Innlent

Vill útvarpa umræðu um Icesave á Rás 1

Magnús Már Guðmundsson skrifar
Jón Gunnarsson.
Jón Gunnarsson. Mynd/Pjetur
Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, óskaði eftir því á þingfundi í kvöld að umræðum um Icesave frumvarpið verði útvarpað svo allir landsmenn gæti fylgst með. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, tók undir beiðnina. Hann sagði auk þess fráleitt að halda umræðum um málið áfram á kvöldfundum sem þessum.

Frumvarp ríkisstjórnarinnar um ríkisábyrgð vegna Icesave reikninga Landsbankans kom til annarrar umræðu á Alþingi í dag þar sem lagt er til að gerðar verði breytingar á lögum og fyrirvörum sem samþykkt voru í sumar. Umræðan hefur staðið fram á kvöld en 12 þingmenn eru málendaskrá.

Jón sagði mikilvægt að umræðunum verði útvarpað og kjörið tækifæri væri að nýta til þess Rás 1. „Ég ítreka að við erum að ræða eitt mikilvægasta mál sem þjóðin hefur lent í á lýðveldistímanum. Það er full ástæða til að auka aðgengi þjóðarinnar til að geta fylgst með þessum umræðum."

Ennfremur sagði Jón: „Ég held líka að þetta gæti orðið hvati fyrir stjórnarþingmenn og fulltrúa ríkisstjórnarinnar til að sinna þessari umræðu og sýna henni einhvern áhuga."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×