Forstjóri Straums með fjórar milljónir á mánuði Helga Arnardóttir skrifar 20. ágúst 2009 18:30 Forstjóri Straums, sem lagði til milljarða bónus fyrir sig og samstarfsmenn sína á dögunum, er með fjórar milljónir í mánaðarlaun eða fjórföld laun forsætisráðherra landsins og rúmlega tvöföld mánaðarlaun bankastjóra Kaupþings og Íslandsbanka. Samkvæmt frumvarpi sem nýlega var samþykkt á Alþingi stendur til að lækka laun starfsmanna ríkisins þannig að enginn hafi hærri laun en forsætisráðherra. Í þeim hópi eru bankastjórar ríkisbankanna þriggja en Kjararáð vinnur nú að því að ákvarða laun þeirra. Laun bankastjóranna þriggja eru nokkuð hærri en laun forsætisráðherra, sem eru 935 þúsund krónur á mánuði. Ásmundur Stefánsson bankastjóri Landsbankans er með eina og hálfa milljón og þau Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka og Finnur Sveinbjörnsson bankastjóri Kaupþings eru með sautján hundruð og fimmtíu þúsund á mánuði. Laun Óttars Pálssonar forstjóra Straums hins vegar eru ríflegri eða fjórar milljónir á mánuði. Staða Straums er ólík stöðu ríkisbankanna þar sem ríkið tók þá eignarnámi í hruninu. Í tilfelli Straums tók Fjármálaeftirlitið hins vegar tímabundið yfir stjórn bankans. Skilanefndin fer þar með æðsta vald með það að markmiði að koma bankanum í hendur kröfuhafa. Því hefur Straumur ekki þá skyldu líkt og ríkisbankarnir að gefa upp laun starfsmanna. Óttar varð forstjóri Straums þegar félagið var tekið yfir af Fjármálaeftirlitinu í mars síðastliðnum. Hann hefur verið áberandi í umræðunni undanfarna daga þegar fréttir bárust af því að hann ásamt öðrum stjórnendum Straums hafði lagt til bónusgreiðslur upp á allt tíu milljörðum til sín og annarra starfsmanna fyrir að koma eignum bankans í verð. Reynir Vignir formaður skilanefndar Straums vildi ekki tjá sig um laun Óttars þegar fréttastofa leitaði eftir því. Óttar vildi heldur ekki tjá sig um launin og skellti á fréttamann. Mest lesið Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Kristín og Birta ráðnar til Origo Viðskipti innlent Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Fleiri fréttir Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Sjá meira
Forstjóri Straums, sem lagði til milljarða bónus fyrir sig og samstarfsmenn sína á dögunum, er með fjórar milljónir í mánaðarlaun eða fjórföld laun forsætisráðherra landsins og rúmlega tvöföld mánaðarlaun bankastjóra Kaupþings og Íslandsbanka. Samkvæmt frumvarpi sem nýlega var samþykkt á Alþingi stendur til að lækka laun starfsmanna ríkisins þannig að enginn hafi hærri laun en forsætisráðherra. Í þeim hópi eru bankastjórar ríkisbankanna þriggja en Kjararáð vinnur nú að því að ákvarða laun þeirra. Laun bankastjóranna þriggja eru nokkuð hærri en laun forsætisráðherra, sem eru 935 þúsund krónur á mánuði. Ásmundur Stefánsson bankastjóri Landsbankans er með eina og hálfa milljón og þau Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka og Finnur Sveinbjörnsson bankastjóri Kaupþings eru með sautján hundruð og fimmtíu þúsund á mánuði. Laun Óttars Pálssonar forstjóra Straums hins vegar eru ríflegri eða fjórar milljónir á mánuði. Staða Straums er ólík stöðu ríkisbankanna þar sem ríkið tók þá eignarnámi í hruninu. Í tilfelli Straums tók Fjármálaeftirlitið hins vegar tímabundið yfir stjórn bankans. Skilanefndin fer þar með æðsta vald með það að markmiði að koma bankanum í hendur kröfuhafa. Því hefur Straumur ekki þá skyldu líkt og ríkisbankarnir að gefa upp laun starfsmanna. Óttar varð forstjóri Straums þegar félagið var tekið yfir af Fjármálaeftirlitinu í mars síðastliðnum. Hann hefur verið áberandi í umræðunni undanfarna daga þegar fréttir bárust af því að hann ásamt öðrum stjórnendum Straums hafði lagt til bónusgreiðslur upp á allt tíu milljörðum til sín og annarra starfsmanna fyrir að koma eignum bankans í verð. Reynir Vignir formaður skilanefndar Straums vildi ekki tjá sig um laun Óttars þegar fréttastofa leitaði eftir því. Óttar vildi heldur ekki tjá sig um launin og skellti á fréttamann.
Mest lesið Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Kristín og Birta ráðnar til Origo Viðskipti innlent Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Fleiri fréttir Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Sjá meira