Erlent

Spánverjar sanna forvarnagildi drykkju

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Loksins nær einhver að sýna fram á að dagdrykkja er holl.
Loksins nær einhver að sýna fram á að dagdrykkja er holl.

Dagleg áfengisdrykkja minnkar hættuna á hjartasjúkdómum hjá karlmönnum um rúmlega þriðjung samkvæmt nýrri spænskri rannsókn.

Rúmlega 40.000 manns tóku þátt í rannsókn spænskra heilbrigðisyfirvalda á áfengisdrykkju og afleiðingum hennar, 15.000 karlmenn og 26.000 konur. Rannsóknin tók heilan áratug og benda niðurstöðurnar ótvírætt til þess að dagleg áfengisneysla geti dregið verulega úr hættu á hjartasjúkdómum. Því miður nánast eingöngu hjá karlmönnum samt.

Karlar sem drekka átta léttvínsflöskur á viku eru 35 prósent ólíklegri til að fá sjúkdóma sem tengjast hjartanu en þeir sem minna drekka og sé drykkjan aukin enn meir og allt að ellefu staup af sterku áfengi drukkin á hverjum degi minnka hjartasjúkdómalíkur um allt að 50 prósent. Fylgnin reyndist þó töluvert minni meðal kvennanna sem þátt tóku í rannsókninni.

Ýmsir sérfræðingar ráku þegar upp ramakvein þegar fréttist af rannsókninni og bentu þegar í stað á að þótt áfengisdrykkja gæti hugsanlega dregið úr líkum á vissum tegundum hjartasjúkdóma væri það dagljóst að hún stóryki líkur ýmissa annarra sjúkdóma og var listinn yfir þá all-langur. Spánverjar virðast hins vegar hafa litlar áhyggjur af því enda með harðskeyttari drykkjumönnum Evrópu. Hvað eiga þeir svo sem að gera annað þegar atvinnuleysi þjóðarinnar mælist 20 prósent?








Fleiri fréttir

Sjá meira


×