Ósáttir við að Enex verði skúffufyrirtæki Guðrún Helga Sigurðardóttir skrifar 25. febrúar 2009 00:01 Ásgeir Margeirsson. Mynd/GVA Óánægja er meðal stofnenda og smærri hluthafa Enex með ákvörðun Geysis Green Energy (GGE) og Reykjavík Energy Invest (REI) um að skipta upp Enex þannig að REI fái hlut Enex í bandaríska fyrirtækinu Iceland America Energy og GGE fái Enex. Ásgeir Margeirsson, stjórnarformaður Enex, segir að með þessu eignist GGE yfir 90 prósent í Enex og nýti rétt sinn til innlausnar á afganginum. Magnús Hallgrímsson, einn stofnenda Enex, er ósáttur við þróunina og hefði ekki viljað kljúfa félagið. Hann telur að REI „hirði" Bandaríkjaverkefnið og GGE stingi Enex í skúffu og sameini GGE. Stofnendum Enex verði fleygt „út á gaddinn". Magnús bendir á að framkvæmdir hafi dregist saman síðustu mánuði og GGE hafi flutt Enex til Keflavíkur, eins og hann hafi komist að raun um þegar hann kom þar að tómum skrifstofum. Þá hafi síma verið lokað án þess að láta hluthafa vita. Meirihlutaeigendur Enex hafa gert litlu hluthöfunum tilboð um að selja bréf sín á eina krónu á hlut eða ganga inn í kaupin á bandaríska félaginu. Magnús segir að tilboðið hafi ekki enn borist skriflega. Hann telur að hluthafar geti líka neitað að selja og krafist þess að farið verði í verðmat, lögum samkvæmt. Hann kveðst vera með alla kostina til skoðunar. Ásgeir Margeirsson, stjórnarformaður Enex og forstjóri GGE, segir að Enex hafi verið með fangið fullt af verkefnum fyrir milljarðatugi en ekki verið með fé til að fara ráðst í þau. Ekki hafi komið til greina að selja verkefnin eftir að heimskreppan hófst og þess vegna hafi þurft að finna nýja lausn. „Hún fólst í því að skipta félaginu upp. REI eignast eignarhlut Enex í félaginu Iceland America Energy í Kaliforníu og GGE fær rúm 90 prósent í Enex," segir hann og telur að ekki hafi verið skynsamlegt að halda Enex sem sjálfstæðu félagi. Við blasi að stóru hluthafarnir kaupi litlu hluthafana út. Eflaust sé hægt að hafa mismunandi skoðanir á verðinu en „miðað við okkar mat á stöðu félagsins er þetta ríflegt verð fyrir þá sem selja". Ásgeir segir litlu hluthafana ekki hafa um neitt að velja, ef þeir selji ekki verði þeir að sæta innlausn. Markaðir Viðskipti Mest lesið „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Neytendur Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Sækja á fjórða milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Sjá meira
Óánægja er meðal stofnenda og smærri hluthafa Enex með ákvörðun Geysis Green Energy (GGE) og Reykjavík Energy Invest (REI) um að skipta upp Enex þannig að REI fái hlut Enex í bandaríska fyrirtækinu Iceland America Energy og GGE fái Enex. Ásgeir Margeirsson, stjórnarformaður Enex, segir að með þessu eignist GGE yfir 90 prósent í Enex og nýti rétt sinn til innlausnar á afganginum. Magnús Hallgrímsson, einn stofnenda Enex, er ósáttur við þróunina og hefði ekki viljað kljúfa félagið. Hann telur að REI „hirði" Bandaríkjaverkefnið og GGE stingi Enex í skúffu og sameini GGE. Stofnendum Enex verði fleygt „út á gaddinn". Magnús bendir á að framkvæmdir hafi dregist saman síðustu mánuði og GGE hafi flutt Enex til Keflavíkur, eins og hann hafi komist að raun um þegar hann kom þar að tómum skrifstofum. Þá hafi síma verið lokað án þess að láta hluthafa vita. Meirihlutaeigendur Enex hafa gert litlu hluthöfunum tilboð um að selja bréf sín á eina krónu á hlut eða ganga inn í kaupin á bandaríska félaginu. Magnús segir að tilboðið hafi ekki enn borist skriflega. Hann telur að hluthafar geti líka neitað að selja og krafist þess að farið verði í verðmat, lögum samkvæmt. Hann kveðst vera með alla kostina til skoðunar. Ásgeir Margeirsson, stjórnarformaður Enex og forstjóri GGE, segir að Enex hafi verið með fangið fullt af verkefnum fyrir milljarðatugi en ekki verið með fé til að fara ráðst í þau. Ekki hafi komið til greina að selja verkefnin eftir að heimskreppan hófst og þess vegna hafi þurft að finna nýja lausn. „Hún fólst í því að skipta félaginu upp. REI eignast eignarhlut Enex í félaginu Iceland America Energy í Kaliforníu og GGE fær rúm 90 prósent í Enex," segir hann og telur að ekki hafi verið skynsamlegt að halda Enex sem sjálfstæðu félagi. Við blasi að stóru hluthafarnir kaupi litlu hluthafana út. Eflaust sé hægt að hafa mismunandi skoðanir á verðinu en „miðað við okkar mat á stöðu félagsins er þetta ríflegt verð fyrir þá sem selja". Ásgeir segir litlu hluthafana ekki hafa um neitt að velja, ef þeir selji ekki verði þeir að sæta innlausn.
Markaðir Viðskipti Mest lesið „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Neytendur Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Sækja á fjórða milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Sjá meira