Viðskipti innlent

Þórólfur Árnason hættur hjá Skýrr

Þórólfur Árnason lét af störfum sem forstjóri Skýrr um leið og tilkynnt var um sameiningu Skýrr, Eskils, Landsteina Strengur og Kögunnar í hádeginu í dag.

Þórólfur mun hafa fengið uppsagnarbréf sitt í gærdag og hann kveður starfsfólk sitt formlega um kaffileytið í dag.

Þórólfur var ráðinn forstjóri Skýrr í maí-mánuði árið 2006 og gengdi því starfinu í þrjú og hálft ár. Áður hafði hann starfað um eins árs skeið sem forstjóri Icelandic Group.

Fyrir veruna í Icelandic Group starfaði Þórólfur sem borgarstjóri Reykjavíkur, fyrsti forstjóri Tals en þar áður hafði hann starfað hjá Olíufélaginu og hjá Marel sem framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×