Viðskipti innlent

Már tekur við embætti seðlabankastjóra

Magnús Már Guðmundsson skrifar
Már Guðmundsson tekur í dag við embætti seðlabankastjóra.
Már Guðmundsson tekur í dag við embætti seðlabankastjóra. Mynd/GVA

Már Guðmundsson tekur í dag við embætti seðlabankastjóra. Á sama tíma lætur Norðmaðurinn Svein Harald Øygard af störfum en hann var settur tímabundið í stöðu seðlabankastjóri í febrúar í kjölfar búsáhaldabyltingarinnar svokölluðu og stjórnarskiptanna.

Már lauk BA prófi í hagfræði frá háskólanum í Essex auk þess sem hann stundaði nám í hagfræði og stærðfræði við Gautaborgarháskóla. Hann er með M-phil. gráðu í hagfræði frá háskólanum í Cambridge og stundaði þar doktorsnám.

Már hefur frá árinu 2004 gegnt starfi aðstoðarframkvæmdastjóra peningamála- og hagfræðisviðs Alþjóðagreiðslubankans í Basel í Sviss. Hann starfaði áður í Seðlabanka Íslands í um tvo áratugi og þar af sem aðalhagfræðingur í rúm tíu ár. Már var efnahagsráðgjafi Ólafs Ragnars Grímssonar, fjármálaráðherra, frá 1988 til 1991. Már hefur ritað fjölda greina og ritgerða um peninga- og gengismál og skyld efni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×