Innlent

Höfundur Íslenska efnahagsundursins útilokar ekki leiðréttingar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Björn Bjarnason krafðist þess að missagnir um sig yrðu leiðréttar. Mynd/ Valgarður.
Björn Bjarnason krafðist þess að missagnir um sig yrðu leiðréttar. Mynd/ Valgarður.
Jón F. Thoroddsen, höfundur bókarinnar Íslenska efnahagsundrið, útilokar ekki að hann muni leiðrétta það sem Björn Bjarnason fyrrverandi dómsmálaráðherra segir að sé missögn um sig í bókinni.

Á vefsíðu sinni sagði Björn að hann hafi lesið bókina og skrifað síðan um hana umsögn. „Jón dregur ályktanir, án þess að hafa nokkuð fyrir sér. Í umsögninni krefst ég, að hann leiðrétti missögn um mig. Án leiðréttingar og afsökunar, er næsta skref að leita til dómstóla," segir Björn á vefsíðu sinni.

Jón segir í samtali við fréttastofu að Björn hafi ekki haft samband við sig vegna málsins en hann hafi heyrt af skrifum hans á vefsíðunni. „En ég svara því bara á viðeigandi vettvangi, sem myndi þá vera í næstu bók," segir Jón.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×