Viðskipti innlent

Krónan stöðug þessa dagana

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Krónan hefur haldist stöðug í vikunni. Mynd/ Valgarður.
Krónan hefur haldist stöðug í vikunni. Mynd/ Valgarður.
Krónan hélst nokkuð stöðug í síðustu viku eftir að hafa tekið út talsverða sveiflu í vikunni fyrir verslunarmannahelgi. Evran kostar nú tæplega 180 krónur og dollarinn 127 krónur. Í Morgunkorni Íslandsbanka kemur fram að veltan hafi verið lítil sem engin og séu líkur á að það muni ekki breytast mikið fyrr en líða taki á haustið.

„Breyting verður þó líklega á flæðinu að því leiti að draga mun úr fjölda ferðamanna hér á landi og þar með innstreymi gjaldeyris af þeim sökum. Á sama tíma mun hins vegar að öllum líkindum draga úr útstreymi vegna olíukaupa enda olíukaup í hámarki um þessar mundir vegna mikilla ferðalaga landsmanna og ferðamanna um landið. Engir stórir vaxtagjalddagar eru í þar til í desember," segir í Morgunkorninu.

Greiningadeild Íslandsbanka segir að þrátt fyrir það ætti að geta orðið áframhald á útflæði vaxta enda sé erlendum aðilum heimilt að umbreyta vöxtum í gjaldeyrir í 6 mánuði frá útborgun þeirra. Komið gæti skrið á þetta flæði að nýju í haust.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×