Samfélagssymfónía 7. nóvember 2009 06:00 Nýlega stóð ég í fataklefa á elstu deild í leikskóla, börnin voru nýkomin úr fyrsta heimspekitímanum sínum. „Hvað voruð þið að gera í heimspeki?" spurði ég. „Við vorum að ræða reglur, þú veist um þetta sem má og ekki má," svaraði 5 ára stelpa. Fyrir aftan mig sagði starfsmaður með spurnartón svo börnin heyrðu „og skyldu þau nú muna reglurnar?" Ég sneri mér að börnunum og spurði: „hvað má ekki". Áður en ég vissi, sungu þau öll í einum kór fyrir mig lagið um það sem ekki má. Lagið sem byrjar á: Það má ekki pissa bak við hurð og ekki henda grjóti ofan í skurð. Sá texti hafði reyndar ekkert verið til umræðu í þessum heimspekitíma. Þau höfðu hins vegar rætt um þær reglur sem gilda í heimspeki, að hlusta á hvert annað, að grípa ekki fram í heldur bíða, að bera virðingu fyrir skoðunum hvers annars og að láta skoðanir sínar í ljós. Svo höfðu þau líka rætt hvað er að vera í alvöru og það að vera bestur. Það sem mér fannst svo frábært hjá börnunum var hvernig þau með húmor snéru því vantrausti sem speglaðist í orðunum um að þau myndu ekki. Þau sýndu ekki aðeins fram á að þau hefðu skilið heldur að þau gátu breytt þessari upplifun í fataklefanum í eitthvað skemmtilegt og eftirminnilegt. Og það var einmitt það sem gerðist, bæði ég og starfsmaðurinn tókum undir með þeim og við sungum öll saman einum kór, lagið um það sem er bannað. Svo hljóp hópurinn út í garð glaður í fasi. Mér fannst þetta svo merkileg upplifun að ég varð að segja öllum sem á vegi mínum varð frá henni. Ég fann hvernig ég fylltist bjartsýni og gleði. Þetta er eitt þeirra augnablika sem segja, já einmitt, þess vegna er ég leikskólakennari. Kór er í eðli sínu merkilegt fyrirbæri. Til að syngja í kór verður fólk bæði að kunna að hlusta og að tjá sig, hann byggir á sameignlegum markmiðum og sýn. Það er eitthvað svo sammannlegt við að syngja í kór. Til að hann geti í raun virkað verða allir að vinna saman. Þar er rými fyrir það óvænta en samtímis sterk krafa um samhæfingu. Í mínum huga hefur Þjóðfundurinn þann 14. nóvember alla möguleika til að verða að framtíðar kór. Fólk allstaðar af landinu, fólk með allavega skoðanir og bakgrunn mætir til þess að hlusta og til þess að tjá sig. Það mætir til þess að breyta erfiðleikum Íslands í möguleika Íslands. Það mætir til að skapa samfélags-symfóníu ja eða óperuverk sem nær að lifa í núinu og langt inn í framtíðina. Þegar ég var 12 ára lékum við Þjóðfundinn 1851, ég lék einn þingmanna, einn þeirra sem tók undir með Jóni Sigurðssyni og sagði „vér mótmælum allir". Í þetta sinn erum við ekki komin saman til að mótmæla heldur til að skapa. Skapa framtíð. Og kannski eiga börn framtíðarinnar eftir að standa í skólastofum og segja frá endurreisn Íslands og hlutverki Þjóðfundarins. Höfundur er lektor við Háskólann á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Nýlega stóð ég í fataklefa á elstu deild í leikskóla, börnin voru nýkomin úr fyrsta heimspekitímanum sínum. „Hvað voruð þið að gera í heimspeki?" spurði ég. „Við vorum að ræða reglur, þú veist um þetta sem má og ekki má," svaraði 5 ára stelpa. Fyrir aftan mig sagði starfsmaður með spurnartón svo börnin heyrðu „og skyldu þau nú muna reglurnar?" Ég sneri mér að börnunum og spurði: „hvað má ekki". Áður en ég vissi, sungu þau öll í einum kór fyrir mig lagið um það sem ekki má. Lagið sem byrjar á: Það má ekki pissa bak við hurð og ekki henda grjóti ofan í skurð. Sá texti hafði reyndar ekkert verið til umræðu í þessum heimspekitíma. Þau höfðu hins vegar rætt um þær reglur sem gilda í heimspeki, að hlusta á hvert annað, að grípa ekki fram í heldur bíða, að bera virðingu fyrir skoðunum hvers annars og að láta skoðanir sínar í ljós. Svo höfðu þau líka rætt hvað er að vera í alvöru og það að vera bestur. Það sem mér fannst svo frábært hjá börnunum var hvernig þau með húmor snéru því vantrausti sem speglaðist í orðunum um að þau myndu ekki. Þau sýndu ekki aðeins fram á að þau hefðu skilið heldur að þau gátu breytt þessari upplifun í fataklefanum í eitthvað skemmtilegt og eftirminnilegt. Og það var einmitt það sem gerðist, bæði ég og starfsmaðurinn tókum undir með þeim og við sungum öll saman einum kór, lagið um það sem er bannað. Svo hljóp hópurinn út í garð glaður í fasi. Mér fannst þetta svo merkileg upplifun að ég varð að segja öllum sem á vegi mínum varð frá henni. Ég fann hvernig ég fylltist bjartsýni og gleði. Þetta er eitt þeirra augnablika sem segja, já einmitt, þess vegna er ég leikskólakennari. Kór er í eðli sínu merkilegt fyrirbæri. Til að syngja í kór verður fólk bæði að kunna að hlusta og að tjá sig, hann byggir á sameignlegum markmiðum og sýn. Það er eitthvað svo sammannlegt við að syngja í kór. Til að hann geti í raun virkað verða allir að vinna saman. Þar er rými fyrir það óvænta en samtímis sterk krafa um samhæfingu. Í mínum huga hefur Þjóðfundurinn þann 14. nóvember alla möguleika til að verða að framtíðar kór. Fólk allstaðar af landinu, fólk með allavega skoðanir og bakgrunn mætir til þess að hlusta og til þess að tjá sig. Það mætir til þess að breyta erfiðleikum Íslands í möguleika Íslands. Það mætir til að skapa samfélags-symfóníu ja eða óperuverk sem nær að lifa í núinu og langt inn í framtíðina. Þegar ég var 12 ára lékum við Þjóðfundinn 1851, ég lék einn þingmanna, einn þeirra sem tók undir með Jóni Sigurðssyni og sagði „vér mótmælum allir". Í þetta sinn erum við ekki komin saman til að mótmæla heldur til að skapa. Skapa framtíð. Og kannski eiga börn framtíðarinnar eftir að standa í skólastofum og segja frá endurreisn Íslands og hlutverki Þjóðfundarins. Höfundur er lektor við Háskólann á Akureyri.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun