Viðskipti innlent

Verðbólgan enn á undanhaldi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Matvara heldur áfram að hækka vegna gengishruns krónunnar. Mynd/ Anton.
Matvara heldur áfram að hækka vegna gengishruns krónunnar. Mynd/ Anton.
Greiningadeild Íslandsbanka spáir 0,7% hækkun á vísitölu neysluverðs í ágúst. Gangi spáin eftir mun 12 mánaða verðbólga lækka úr 11,3% í 11,1%, sem er minni verðbólga en sést hefur síðan í mars 2008. Sumarútsölum lýkur í ágúst og reiknar Greiningadeildin með að áhrif vegna þessa vegi til 0,3% hækkunar á neysluverðsvísitölunni. Þá gerir Greiningadeildin ráð fyrir að húsgögn og heimilisbúnaðurr, ferðir- og flutningar, blöð, bækur og ritföng muni hækka vegna gengislækkunar krónunnar.

„Á móti þessum hækkunarliðum vegur áframhaldandi lækkun húsnæðisliðar vísitölunnar. Spáum við því að hann muni vega til 0,1% lækkunar VNV þennan mánuðinn. Þó verður hér að setja þann fyrirvara að verulegar sveiflur hafa undanfarið verið milli mánaða í þróun reiknaðrar húsaleigu, sem að meginstofni byggir á þróun markaðsverðs á íbúðarhúsnæði. Því er talsverð óvissa í þessari spá," segir í Morgunkorni Íslandsbanka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×