Sóknarleikur í ferðaþjónustu Magnús Orri Schram skrifar 13. október 2009 06:00 Það er ánægjulegt að sjá þann kraft sem einkennir ferðaþjónustuna um þessar mundir. Hvarvetna er sótt fram af bjartsýni og dug. Nú á dögunum kynntu tvö helstu flugfélögin aukinn sóknarleik á næsta ári. Iceland Express hyggst bæta við Ameríkuflugi og fjölgun áfangastaða í Evrópu, og Icelandair mun auka sætaframboð sitt um 10%. Þessi fjölgun ferða hefur í för með sér fjölgun starf hjá flugfélögunum og hjá ferðaþjónustuaðilum hér á landi. Líklega má reikna með tæplega 500 störfum vegna þessarar aukningar. Sú jákvæða þróun hefur einnig átt sér stað að hver og einn ferðamaður er að skila meiri tekjum í þjóðarbúið. Þannig er arðsemin í geiranum að styrkjast mikið. Er nú svo komið að ferðaþjónustan er önnur mikilvægasta atvinnugreinin hér á landi, en um 17% af erlendum þjóðartekjum koma í gegnum erlenda ferðamenn. Stjórnmálamenn verða að horfa í eigin barm og íhuga með hvaða hætti er best að styrkja þessa þróun. Þingflokkur Samfylkingar hefur lagt á það þunga áherslu að það fjármagn sem lífeyrissjóðirnir ætla til stuðnings íslensku atvinnulífi í vetur verði að einhverju leyti beint til ferðaþjónustunnar. Margvíslegar leiðir er hægt að hugsa sé þar, s.s. við uppbyggingu á lykilferðamannastöðum og innan þjóðgarða. Um leið á ríkisvaldið að styrkja þá þætti ferðaþjónustunnar sem auka arðsemi hennar. Tónlistar- og ráðstefnuhúsið er til að mynda mikilvægt skref til að styrkja ráðstefnumarkaðinn á Íslandi og miklir eru möguleikar okkar á sviði heilsuferðaþjónustu. Annars vegar hvað snertir framboð á lækningaþjónustu fyrir erlenda gesti og mikilvægt að ferðaþjónustunnar eigi þar gott samstarf við yfirvöld heilbrigðismála. Hins vegar eru sóknarfæri fyrir þá sem eru almenn heilbrigðir þ.e. í afslöppunar- og vellíðunarferðaþjónustu (wellness), og sækja í heilsulindir eða almennar laugar. Þar gegnir íslenska vatnið lykilhlutverki, en mikið aðgengi að gufu, heitu, köldu og heilnæmu vatni getur verið það sértæka sem gerir Íslandi kleift að vera í fremstu röð á sviði heilsuferðaþjónustu. Það liggja víða sóknarfæri fyrir íslenska ferðaþjónustu og þau ber að nýta nú um stundir. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Það er ánægjulegt að sjá þann kraft sem einkennir ferðaþjónustuna um þessar mundir. Hvarvetna er sótt fram af bjartsýni og dug. Nú á dögunum kynntu tvö helstu flugfélögin aukinn sóknarleik á næsta ári. Iceland Express hyggst bæta við Ameríkuflugi og fjölgun áfangastaða í Evrópu, og Icelandair mun auka sætaframboð sitt um 10%. Þessi fjölgun ferða hefur í för með sér fjölgun starf hjá flugfélögunum og hjá ferðaþjónustuaðilum hér á landi. Líklega má reikna með tæplega 500 störfum vegna þessarar aukningar. Sú jákvæða þróun hefur einnig átt sér stað að hver og einn ferðamaður er að skila meiri tekjum í þjóðarbúið. Þannig er arðsemin í geiranum að styrkjast mikið. Er nú svo komið að ferðaþjónustan er önnur mikilvægasta atvinnugreinin hér á landi, en um 17% af erlendum þjóðartekjum koma í gegnum erlenda ferðamenn. Stjórnmálamenn verða að horfa í eigin barm og íhuga með hvaða hætti er best að styrkja þessa þróun. Þingflokkur Samfylkingar hefur lagt á það þunga áherslu að það fjármagn sem lífeyrissjóðirnir ætla til stuðnings íslensku atvinnulífi í vetur verði að einhverju leyti beint til ferðaþjónustunnar. Margvíslegar leiðir er hægt að hugsa sé þar, s.s. við uppbyggingu á lykilferðamannastöðum og innan þjóðgarða. Um leið á ríkisvaldið að styrkja þá þætti ferðaþjónustunnar sem auka arðsemi hennar. Tónlistar- og ráðstefnuhúsið er til að mynda mikilvægt skref til að styrkja ráðstefnumarkaðinn á Íslandi og miklir eru möguleikar okkar á sviði heilsuferðaþjónustu. Annars vegar hvað snertir framboð á lækningaþjónustu fyrir erlenda gesti og mikilvægt að ferðaþjónustunnar eigi þar gott samstarf við yfirvöld heilbrigðismála. Hins vegar eru sóknarfæri fyrir þá sem eru almenn heilbrigðir þ.e. í afslöppunar- og vellíðunarferðaþjónustu (wellness), og sækja í heilsulindir eða almennar laugar. Þar gegnir íslenska vatnið lykilhlutverki, en mikið aðgengi að gufu, heitu, köldu og heilnæmu vatni getur verið það sértæka sem gerir Íslandi kleift að vera í fremstu röð á sviði heilsuferðaþjónustu. Það liggja víða sóknarfæri fyrir íslenska ferðaþjónustu og þau ber að nýta nú um stundir. Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar