Afturelding tryggði sér oddaleik Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. apríl 2009 19:15 Ásgeir Jónsson, leikmaður Aftureldingar, brýst í gegnum vörn Stjörnunnar. Það mun ráðast í oddaleik á mánudagskvöldið hvort það verður Afturelding eða Stjarnan sem leikur í N1-deild karla á næstu leiktíð. Liðin eigast við í hreinni úrslitarimmu um hvort liðið leikur í efstu deild á næstu leiktíð. Stjarnan vann fyrstu viðureign liðanna, 28-24, og Afturelding hafði stórsigur í kvöld, 32-22. Leiknum var lýst beint hér á Vísi og má lesa lýsinguna hér fyrir neðan.21.01 - Leik lokið: Afturelding - Stjarnan 32-22 Formsatriði fyrir heimamenn að klára þennan leik. Eftir að Stjarnan komst í 6-5 forystu um miðbik fyrri hálfleiks og heimamenn skoruðu þá fimm mörk í röð litu þeir aldrei um öxl. Yfirburðir heimamanna voru miklir, sérstaklega í síðari hálfleik.Mörk Aftureldingar: Hilmar Stefánsson 7/2 Jóhann Jóhannson 7/1 Bjarni Þórðarson 5 Þrándur Gíslason 3 Ásgeir Jónsson 2 Jón Andri Helgason 2 Attila Valaczkai 2 Reynir Ingi Árnason 1Varin skot: Smári Guðfinsson 15 Kristófer Guðmundsson 1/1Mörk Stjörnunnar: Björgvin Hólmgeirsson 10 Daníel Einarsson 5 Fannar Þorbjörnsson 2 Guðni Már Kristinsson 2 Jón Heiðar Gunnarsson 1 Kristján Kristjánsson 1 Guðmundur Guðmundsson 1Varin skot: Þorgils Orri Jónsson 6 Roland Eradze 2 56. mínúta: Afturelding - Stjarnan 29-19 Heimamenn eru að klára þetta. Tvö hraðaupphlaupsmörk í röð og munurinn orðinn tíu mörk. 50. mínúta: Afturelding - Stjarnan 25-17 Seiglan í liði Aftureldingar er gríðarlega mikil. Það er sama hvað Stjörnumenn reyna að koma sér aftur inn í leikinn, þeir rauðklæddu viðrast alltaf eiga svar.45. mínúta: Afturelding - Stjarnan 22-15 Þetta er ekki búið enn. Stjörnumenn neita að játa sig sigraða og hafa gefið í í sóknarleiknum. Björgvin Björgvinsson fer þar mikinn sem fyrr og hefur skorað átta mörk til þessa í leiknum.41. mínúta: Afturelding - Stjarnan 20-12 Smári Guðfinsson var að verja sitt tíunda skot fyrir Aftureldingu. Hann hefur verið gríðarlega öflugur í kvöld.37. mínúta: Afturelding - Stjarnan 20-10 Gestirnir taka leikhlé enda eru Mosfellingar að slátra þeim hér í upphafi síðari hálfleiks. Varnarleikur Stjörnunnar er horfinn. 35. mínúta: Afturelding - Stjarnan 18-9 Fjögur mörk hjá Aftureldingu í röð í upphafi síðari hálfleiks. Þvílík keyrsla á Mosfellingum.20.11 - Hálfleikur: Afturelding - Stjarnan 14-9 Heimamenn hafa náð sér virkilega vel á strik, sérstaklega í síðari hluta hálfleiksins. Vörn og markvarsla hefur verið í ágætu lagi. Gestirnir úr Garðabænum hafa lagað sóknarleikinn eitthvað eftir því sem á hefur liðið. Enn fimm marka sanngjörn forysta heimamanna í hálfleik.27. mínúta: Afturelding - Stjarnan 11-8 Stjörnumenn skoruðu tvö í röð en heimamenn náðu að svara og endurheimta þriggja marka forystu.23. mínúta: Afturelding - Stjarnan 10-6 Jóhann Jóhannsson hefur skorað þrjú af síðustu fimm mörkum Aftureldingar af mikilli seiglu og eru heimamenn komnir í fjögurramarka forystu. 22. mínúta: Afturelding - Stjarnan 7-6 Stjörnumenn komust yfir, 6-5, en þá kom ekkert mark í fimm mínútur. Heimamenn hafa verið öflugir í vörninni og uppskáru eftir því og hafa endurheimt forystuna. 16. mínúta: Afturelding - Stjarnan 5-5 Stjörnumenn eru greinilega vaknaðir til lífsins og búnir að hrista af sér slenið frá því í byrjun leiks. Þeir skora þrjú mörk gegn einu og jafna metin, 5-5. Björgvin skoraði fyrstu fjögur mörk Stjörnunnar.12. mínúta: Afturelding - Stjarnan 4-2 Stjarnan var tæpar tólf mínútur að skora annað mark sitt í leiknum en ekkert hefur gengið í sóknnni. Björgvin var aftur þar að verki og hefur hann því skorað bæði mörk gestanna. Það er enn gríðarmikil stemning í húsinu og nánast öll á bandi heimamanna.8. mínúta: Afturelding - Stjarnan 3-1 Ekkert var skorað í fimm mínútur þar til að Hilmar Stefánsson skoraði með góðu langskoti fyrir heimamenn. Ekkert gengur hjá gestunum í sókninni.3. mínúta: Afturelding - Stjarnan 2-1 Leikurinn hefst með miklum látum og komust heimamenn í 2-0. Björgvin Björgvinsson svaraði með neglu.19.25 Gamlar hetjur Hér voru boðnir velkomnir þeir leikmenn Aftureldingar sem mættu Stjörnunni í úrslitakeppni í sæti í gömlu 2. deildinni árið 1979. Þeir voru sæmdir heiðursmerki félagsins. Afturelding vann þá Stjörnuna í þeirri rimmu. 19.15 Velkomin til leiks! Vísir heilsar hér úr Mosfellsbæ þar sem leikur Stjörnunnar og Aftureldingar fer senn að hefjast. Leikurinn fer fram í gamla íþróttahúsinu og er stemningin á pöllunum hreint ótrúleg! Stuðningsmenn Aftureldingar eru margir og láta vel í sér heyra. Syngja söngva og tralla. Stemningin gefur þeirri sem ríkti hér í þessu húsi á gullaldartímabili Aftureldingar fyrir áratug eða svo nákvæmlega ekkert eftir. Olís-deild karla Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Fleiri fréttir Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Sjá meira
Það mun ráðast í oddaleik á mánudagskvöldið hvort það verður Afturelding eða Stjarnan sem leikur í N1-deild karla á næstu leiktíð. Liðin eigast við í hreinni úrslitarimmu um hvort liðið leikur í efstu deild á næstu leiktíð. Stjarnan vann fyrstu viðureign liðanna, 28-24, og Afturelding hafði stórsigur í kvöld, 32-22. Leiknum var lýst beint hér á Vísi og má lesa lýsinguna hér fyrir neðan.21.01 - Leik lokið: Afturelding - Stjarnan 32-22 Formsatriði fyrir heimamenn að klára þennan leik. Eftir að Stjarnan komst í 6-5 forystu um miðbik fyrri hálfleiks og heimamenn skoruðu þá fimm mörk í röð litu þeir aldrei um öxl. Yfirburðir heimamanna voru miklir, sérstaklega í síðari hálfleik.Mörk Aftureldingar: Hilmar Stefánsson 7/2 Jóhann Jóhannson 7/1 Bjarni Þórðarson 5 Þrándur Gíslason 3 Ásgeir Jónsson 2 Jón Andri Helgason 2 Attila Valaczkai 2 Reynir Ingi Árnason 1Varin skot: Smári Guðfinsson 15 Kristófer Guðmundsson 1/1Mörk Stjörnunnar: Björgvin Hólmgeirsson 10 Daníel Einarsson 5 Fannar Þorbjörnsson 2 Guðni Már Kristinsson 2 Jón Heiðar Gunnarsson 1 Kristján Kristjánsson 1 Guðmundur Guðmundsson 1Varin skot: Þorgils Orri Jónsson 6 Roland Eradze 2 56. mínúta: Afturelding - Stjarnan 29-19 Heimamenn eru að klára þetta. Tvö hraðaupphlaupsmörk í röð og munurinn orðinn tíu mörk. 50. mínúta: Afturelding - Stjarnan 25-17 Seiglan í liði Aftureldingar er gríðarlega mikil. Það er sama hvað Stjörnumenn reyna að koma sér aftur inn í leikinn, þeir rauðklæddu viðrast alltaf eiga svar.45. mínúta: Afturelding - Stjarnan 22-15 Þetta er ekki búið enn. Stjörnumenn neita að játa sig sigraða og hafa gefið í í sóknarleiknum. Björgvin Björgvinsson fer þar mikinn sem fyrr og hefur skorað átta mörk til þessa í leiknum.41. mínúta: Afturelding - Stjarnan 20-12 Smári Guðfinsson var að verja sitt tíunda skot fyrir Aftureldingu. Hann hefur verið gríðarlega öflugur í kvöld.37. mínúta: Afturelding - Stjarnan 20-10 Gestirnir taka leikhlé enda eru Mosfellingar að slátra þeim hér í upphafi síðari hálfleiks. Varnarleikur Stjörnunnar er horfinn. 35. mínúta: Afturelding - Stjarnan 18-9 Fjögur mörk hjá Aftureldingu í röð í upphafi síðari hálfleiks. Þvílík keyrsla á Mosfellingum.20.11 - Hálfleikur: Afturelding - Stjarnan 14-9 Heimamenn hafa náð sér virkilega vel á strik, sérstaklega í síðari hluta hálfleiksins. Vörn og markvarsla hefur verið í ágætu lagi. Gestirnir úr Garðabænum hafa lagað sóknarleikinn eitthvað eftir því sem á hefur liðið. Enn fimm marka sanngjörn forysta heimamanna í hálfleik.27. mínúta: Afturelding - Stjarnan 11-8 Stjörnumenn skoruðu tvö í röð en heimamenn náðu að svara og endurheimta þriggja marka forystu.23. mínúta: Afturelding - Stjarnan 10-6 Jóhann Jóhannsson hefur skorað þrjú af síðustu fimm mörkum Aftureldingar af mikilli seiglu og eru heimamenn komnir í fjögurramarka forystu. 22. mínúta: Afturelding - Stjarnan 7-6 Stjörnumenn komust yfir, 6-5, en þá kom ekkert mark í fimm mínútur. Heimamenn hafa verið öflugir í vörninni og uppskáru eftir því og hafa endurheimt forystuna. 16. mínúta: Afturelding - Stjarnan 5-5 Stjörnumenn eru greinilega vaknaðir til lífsins og búnir að hrista af sér slenið frá því í byrjun leiks. Þeir skora þrjú mörk gegn einu og jafna metin, 5-5. Björgvin skoraði fyrstu fjögur mörk Stjörnunnar.12. mínúta: Afturelding - Stjarnan 4-2 Stjarnan var tæpar tólf mínútur að skora annað mark sitt í leiknum en ekkert hefur gengið í sóknnni. Björgvin var aftur þar að verki og hefur hann því skorað bæði mörk gestanna. Það er enn gríðarmikil stemning í húsinu og nánast öll á bandi heimamanna.8. mínúta: Afturelding - Stjarnan 3-1 Ekkert var skorað í fimm mínútur þar til að Hilmar Stefánsson skoraði með góðu langskoti fyrir heimamenn. Ekkert gengur hjá gestunum í sókninni.3. mínúta: Afturelding - Stjarnan 2-1 Leikurinn hefst með miklum látum og komust heimamenn í 2-0. Björgvin Björgvinsson svaraði með neglu.19.25 Gamlar hetjur Hér voru boðnir velkomnir þeir leikmenn Aftureldingar sem mættu Stjörnunni í úrslitakeppni í sæti í gömlu 2. deildinni árið 1979. Þeir voru sæmdir heiðursmerki félagsins. Afturelding vann þá Stjörnuna í þeirri rimmu. 19.15 Velkomin til leiks! Vísir heilsar hér úr Mosfellsbæ þar sem leikur Stjörnunnar og Aftureldingar fer senn að hefjast. Leikurinn fer fram í gamla íþróttahúsinu og er stemningin á pöllunum hreint ótrúleg! Stuðningsmenn Aftureldingar eru margir og láta vel í sér heyra. Syngja söngva og tralla. Stemningin gefur þeirri sem ríkti hér í þessu húsi á gullaldartímabili Aftureldingar fyrir áratug eða svo nákvæmlega ekkert eftir.
Olís-deild karla Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Fleiri fréttir Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Sjá meira