OECD: Reiknar með 7% atvinnuleysi næsta ár 19. nóvember 2009 10:35 Í nýrri skýrslu OECD um horfurnar í efnahagsmálum heimsins (Economic Outlook) reiknar stofnunin með að atvinnuleysi á Íslandi verði um 7% á næsta ári en minnki svo í 6,4% árið 2011. OECD telur að niðursveiflan á Íslandi haldi áfram þar til snemma á næsta ári.Frá miðju næsta ári gerir OECD ráð fyrir að efnahagsbati fari í gang á Íslandi en batinn byggist á því að það takist að koma stöðugleika á í fjármálakerfi landsins og að fjárfestingar komi til í nýjum orkuverkefnum. Hagvöxtur verði orðinn jákvæður um 2,6% árið 2011 en hann verði neikvæður um 7% í ár og neikvæður um 2,1% á næsta ári.Í skýrslunni segir að verðbólgan muni falla niður í 2,5% árið 2011 en hún verði 5,8% á næsta ári. Þ'a er reiknað með að stöðugt dragi úr fjárlagahallanum og að hann verði kominn niður í 1,5% af landsframleiðslu árið 2011.OECD segir það mikilvægt til að spá þeirra um þróun mála á Íslandi gangi eftir að tökum verði náð í stöðugleika í efnahagsmálum þannig að fjármál hin opinbera verði sjálfbær. Peningastefnan eigi að einbeita sér að stöðuleika krónunnar og jafnframt að nauðsynlegt sé að aflétta gjaldeyrishöftunum eins fljótt og hægt er til að koma á að nýju eðlilegum tengslum við erlenda markaði. Þannig fái fyrirtæki á ný aðgang að erlendum lánsfjármörkuðum.Hvað Bandaríkin og evrusvæðið varðar er OECD nú bjartsýnna en áður á þróun mála og segir vöxt framundan eftir illvíga kreppu. Reiknað er með vexti í hagkerfi Bandaríkjanna upp á 2,5% á næsta ári en í síðustu spá stofnunarinnar var aðeins gert ráð fyrir 0,9% vexti.OECD hefur einnig endurmetið vöxtinn á evrusvæðinu og telur nú að hann verði einu prósentustigi hærri en áður var spáð. Samkvæmt því verði hann 0,9% á næsta ári en áður reiknaði OECD með lítilsháttar samdrætti á svæðinu. Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Í nýrri skýrslu OECD um horfurnar í efnahagsmálum heimsins (Economic Outlook) reiknar stofnunin með að atvinnuleysi á Íslandi verði um 7% á næsta ári en minnki svo í 6,4% árið 2011. OECD telur að niðursveiflan á Íslandi haldi áfram þar til snemma á næsta ári.Frá miðju næsta ári gerir OECD ráð fyrir að efnahagsbati fari í gang á Íslandi en batinn byggist á því að það takist að koma stöðugleika á í fjármálakerfi landsins og að fjárfestingar komi til í nýjum orkuverkefnum. Hagvöxtur verði orðinn jákvæður um 2,6% árið 2011 en hann verði neikvæður um 7% í ár og neikvæður um 2,1% á næsta ári.Í skýrslunni segir að verðbólgan muni falla niður í 2,5% árið 2011 en hún verði 5,8% á næsta ári. Þ'a er reiknað með að stöðugt dragi úr fjárlagahallanum og að hann verði kominn niður í 1,5% af landsframleiðslu árið 2011.OECD segir það mikilvægt til að spá þeirra um þróun mála á Íslandi gangi eftir að tökum verði náð í stöðugleika í efnahagsmálum þannig að fjármál hin opinbera verði sjálfbær. Peningastefnan eigi að einbeita sér að stöðuleika krónunnar og jafnframt að nauðsynlegt sé að aflétta gjaldeyrishöftunum eins fljótt og hægt er til að koma á að nýju eðlilegum tengslum við erlenda markaði. Þannig fái fyrirtæki á ný aðgang að erlendum lánsfjármörkuðum.Hvað Bandaríkin og evrusvæðið varðar er OECD nú bjartsýnna en áður á þróun mála og segir vöxt framundan eftir illvíga kreppu. Reiknað er með vexti í hagkerfi Bandaríkjanna upp á 2,5% á næsta ári en í síðustu spá stofnunarinnar var aðeins gert ráð fyrir 0,9% vexti.OECD hefur einnig endurmetið vöxtinn á evrusvæðinu og telur nú að hann verði einu prósentustigi hærri en áður var spáð. Samkvæmt því verði hann 0,9% á næsta ári en áður reiknaði OECD með lítilsháttar samdrætti á svæðinu.
Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira