnan 4-2 Stjarnan var tæpar tólf mínútur að skora annað mark sitt í leiknum en ekkert hefur gengið í sóknnni. Björgvin var aftur þar að verki og hefur hann því skorað bæði mörk gestanna. Það er enn gríðarmikil stemning í húsinu og nánast öll á bandi heimamanna.8. mínúta: Afturelding - Stjarnan 3-1 Ekkert var skorað í fimm mínútur þar til að Hilmar Stefánsson skoraði með góðu langskoti fyrir heimamenn. Ekkert gengur hjá gestunum í sókninni.3. mínúta: Afturelding - Stjarnan 2-1 Leikurinn hefst með miklum látum og komust heimamenn í 2-0. Björgvin Björgvinsson svaraði með neglu.19.25 Gamlar hetjur Hér voru boðnir velkomnir þeir leikmenn Aftureldingar sem mættu Stjörnunni í úrslitakeppni í sæti í gömlu 2. deildinni árið 1979. Þeir voru sæmdir heiðursmerki félagsins. Afturelding vann þá Stjörnuna í þeirri rimmu. 19.15 Velkomin til leiks! Vísir heilsar hér úr Mosfellsbæ þar sem leikur Stjörnunnar og Aftureldingar fer senn að hefjast. Leikurinn fer fram í gamla íþróttahúsinu og er stemningin á pöllunum hreint ótrúleg! Stuðningsmenn Aftureldingar eru margir og láta vel í sér heyra. Syngja söngva og tralla. Stemningin gefur þeirri sem ríkti hér í þessu húsi á gullaldartímabili Aftureldingar fyrir áratug eða svo nákvæmlega ekkert eftir.
Olís-deild karla Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Sjá meira