Arion í hendur kröfuhafa, ríkið fær 66 milljarða endurgreidda 1. desember 2009 13:19 Skilanefnd Kaupþings hefur að höfðu samráði við kröfuhafa og að teknu tilliti til ráðgjafar sérfræðinga ákveðið að Kaupþing og þar með kröfuhafar eignist 87% hlutafjár í Arion banka. 13% hlutafjár verða áfram í eigu ríkisins. Í samkomulaginu um eignarhald bankans felst að skilanefnd Kaupþings leggur fram 66 milljarða í stað ríkisins. Í tilkynningu segir að skilanefndin telur að virkt eignarhald í Arion banka muni hámarka verðmæti þeirra eigna sem fluttar voru á milli bankanna í október 2008. Við fjármögnun bankans skuldbatt ríkið sig til að leggja bankanum til 72 milljarða króna í eigið fé. Bankinn er fullfjármagnaður og lausafjárstaða hans traust. Bankinn hefur skilað jákvæðri rekstrarniðurstöðu frá stofnun í október 2008. Með aðkomu skilanefndar verður Arion banki öflugur banki og vel í stakk búinn til að leiða uppbyggingu íslensks efnahagslífs, einstaklingum og fyrirtækjum í landinu til góða. Í samkomulagi við ríkið felst að ríkið leggur Arion banka til víkjandi lán í erlendri mynt sem hækkar eiginfjárgrunn hans í 16%. Morgan Stanley er fjármálaráðgjafi skilanefndar vegna uppgjörs milli Kaupþings og Arion banka, en íslenska ríkið naut aðstoðar ráðgjafarfyrirtækisins Hawkpoint. Samráð var haft við fulltrúa kröfuhafa í ákvörðunarferlinu og fengu þeir aðgang að upplýsingum til að framkvæma eigin áreiðanleikakannanir. Auk þess tóku fulltrúar þeirra þátt í samningaviðræðum við ríkið. „Það er mat okkar að hagur kröfuhafa sé best tryggður með því að eiga meirihluta hlutafjár í Arion banka. Með virkum eignarhlut og aðild að stjórn bankans er skilanefndin í aðstöðu til að efla bankann enn frekar," segir Steinar Þór Guðgeirsson, formaður skilanefndar Kaupþings. „Tengsl við erlenda kröfuhafa gera okkur kleift að byggja fyrr upp traust milli erlendra og innlendra fjármálastofnana. Í samningaferlinu lagði skilanefndin mikla áherslu á að kröfuhafar hefðu valkosti og að þeir hefðu tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Niðurstaðan endurspeglar traust til Arion banka og þess hæfa starfsfólks sem þar starfar. Með ákvörðuninni hefur óvissu verið eytt og við getum nú beitt okkur af fullum krafti að þeirri endurreisn sem framundan er í íslensku efnahagslífi." Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra segir það fagnaðarefni að Kaupþing hafi ákveðið að gerast ráðandi hluthafi í Arion banka og mikilvægt er að fjárútlát ríkissjóðs verða miklum mun minni en annars hefði verið. „Bankinn er fullfjármagnaður og stendur því á traustum fjárhagslegum grunni og er sem slíkur verðugur hluti af nýju íslensku fjármálakerfi. Hann á að vera þess albúinn að takast á við fjárhagslega endurskipulagningu þeirra fyrirtækja sem eru í viðskiptum við hann og bjóða einstaklingum og heimilum í skuldavanda þau úrræði sem til boða eiga að standa," segir Steingrímur. Ákvörðun skilanefndar er háð samþykki Fjármálaeftirlitsins og Samkeppniseftirlitsins. Skilanefnd Kaupþings fer með eignarhald bankans fyrir hönd kröfuhafa í gegnum sérstakt eignarhaldsfélag og Arion banki verður því sjálfstætt dótturfélag. Skilanefnd skipar fjóra stjórnarmenn bankans af fimm en íslenska ríkið skipar einn. Stefnt er að því að fulltrúar skilanefndar í nýrri stjórn verði tveir erlendir og tveir innlendir sérfræðingar, þar af einn úr skilanefnd. Ný stjórn bankans verður skipuð þegar samþykki Fjármálaeftirlitsins og Samkeppniseftirlitsins liggur fyrir. Mest lesið Valsarastelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Skilanefnd Kaupþings hefur að höfðu samráði við kröfuhafa og að teknu tilliti til ráðgjafar sérfræðinga ákveðið að Kaupþing og þar með kröfuhafar eignist 87% hlutafjár í Arion banka. 13% hlutafjár verða áfram í eigu ríkisins. Í samkomulaginu um eignarhald bankans felst að skilanefnd Kaupþings leggur fram 66 milljarða í stað ríkisins. Í tilkynningu segir að skilanefndin telur að virkt eignarhald í Arion banka muni hámarka verðmæti þeirra eigna sem fluttar voru á milli bankanna í október 2008. Við fjármögnun bankans skuldbatt ríkið sig til að leggja bankanum til 72 milljarða króna í eigið fé. Bankinn er fullfjármagnaður og lausafjárstaða hans traust. Bankinn hefur skilað jákvæðri rekstrarniðurstöðu frá stofnun í október 2008. Með aðkomu skilanefndar verður Arion banki öflugur banki og vel í stakk búinn til að leiða uppbyggingu íslensks efnahagslífs, einstaklingum og fyrirtækjum í landinu til góða. Í samkomulagi við ríkið felst að ríkið leggur Arion banka til víkjandi lán í erlendri mynt sem hækkar eiginfjárgrunn hans í 16%. Morgan Stanley er fjármálaráðgjafi skilanefndar vegna uppgjörs milli Kaupþings og Arion banka, en íslenska ríkið naut aðstoðar ráðgjafarfyrirtækisins Hawkpoint. Samráð var haft við fulltrúa kröfuhafa í ákvörðunarferlinu og fengu þeir aðgang að upplýsingum til að framkvæma eigin áreiðanleikakannanir. Auk þess tóku fulltrúar þeirra þátt í samningaviðræðum við ríkið. „Það er mat okkar að hagur kröfuhafa sé best tryggður með því að eiga meirihluta hlutafjár í Arion banka. Með virkum eignarhlut og aðild að stjórn bankans er skilanefndin í aðstöðu til að efla bankann enn frekar," segir Steinar Þór Guðgeirsson, formaður skilanefndar Kaupþings. „Tengsl við erlenda kröfuhafa gera okkur kleift að byggja fyrr upp traust milli erlendra og innlendra fjármálastofnana. Í samningaferlinu lagði skilanefndin mikla áherslu á að kröfuhafar hefðu valkosti og að þeir hefðu tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Niðurstaðan endurspeglar traust til Arion banka og þess hæfa starfsfólks sem þar starfar. Með ákvörðuninni hefur óvissu verið eytt og við getum nú beitt okkur af fullum krafti að þeirri endurreisn sem framundan er í íslensku efnahagslífi." Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra segir það fagnaðarefni að Kaupþing hafi ákveðið að gerast ráðandi hluthafi í Arion banka og mikilvægt er að fjárútlát ríkissjóðs verða miklum mun minni en annars hefði verið. „Bankinn er fullfjármagnaður og stendur því á traustum fjárhagslegum grunni og er sem slíkur verðugur hluti af nýju íslensku fjármálakerfi. Hann á að vera þess albúinn að takast á við fjárhagslega endurskipulagningu þeirra fyrirtækja sem eru í viðskiptum við hann og bjóða einstaklingum og heimilum í skuldavanda þau úrræði sem til boða eiga að standa," segir Steingrímur. Ákvörðun skilanefndar er háð samþykki Fjármálaeftirlitsins og Samkeppniseftirlitsins. Skilanefnd Kaupþings fer með eignarhald bankans fyrir hönd kröfuhafa í gegnum sérstakt eignarhaldsfélag og Arion banki verður því sjálfstætt dótturfélag. Skilanefnd skipar fjóra stjórnarmenn bankans af fimm en íslenska ríkið skipar einn. Stefnt er að því að fulltrúar skilanefndar í nýrri stjórn verði tveir erlendir og tveir innlendir sérfræðingar, þar af einn úr skilanefnd. Ný stjórn bankans verður skipuð þegar samþykki Fjármálaeftirlitsins og Samkeppniseftirlitsins liggur fyrir.
Mest lesið Valsarastelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira