Viðskipti innlent

Atlantic Airways hækkaði mest

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways hækkaði mest í Kauphöllinni í dag eða um 1,43%. Viðskipti með bréf í félaginu voru þó sáralítil. Össur hækkaði um 0,37% og Marel um 0,15%.

Century Aluminum Company, móðurfélag Norðuráls, var eina fyrirtækið sem lækkaði. Hlutabréf í félaginu lækkuðu um 1,78% í dag.

Krónan var nokkuð stöðuð, lækkaði um 0,06%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×