Vegvísir og heildarsýn Hjálmar Ragnarsson skrifar 6. október 2009 06:00 Þróun háskólanáms á Íslandi hefur verið undraverð síðustu árin, eða allt frá því að lög voru sett um háskóla 1997 sem leyfðu stofnun nýrra háskóla. Með nýju skólunum sköpuðust forsendur fyrir samkeppni á öllum sviðum, nemendur fengu úr meiru að velja, námsframboð margfaldaðist, ný hámenntastörf urðu til, og umræðan um háskóla- og vísindastörf færðist úr þröngum hópum til almennings. Má fullyrða að í engri grein íslensks atvinnulífs hafi verið eins mikill kraftur og eldmóður síðustu árin eins og í starfsemi háskólanna. Nú er hins vegar kominn tími til að hugsa upp á nýtt. Hrun efnahagskerfisins setur strik í reikninginn og gerð er krafa um stórfelldan samdrátt í rekstri skólanna. Það er tekist á um hvernig það skuli gert, og skipast línur í þeirri umræðu eftir almennum lífsviðhorfum og því hvar menn starfa. Forræði gagnvart sjálfstæði, reglufesta gagnvart sveigjanleika, fjölbreytni andstætt fábreytni, einhæfni á móti fjölhæfni - allt átakapólar sem umræðan veltist um. Tillaga um endurskipulagningu háskólakerfisins getur ekki og má ekki snúast um félagslegar lausnir eða tilvist stofnana. Hún getur snúist um hagræði og skilvirkni, sparnað og ráðdeild, gagnsæi og jafnræði, - allt þættir sem skipta miklu máli, en þó fyrst og fremst á hún að snúast um menntunina sjálfa, gæði hennar, fjölbreytni og afköstin; um nemendurna, rannsóknirnar, nýsköpunina og áhrifin inn í samfélagið. Við eigum að spyrja hvaða kröfur við gerum til skólanna, hvaða skyldur það eru sem ríkið og önnur stjórnvöld þurfa að uppfylla, og ekki síst þurfum við að gera kröfur til nemenda skólanna sem þegar upp er staðið er efniviðurinn sem allt byggir á. Undirritaður leggur fram tillögu sem tekur á þessum þáttum. Hún felur í sér róttækar breytingar á rekstrarformi ríkisháskólanna, að losað verði um ráðningafestu starfsmanna, að stjórnvöld skilgreini fyrirhuguð útgjöld sín til háskólamenntunar og rannsókna, og að ströng skilyrði verði sett um skilvirkni háskólanna. Enn fremur gerir hún ráð fyrir að skólarnir standi jafnfætis gagnvart rétti til töku skólagjalda og jafnræðis verði gætt gagnvart skólunum við úthlutanir fjármuna til þróunarstarfs og rannsókna. Þá er það lykilatriði að inntaka nemenda í háskóla verði markvissari og sá réttur afnuminn að nemandi geti innritast sjálfkrafa í háskóladeild.Helstu atriði tillögunnar eru þessi: • Rekstrarform háskóla verði samræmt: sjálfseignarstofnanir. • Losað verði um ráðningafestu starfsmanna: aukinn sveigjanleiki. • Fjöldi greiddra nemendasæta á hverju fræðasviði verði fyrirfram skilgreindur. • Reiknilíkan endurspegli raunverulegan kostnað við rekstur. • Settar verði mælistikur um skilvirkni, þ.m.t. um hámark námstíma og brottfall nemenda. • Inntaka nemenda byggi á prófum, verkefnum og viðtölum. • Gerðar verði reglubundnar og samræmdar kannanir á afdrifum útskrifaðra nemenda. • Sett upp virkt og utanaðkomandi gæðaeftirlit: áhersla á faglegan árangur. • Tölfræði um starfsemi háskólanna á samræmdum forsendum. • Háskólaskrifstofa menntamálaráðuneytis verði efld og fengið aukið hlutverk. • Samstarfsnefnd háskólastigsins gerð virkari og hlutverk hennar betur skilgreint. • Háskólar settir jafnir gagnvart fjárveitingum úr sjóðum ríkisins og njóti sama aðgangs að vernduðum tekjustofnum. • Framlög til rannsókna skilgreind eftir fræðasviðum, rannsóknarfé fylgi hverju nemendasæti. • Skólarnir standi jafnfætis gagnvart innheimtu skólagjalda. • Hámark sett á upphæð námsláns nemanda til greiðslu skólagjalda. • Lán til greiðslu skólagjalda verði takmörkuð við nám í viðurkenndum háskólum. • Háskólum og rannsóknarstofnunum tryggð grunnframlög til rannsókna innan hvers fræðasviðs. • Opinberu rannsóknarfé veitt til samkeppnissjóða, úthlutað á grundvelli samkeppni og jafningjamats. • Rannsóknasjóðir sem tengjast atvinnugreinum og sértækum verkefnum settir undir eina stjórn. • Gerð tímasett áætlun um eflingu rannsókna og nýsköpunar í fyrirtækjum. • Stjórnvöld setji fram tímabundna forgangsröðun um rannsóknarsvið og áherslur í rannsóknum. Uppstokkun háskólakerfisins krefst nýrrar hugsunar og djarfra ákvarðana. Háskólafólk, stjórnmálamenn og aðrir sem um þessi mál véla, verða að hefja sig upp úr fyrirframgefnum skoðunum og pólitískum klisjum, horfa yfir heildina, og meta málin raunsætt, - sjá hvað er hægt og hvað er ekki hægt, og svo hrinda í framkvæmd því sem menn trúa að sé fyrir bestu. Höfundur er rektor Listaháskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Þróun háskólanáms á Íslandi hefur verið undraverð síðustu árin, eða allt frá því að lög voru sett um háskóla 1997 sem leyfðu stofnun nýrra háskóla. Með nýju skólunum sköpuðust forsendur fyrir samkeppni á öllum sviðum, nemendur fengu úr meiru að velja, námsframboð margfaldaðist, ný hámenntastörf urðu til, og umræðan um háskóla- og vísindastörf færðist úr þröngum hópum til almennings. Má fullyrða að í engri grein íslensks atvinnulífs hafi verið eins mikill kraftur og eldmóður síðustu árin eins og í starfsemi háskólanna. Nú er hins vegar kominn tími til að hugsa upp á nýtt. Hrun efnahagskerfisins setur strik í reikninginn og gerð er krafa um stórfelldan samdrátt í rekstri skólanna. Það er tekist á um hvernig það skuli gert, og skipast línur í þeirri umræðu eftir almennum lífsviðhorfum og því hvar menn starfa. Forræði gagnvart sjálfstæði, reglufesta gagnvart sveigjanleika, fjölbreytni andstætt fábreytni, einhæfni á móti fjölhæfni - allt átakapólar sem umræðan veltist um. Tillaga um endurskipulagningu háskólakerfisins getur ekki og má ekki snúast um félagslegar lausnir eða tilvist stofnana. Hún getur snúist um hagræði og skilvirkni, sparnað og ráðdeild, gagnsæi og jafnræði, - allt þættir sem skipta miklu máli, en þó fyrst og fremst á hún að snúast um menntunina sjálfa, gæði hennar, fjölbreytni og afköstin; um nemendurna, rannsóknirnar, nýsköpunina og áhrifin inn í samfélagið. Við eigum að spyrja hvaða kröfur við gerum til skólanna, hvaða skyldur það eru sem ríkið og önnur stjórnvöld þurfa að uppfylla, og ekki síst þurfum við að gera kröfur til nemenda skólanna sem þegar upp er staðið er efniviðurinn sem allt byggir á. Undirritaður leggur fram tillögu sem tekur á þessum þáttum. Hún felur í sér róttækar breytingar á rekstrarformi ríkisháskólanna, að losað verði um ráðningafestu starfsmanna, að stjórnvöld skilgreini fyrirhuguð útgjöld sín til háskólamenntunar og rannsókna, og að ströng skilyrði verði sett um skilvirkni háskólanna. Enn fremur gerir hún ráð fyrir að skólarnir standi jafnfætis gagnvart rétti til töku skólagjalda og jafnræðis verði gætt gagnvart skólunum við úthlutanir fjármuna til þróunarstarfs og rannsókna. Þá er það lykilatriði að inntaka nemenda í háskóla verði markvissari og sá réttur afnuminn að nemandi geti innritast sjálfkrafa í háskóladeild.Helstu atriði tillögunnar eru þessi: • Rekstrarform háskóla verði samræmt: sjálfseignarstofnanir. • Losað verði um ráðningafestu starfsmanna: aukinn sveigjanleiki. • Fjöldi greiddra nemendasæta á hverju fræðasviði verði fyrirfram skilgreindur. • Reiknilíkan endurspegli raunverulegan kostnað við rekstur. • Settar verði mælistikur um skilvirkni, þ.m.t. um hámark námstíma og brottfall nemenda. • Inntaka nemenda byggi á prófum, verkefnum og viðtölum. • Gerðar verði reglubundnar og samræmdar kannanir á afdrifum útskrifaðra nemenda. • Sett upp virkt og utanaðkomandi gæðaeftirlit: áhersla á faglegan árangur. • Tölfræði um starfsemi háskólanna á samræmdum forsendum. • Háskólaskrifstofa menntamálaráðuneytis verði efld og fengið aukið hlutverk. • Samstarfsnefnd háskólastigsins gerð virkari og hlutverk hennar betur skilgreint. • Háskólar settir jafnir gagnvart fjárveitingum úr sjóðum ríkisins og njóti sama aðgangs að vernduðum tekjustofnum. • Framlög til rannsókna skilgreind eftir fræðasviðum, rannsóknarfé fylgi hverju nemendasæti. • Skólarnir standi jafnfætis gagnvart innheimtu skólagjalda. • Hámark sett á upphæð námsláns nemanda til greiðslu skólagjalda. • Lán til greiðslu skólagjalda verði takmörkuð við nám í viðurkenndum háskólum. • Háskólum og rannsóknarstofnunum tryggð grunnframlög til rannsókna innan hvers fræðasviðs. • Opinberu rannsóknarfé veitt til samkeppnissjóða, úthlutað á grundvelli samkeppni og jafningjamats. • Rannsóknasjóðir sem tengjast atvinnugreinum og sértækum verkefnum settir undir eina stjórn. • Gerð tímasett áætlun um eflingu rannsókna og nýsköpunar í fyrirtækjum. • Stjórnvöld setji fram tímabundna forgangsröðun um rannsóknarsvið og áherslur í rannsóknum. Uppstokkun háskólakerfisins krefst nýrrar hugsunar og djarfra ákvarðana. Háskólafólk, stjórnmálamenn og aðrir sem um þessi mál véla, verða að hefja sig upp úr fyrirframgefnum skoðunum og pólitískum klisjum, horfa yfir heildina, og meta málin raunsætt, - sjá hvað er hægt og hvað er ekki hægt, og svo hrinda í framkvæmd því sem menn trúa að sé fyrir bestu. Höfundur er rektor Listaháskóla Íslands.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun