Ferrari og McLaren verða að vinna 8. maí 2009 10:14 Kimi Raikkönenm fyrrum meistari áritar fyrir æsta spænska áhugamenn á Barcelona brautinni. Mynd: Getty Images Ferrari og McLaren liðin verða að taka til hendinni í Formúlu 1 mótinu á Spáni um helgina. Fimmta mót ársins verður ræst af stað á sunnudag og liðin tvö hafa ekki unnið mót, né hafa ökumenn liðsins komist á verðlaunapall. Á fyrstu æfingu í morgun lagði forystumaðurinn Jenson Button hjá Brawn liðinu línurnar með því að ná besta tíma, en önnur æfing er í hádeginu. Button er með 12 stiga forskot í stigakeppni ökumanna eftir 3 sigra í 4 mótum. Öll lið mæta með verulega endurbætta bíla og flest lið eru kominn með tvöfalda loftdreifa aftan á bílanna, sem Brawn, Toyota og Williams riðu á vaðið með. Önnur lið kærðu búnaðinn en FIA taldi búnaðinn fullkomlega löglegan. Það er lykilatriði fyrir Ferrrari og McLaren að ná góðum árangri í næstu 2-3 mótum ætli liðin að vera með í toppslagnum. Sebastian Vettel hjá Red Bull er í þriðja sæti í stigamótinu og hann segir lið sitt ætla að berjast um titilinn. Button segir of snemmt að spá í titilinn enn sem komið er. "Það eru bara fjögur mót af sautján búinn, en við berjumst um sigur í hverju móti fyrir sig. Það þýðir ekkert fyrir mig að ætla að fara slaka á og verja stigaforskot mitt. Þá missi ég bara fókusinn", segir Button. Nánar um mótshelgina Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Ferrari og McLaren liðin verða að taka til hendinni í Formúlu 1 mótinu á Spáni um helgina. Fimmta mót ársins verður ræst af stað á sunnudag og liðin tvö hafa ekki unnið mót, né hafa ökumenn liðsins komist á verðlaunapall. Á fyrstu æfingu í morgun lagði forystumaðurinn Jenson Button hjá Brawn liðinu línurnar með því að ná besta tíma, en önnur æfing er í hádeginu. Button er með 12 stiga forskot í stigakeppni ökumanna eftir 3 sigra í 4 mótum. Öll lið mæta með verulega endurbætta bíla og flest lið eru kominn með tvöfalda loftdreifa aftan á bílanna, sem Brawn, Toyota og Williams riðu á vaðið með. Önnur lið kærðu búnaðinn en FIA taldi búnaðinn fullkomlega löglegan. Það er lykilatriði fyrir Ferrrari og McLaren að ná góðum árangri í næstu 2-3 mótum ætli liðin að vera með í toppslagnum. Sebastian Vettel hjá Red Bull er í þriðja sæti í stigamótinu og hann segir lið sitt ætla að berjast um titilinn. Button segir of snemmt að spá í titilinn enn sem komið er. "Það eru bara fjögur mót af sautján búinn, en við berjumst um sigur í hverju móti fyrir sig. Það þýðir ekkert fyrir mig að ætla að fara slaka á og verja stigaforskot mitt. Þá missi ég bara fókusinn", segir Button. Nánar um mótshelgina
Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira