Ósáttir við að Enex verði skúffufyrirtæki Guðrún Helga Sigurðardóttir skrifar 25. febrúar 2009 00:01 Ásgeir Margeirsson. Mynd/GVA Óánægja er meðal stofnenda og smærri hluthafa Enex með ákvörðun Geysis Green Energy (GGE) og Reykjavík Energy Invest (REI) um að skipta upp Enex þannig að REI fái hlut Enex í bandaríska fyrirtækinu Iceland America Energy og GGE fái Enex. Ásgeir Margeirsson, stjórnarformaður Enex, segir að með þessu eignist GGE yfir 90 prósent í Enex og nýti rétt sinn til innlausnar á afganginum. Magnús Hallgrímsson, einn stofnenda Enex, er ósáttur við þróunina og hefði ekki viljað kljúfa félagið. Hann telur að REI „hirði" Bandaríkjaverkefnið og GGE stingi Enex í skúffu og sameini GGE. Stofnendum Enex verði fleygt „út á gaddinn". Magnús bendir á að framkvæmdir hafi dregist saman síðustu mánuði og GGE hafi flutt Enex til Keflavíkur, eins og hann hafi komist að raun um þegar hann kom þar að tómum skrifstofum. Þá hafi síma verið lokað án þess að láta hluthafa vita. Meirihlutaeigendur Enex hafa gert litlu hluthöfunum tilboð um að selja bréf sín á eina krónu á hlut eða ganga inn í kaupin á bandaríska félaginu. Magnús segir að tilboðið hafi ekki enn borist skriflega. Hann telur að hluthafar geti líka neitað að selja og krafist þess að farið verði í verðmat, lögum samkvæmt. Hann kveðst vera með alla kostina til skoðunar. Ásgeir Margeirsson, stjórnarformaður Enex og forstjóri GGE, segir að Enex hafi verið með fangið fullt af verkefnum fyrir milljarðatugi en ekki verið með fé til að fara ráðst í þau. Ekki hafi komið til greina að selja verkefnin eftir að heimskreppan hófst og þess vegna hafi þurft að finna nýja lausn. „Hún fólst í því að skipta félaginu upp. REI eignast eignarhlut Enex í félaginu Iceland America Energy í Kaliforníu og GGE fær rúm 90 prósent í Enex," segir hann og telur að ekki hafi verið skynsamlegt að halda Enex sem sjálfstæðu félagi. Við blasi að stóru hluthafarnir kaupi litlu hluthafana út. Eflaust sé hægt að hafa mismunandi skoðanir á verðinu en „miðað við okkar mat á stöðu félagsins er þetta ríflegt verð fyrir þá sem selja". Ásgeir segir litlu hluthafana ekki hafa um neitt að velja, ef þeir selji ekki verði þeir að sæta innlausn. Markaðir Viðskipti Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Sjá meira
Óánægja er meðal stofnenda og smærri hluthafa Enex með ákvörðun Geysis Green Energy (GGE) og Reykjavík Energy Invest (REI) um að skipta upp Enex þannig að REI fái hlut Enex í bandaríska fyrirtækinu Iceland America Energy og GGE fái Enex. Ásgeir Margeirsson, stjórnarformaður Enex, segir að með þessu eignist GGE yfir 90 prósent í Enex og nýti rétt sinn til innlausnar á afganginum. Magnús Hallgrímsson, einn stofnenda Enex, er ósáttur við þróunina og hefði ekki viljað kljúfa félagið. Hann telur að REI „hirði" Bandaríkjaverkefnið og GGE stingi Enex í skúffu og sameini GGE. Stofnendum Enex verði fleygt „út á gaddinn". Magnús bendir á að framkvæmdir hafi dregist saman síðustu mánuði og GGE hafi flutt Enex til Keflavíkur, eins og hann hafi komist að raun um þegar hann kom þar að tómum skrifstofum. Þá hafi síma verið lokað án þess að láta hluthafa vita. Meirihlutaeigendur Enex hafa gert litlu hluthöfunum tilboð um að selja bréf sín á eina krónu á hlut eða ganga inn í kaupin á bandaríska félaginu. Magnús segir að tilboðið hafi ekki enn borist skriflega. Hann telur að hluthafar geti líka neitað að selja og krafist þess að farið verði í verðmat, lögum samkvæmt. Hann kveðst vera með alla kostina til skoðunar. Ásgeir Margeirsson, stjórnarformaður Enex og forstjóri GGE, segir að Enex hafi verið með fangið fullt af verkefnum fyrir milljarðatugi en ekki verið með fé til að fara ráðst í þau. Ekki hafi komið til greina að selja verkefnin eftir að heimskreppan hófst og þess vegna hafi þurft að finna nýja lausn. „Hún fólst í því að skipta félaginu upp. REI eignast eignarhlut Enex í félaginu Iceland America Energy í Kaliforníu og GGE fær rúm 90 prósent í Enex," segir hann og telur að ekki hafi verið skynsamlegt að halda Enex sem sjálfstæðu félagi. Við blasi að stóru hluthafarnir kaupi litlu hluthafana út. Eflaust sé hægt að hafa mismunandi skoðanir á verðinu en „miðað við okkar mat á stöðu félagsins er þetta ríflegt verð fyrir þá sem selja". Ásgeir segir litlu hluthafana ekki hafa um neitt að velja, ef þeir selji ekki verði þeir að sæta innlausn.
Markaðir Viðskipti Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Sjá meira