Þróun raforkuverðs Einar Mathiesen skrifar 6. október 2009 09:34 Nú þegar tæp fimm ár eru liðin frá markaðsvæðingu raforkukerfisins er áhugavert að líta um öxl og skoða þróun raforkuverðs á smásölumarkaði. Einnig er áhugavert að líta á þessa þróun með tilliti til aukinnar raforkusölu til stóriðju. Á almennum markaði selur Landsvirkjun raforku eingöngu í heildsölu til smásöluaðila sem aftur selja raforkuna til endanotenda. Landsvirkjun er í reynd eini aðilinn á Íslandi sem á kerfisbundinn hátt býður raforku í heildsölu. Keppinautar Landsvirkjunar vinna raforku fyrir eigin sölufyrirtæki. Ný raforkulög Ný raforkulög tóku að fullu gildi þann 1. janúar 2005. Lögin taka til raforkuvinnslu, flutnings, dreifingar og viðskipta með raforku. Markmið laganna er að stuðla að þjóðhagslega hagkvæmu raforkukerfi til eflingar atvinnulífi og byggð í landinu. Þá segir jafnframt í 1. gr. laganna „ ...að í því skyni skal: Skapa forsendur fyrir samkeppni í vinnslu og viðskiptum með raforku, með þeim takmörkunum sem nauðsynlegar reynast vegna öryggis raforkuafhendingar og annarra almannahagsmuna..." Lögin breyttu stöðu Landsvirkjunar einkum með þrennum hætti. Í fyrsta lagi kváðu lögin á um að stofnað yrði sérstakt flutningsfyrirtæki sem annast raforkuflutning. Í öðru lagi var afnumin skylda Landsvirkjunar til að afhenda almenningsrafveitum orku og í þriðja lagi var opnað fyrir samkeppni í raforkuvinnslu og sölu. Samsetning rafmagnsreiknings kaupanda Þegar meðalraforkureikningur endanotenda á smásölumarkaði er skoðaður kemur í ljós að hlutur raforkuvinnslunnar er 33,4%, flutningskostnaður er 16,6%, dreifingarkostnaður er 27,7%, hlutur smásölu er 4,1% og virðisaukaskattur nemur 18,2%. Einkaleyfishlutinn, þ.e. flutningur og dreifing, taka því til sín 44,3% og samkeppnihlutinn 37,5%. Hlutur flutnings og dreifingar skiptir því meira máli en sjálft raforkuverðið í samsetningu meðalraforkureiknings. Verðþróun í heildsölu frá 1. janúar 2005 Landsvirkjun er eini vinnsluaðilinn á Íslandi sem birtir heildsöluverðskrá sína opinberlega. Það ásamt hárri markaðshlutdeild fyrirtækisins á heildsölumarkaði gerir það að verkum að með mikilli einföldun má segja að aðrir á markaðnum verðleggi vöru sína út frá verðlagningu Landsvirkjunar á hverjum tíma. Meðalverð í heildsölu Landsvirkjunar hefur lækkað að raungildi um 34% frá 1. janúar 2005 til dagsins í dag, en á sama tíma hefur raforkusala fyrirtækisins til stóriðju aukist um rúm 50%. Ástæðu verðlækkunarinnar má meðal annars rekja til verðstefnu fyrirtækisins en hluti af heildsölusamningum Landsvirkjunar hefur innbyggða 2% raunlækkun á ári. Landsvirkjun hefur heimild til að hækka samningsverð sem nemur breytingu á vísitölu neysluvöruverðs. Fyrirtækið hefur þó ekki nýtt sér þetta ákvæði að fullu sem aftur skilar sér í lækkun á verði raforku til smásölunnar sem rekja má til aukinnar hagkvæmni í rekstri með tilkomu nýrra rekstrareininga. Nú er svo komið að upphæð rafmagnsreiknings meðalheimilis er í mörgum tilfellum sambærileg við kostnað heimilisins vegna aðgangs að veraldarvefnum. Þróun heildsöluverðs raforku hjá Landsvirkjun er í samræmi við niðurstöðu verðkönnunar sem Samorka gerði um rafmagnskostnað heimila á Norðurlöndunum í byrjun þessa árs. Niðurstaða þeirrar könnunar var að rafmagn til heimila væri ódýrast á Íslandi, einungis fjórðungur þess verðs sem greiða þarf í Danmörku. Með því að stuðla að lækkun raforkuverðs á smásölumarkaði á ábyrgan hátt leggur Landsvirkjun grunn að auknum lífsgæðum í íslensku samfélagi. Höfundur er framkvæmdastjóri orkusviðs Landsvirkjunar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Nú þegar tæp fimm ár eru liðin frá markaðsvæðingu raforkukerfisins er áhugavert að líta um öxl og skoða þróun raforkuverðs á smásölumarkaði. Einnig er áhugavert að líta á þessa þróun með tilliti til aukinnar raforkusölu til stóriðju. Á almennum markaði selur Landsvirkjun raforku eingöngu í heildsölu til smásöluaðila sem aftur selja raforkuna til endanotenda. Landsvirkjun er í reynd eini aðilinn á Íslandi sem á kerfisbundinn hátt býður raforku í heildsölu. Keppinautar Landsvirkjunar vinna raforku fyrir eigin sölufyrirtæki. Ný raforkulög Ný raforkulög tóku að fullu gildi þann 1. janúar 2005. Lögin taka til raforkuvinnslu, flutnings, dreifingar og viðskipta með raforku. Markmið laganna er að stuðla að þjóðhagslega hagkvæmu raforkukerfi til eflingar atvinnulífi og byggð í landinu. Þá segir jafnframt í 1. gr. laganna „ ...að í því skyni skal: Skapa forsendur fyrir samkeppni í vinnslu og viðskiptum með raforku, með þeim takmörkunum sem nauðsynlegar reynast vegna öryggis raforkuafhendingar og annarra almannahagsmuna..." Lögin breyttu stöðu Landsvirkjunar einkum með þrennum hætti. Í fyrsta lagi kváðu lögin á um að stofnað yrði sérstakt flutningsfyrirtæki sem annast raforkuflutning. Í öðru lagi var afnumin skylda Landsvirkjunar til að afhenda almenningsrafveitum orku og í þriðja lagi var opnað fyrir samkeppni í raforkuvinnslu og sölu. Samsetning rafmagnsreiknings kaupanda Þegar meðalraforkureikningur endanotenda á smásölumarkaði er skoðaður kemur í ljós að hlutur raforkuvinnslunnar er 33,4%, flutningskostnaður er 16,6%, dreifingarkostnaður er 27,7%, hlutur smásölu er 4,1% og virðisaukaskattur nemur 18,2%. Einkaleyfishlutinn, þ.e. flutningur og dreifing, taka því til sín 44,3% og samkeppnihlutinn 37,5%. Hlutur flutnings og dreifingar skiptir því meira máli en sjálft raforkuverðið í samsetningu meðalraforkureiknings. Verðþróun í heildsölu frá 1. janúar 2005 Landsvirkjun er eini vinnsluaðilinn á Íslandi sem birtir heildsöluverðskrá sína opinberlega. Það ásamt hárri markaðshlutdeild fyrirtækisins á heildsölumarkaði gerir það að verkum að með mikilli einföldun má segja að aðrir á markaðnum verðleggi vöru sína út frá verðlagningu Landsvirkjunar á hverjum tíma. Meðalverð í heildsölu Landsvirkjunar hefur lækkað að raungildi um 34% frá 1. janúar 2005 til dagsins í dag, en á sama tíma hefur raforkusala fyrirtækisins til stóriðju aukist um rúm 50%. Ástæðu verðlækkunarinnar má meðal annars rekja til verðstefnu fyrirtækisins en hluti af heildsölusamningum Landsvirkjunar hefur innbyggða 2% raunlækkun á ári. Landsvirkjun hefur heimild til að hækka samningsverð sem nemur breytingu á vísitölu neysluvöruverðs. Fyrirtækið hefur þó ekki nýtt sér þetta ákvæði að fullu sem aftur skilar sér í lækkun á verði raforku til smásölunnar sem rekja má til aukinnar hagkvæmni í rekstri með tilkomu nýrra rekstrareininga. Nú er svo komið að upphæð rafmagnsreiknings meðalheimilis er í mörgum tilfellum sambærileg við kostnað heimilisins vegna aðgangs að veraldarvefnum. Þróun heildsöluverðs raforku hjá Landsvirkjun er í samræmi við niðurstöðu verðkönnunar sem Samorka gerði um rafmagnskostnað heimila á Norðurlöndunum í byrjun þessa árs. Niðurstaða þeirrar könnunar var að rafmagn til heimila væri ódýrast á Íslandi, einungis fjórðungur þess verðs sem greiða þarf í Danmörku. Með því að stuðla að lækkun raforkuverðs á smásölumarkaði á ábyrgan hátt leggur Landsvirkjun grunn að auknum lífsgæðum í íslensku samfélagi. Höfundur er framkvæmdastjóri orkusviðs Landsvirkjunar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar