Skoðun

Til atvinnusköpunar

Björn Birgisson skrifar

Við í Frjálslyndaflokknum viljum efla íslenskan iðnað og spara með því gjaldeyrir.

Við viljum spara gjaldeyrir með því að t.d smíða okkar skip sjálf og þjónusta þau í miklu meira mæli en gert er.

Við viljum efla allskonar ylrækt, nóga höfum við orkuna.

Við viljum spara gjaldeyrir með því að vanda betur til innkaupa á allskonar aðföngum sem við gætum eflaust annars unnið og smíðað sjálf.

Við viljum selja og kaupa allskonar þekkingu okkur til atvinnusköpunar.

Við viljum og við getum stóraukið sölu á fullunnum íslenskum landbúnaðarvörum.

Við viljum skapa tónlistarfólki betri aðstöðu til tónlistariðkunnar og gera því fólki kleyft að markaðsetja sína vöru erlendis ef því er að skipta.

Við viljum reyna að virkja allt það fólk sem er að reyna að koma sínum hugmyndum til atvinnusköpunar á framfæri á skilmerkilegri hátt en verið hefur hingað til.

Við viljum efla ferðamannaiðnaðinn með því að markaðsetja landið okkar í heild sinni og leggja meiri áheyrslu á alla landshluta,og til þess að svo megi verða þarf að efla samgöngur verulega.

Við viljum að sjálfsögðu virkja fallvötnin og alla þá orku sem kemur úr iðrum jarðar til atvinnusköpunar.

Við í Frjálslyndaflokknum viljum benda þér á kjósandi góður að við höfum líka margt annað gott fram að færa eins og málefnahandbókinn okkar segir til um,þú getur nálgast hana með því að fara inná heimasíðuna okkar.






Skoðun

Skoðun

Stöðvum hel­víti á jörðu

Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar

Sjá meira


×