Forstjóri Straums með fjórar milljónir á mánuði Helga Arnardóttir skrifar 20. ágúst 2009 18:30 Forstjóri Straums, sem lagði til milljarða bónus fyrir sig og samstarfsmenn sína á dögunum, er með fjórar milljónir í mánaðarlaun eða fjórföld laun forsætisráðherra landsins og rúmlega tvöföld mánaðarlaun bankastjóra Kaupþings og Íslandsbanka. Samkvæmt frumvarpi sem nýlega var samþykkt á Alþingi stendur til að lækka laun starfsmanna ríkisins þannig að enginn hafi hærri laun en forsætisráðherra. Í þeim hópi eru bankastjórar ríkisbankanna þriggja en Kjararáð vinnur nú að því að ákvarða laun þeirra. Laun bankastjóranna þriggja eru nokkuð hærri en laun forsætisráðherra, sem eru 935 þúsund krónur á mánuði. Ásmundur Stefánsson bankastjóri Landsbankans er með eina og hálfa milljón og þau Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka og Finnur Sveinbjörnsson bankastjóri Kaupþings eru með sautján hundruð og fimmtíu þúsund á mánuði. Laun Óttars Pálssonar forstjóra Straums hins vegar eru ríflegri eða fjórar milljónir á mánuði. Staða Straums er ólík stöðu ríkisbankanna þar sem ríkið tók þá eignarnámi í hruninu. Í tilfelli Straums tók Fjármálaeftirlitið hins vegar tímabundið yfir stjórn bankans. Skilanefndin fer þar með æðsta vald með það að markmiði að koma bankanum í hendur kröfuhafa. Því hefur Straumur ekki þá skyldu líkt og ríkisbankarnir að gefa upp laun starfsmanna. Óttar varð forstjóri Straums þegar félagið var tekið yfir af Fjármálaeftirlitinu í mars síðastliðnum. Hann hefur verið áberandi í umræðunni undanfarna daga þegar fréttir bárust af því að hann ásamt öðrum stjórnendum Straums hafði lagt til bónusgreiðslur upp á allt tíu milljörðum til sín og annarra starfsmanna fyrir að koma eignum bankans í verð. Reynir Vignir formaður skilanefndar Straums vildi ekki tjá sig um laun Óttars þegar fréttastofa leitaði eftir því. Óttar vildi heldur ekki tjá sig um launin og skellti á fréttamann. Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Forstjóri Straums, sem lagði til milljarða bónus fyrir sig og samstarfsmenn sína á dögunum, er með fjórar milljónir í mánaðarlaun eða fjórföld laun forsætisráðherra landsins og rúmlega tvöföld mánaðarlaun bankastjóra Kaupþings og Íslandsbanka. Samkvæmt frumvarpi sem nýlega var samþykkt á Alþingi stendur til að lækka laun starfsmanna ríkisins þannig að enginn hafi hærri laun en forsætisráðherra. Í þeim hópi eru bankastjórar ríkisbankanna þriggja en Kjararáð vinnur nú að því að ákvarða laun þeirra. Laun bankastjóranna þriggja eru nokkuð hærri en laun forsætisráðherra, sem eru 935 þúsund krónur á mánuði. Ásmundur Stefánsson bankastjóri Landsbankans er með eina og hálfa milljón og þau Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka og Finnur Sveinbjörnsson bankastjóri Kaupþings eru með sautján hundruð og fimmtíu þúsund á mánuði. Laun Óttars Pálssonar forstjóra Straums hins vegar eru ríflegri eða fjórar milljónir á mánuði. Staða Straums er ólík stöðu ríkisbankanna þar sem ríkið tók þá eignarnámi í hruninu. Í tilfelli Straums tók Fjármálaeftirlitið hins vegar tímabundið yfir stjórn bankans. Skilanefndin fer þar með æðsta vald með það að markmiði að koma bankanum í hendur kröfuhafa. Því hefur Straumur ekki þá skyldu líkt og ríkisbankarnir að gefa upp laun starfsmanna. Óttar varð forstjóri Straums þegar félagið var tekið yfir af Fjármálaeftirlitinu í mars síðastliðnum. Hann hefur verið áberandi í umræðunni undanfarna daga þegar fréttir bárust af því að hann ásamt öðrum stjórnendum Straums hafði lagt til bónusgreiðslur upp á allt tíu milljörðum til sín og annarra starfsmanna fyrir að koma eignum bankans í verð. Reynir Vignir formaður skilanefndar Straums vildi ekki tjá sig um laun Óttars þegar fréttastofa leitaði eftir því. Óttar vildi heldur ekki tjá sig um launin og skellti á fréttamann.
Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira