Viðskipti innlent

Stjórnarformaður Nýja Kaupþings: „Reiði almennings skiljanleg“

Gunnar Örn Jónsson skrifar
Hulda Dóra Styrmisdóttir, stjórnarformaður Nýja Kaupþings.
Hulda Dóra Styrmisdóttir, stjórnarformaður Nýja Kaupþings.

Hulda Dóra Styrmisdóttir, stjórnarformaður Nýja Kaupþings, segir eins og fram kom í fréttatilkynningu frá bankanum að engin lán lykilstjórnenda gamla Kaupþings hafi verið afskrifuð og beðið verði eftir niðurstöðu sérstaks saksóknara um málið. Endanleg niðurstaða um afskriftir lána til starfsmannanna liggur því ekki fyrir.

Aðspurð um hvenær niðurstöðu sérstaks saksóknara sé að vænta, benti hún á að það væri hans að svara fyrir það.

„Við höfum fengið tvö lögfræðiálit um málið og samkvæmt þeim höfum við ekki lagaheimildir til að rifta ákvörðun gamla bankans þar sem þetta eru tvö aðskilin fyrirtæki," sagði Hulda Dóra.

Hulda segir ennfremur að það sé mjög skiljanlegt að reiði sé meðal almennings um þetta mál en fullyrðir að núverandi stjórn muni ekki taka slíkar ákvarðandir, hvorki í nútið né framtíð. Hún vill auk þess benda á að Nýja Kaupþing vinni með viðskiptavinum sínum í að finna lausnir og bankinn hafi afskrifað skuldir þeirra á undanförnum mánuðum.

Að lokum benti Hulda á að hluthafi í gamla Kaupþingi hefur þegar kært þá ákvörðun gamla bankans að veita þessi lán, en það sé undir dómsvaldinu komið að skera úr um ákvörðun fyrrum stjórnenda bankans.

Lögfræðiálitin má sjá hér að neðan.
















Tengdar fréttir

Kaupþing afskrifar ekki lán starfsmanna

Stjórn Nýja Kaupþings banka ætlar ekki að afskrifa lán til starfsmanna vegna hlutabréfakaupa á meðan kæra hluthafa vegna lánanna er til meðferðar hjá sérstökum saksóknara.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×