Viðskipti innlent

Lífeyrisréttindi skert um 10%

Lífeyrisréttindi verða skert um 10%. Mynd/ Anton.
Lífeyrisréttindi verða skert um 10%. Mynd/ Anton.
Samþykkt var í gær að lækka áunnin réttindi lífeyrisþega hjá lífeyrissjóðnum Gildi um 10%. Nafnávöxtun sjóðsins var neikvæð um 14,8% og raunávöxtun neikvæð um 26,7% á árinu 2008. Þetta kom fram þegar afkoma sjóðsins var kynnt á ársfundi í gær. Hrein eign til greiðslu lífeyris var tæpir 209 milljarðar króna í árslok og lækkaði um rúma 29 milljarða eða um 12,3% frá árslokum 2007.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×