Viðskipti innlent

Þjónustujöfnuður jákvæður um 7,2 milljarða

Útflutningur á þjónustu á öðrum ársfjórðungi var samkvæmt bráðabirgðatölum 70,4 milljarðar en innflutningur á þjónustu 63,2 milljarðar. Þjónustujöfnuður við útlönd á öðrum ársfjórðungi er því jákvæður um 7,2 milljarða króna.

Þetta kemur fram á vefsíðu Hagstofunnar. Þar segir að samgöngur vega mest þjónustuliða og mestur afgangur varð vegna þeirrar þjónustu, tæpir 7,3 milljarðar kr. Önnur þjónusta en samgöngur og ferðaþjónusta skilaði 2,0 milljarða kr. afgangi, en á móti kom halli á ferðaþjónustu um 2 milljarða kr.

Til samanburðar má nefna að þjónustujöfnuðurinn var neikvæður um 1,7 milljarða kr. á fyrsta ársfjórðungi ársins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×