Viðskipti innlent

Íslendingar nota kreditkortin meira en fyrr í ár

Heildarvelta kreditkorta í októbermánuði var 23,6 milljarða kr. samanborið við 24,4 miljarða kr. á sama tíma í fyrra og er þetta 3,0% samdráttur milli ára að því er segir í hagtölum Seðlabankans. Samkvæmt þessu dregur ört úr minnkun veltunnar frá því s.l. sumar.

Til samanburðar má nefna að heildarvelta kreditkorta í septembermánuði var 26,0 milljarðar kr. samanborið við 27,5 milljarða kr. á sama tíma í fyrra og var það 5,6% samdráttur milli ára.

Í ágúst var samdrátturinn rúmlega 17% milli ára og því dregur nú ört úr minnkun heildarveltu með kreditkort milli ára. Er það í samræmi við upplýsingar um að ástandið á Íslandi er ekki eins slæmt og áður var talið að það yrði í lok ársins. Einnig er hugsanlegt að jólaverslun landsmanna hefjist snemma í ár.

Debetkortavelta var í október 30,7 milljarða kr. og drógst saman um 2,2% frá fyrri mánuði. Sé heildardebetkortaveltan borin saman við sama tíma í fyrra þá hefur heildardebetkortaveltan dregist saman um 12,3 milljarða kr milli ára eða um 28,6%.

Hinsvegar minnkar samdrátturinn einnig í debetkortaveltunni milli mánaða því hún var í ágúst 34,7 milljarðar kr. og dróst saman um 3,8 % frá fyrri mánuði.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×