Viðskipti innlent

Stjórnendur Magasín fengu 220 milljónir í laun á síðasta ári

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Magasin du Nord var í eigu Baugs en er núna að hálfu leyti í eigu Straums.
Magasin du Nord var í eigu Baugs en er núna að hálfu leyti í eigu Straums.
Jón Björnsson og Carsten Fensholt stjórnendur Magasin fengu greiddar 8,8 milljónir danskra króna í tekjur rekstrarárið 2008/2009, eða 220 milljónir íslenskra króna á núvirði. Þetta er 1,1 milljón eða 25 milljónum íslenskra minna en rekstrarárið þar á undan og segir Fensholt í samtali við danska blaðið Börsen að það skýrist meðal annars af því að launabónusar hafi verið hærri þá.

Velta Magasin nam 2,1 milljörðum danskra króna á rekstrarárinu 2008/2009. Tap fyrirtækisins nam á sama rekstrarári 97 milljónum danskra króna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×