Handbolti

Kiel vann Barcelona - Aron með tvö mörk

Ómar Þorgeirsson skrifar
Alfreð Gíslason.
Alfreð Gíslason. Nordic photos/Getty images

Alfreð Gíslason og lærisveinar hans hjá þýska liðinu kiel unnu góðan 30-27 sigur gegn spænska liðinu Barcelona í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu en staðan var 20-17 Kiel í vil í hálfleik.

Aron Pálmarsson heldur áfram að slípa sig með Kiel en hann skoraði tvö mörk í leiknum.

Kiel hefur því unnið báða leiki sína til þessa í riðlinum en liðið vann Reale Ademar í fyrsta leik sínum í riðlinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×