Viðskipti innlent

Fyrrverandi bankastjórar gera ekki kröfur í þrotabú Landsbankans

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sigurjón Árnason og Halldór Kristjánsson gera ekki kröfu í þrotabú Landsbankans. Mynd/ Björgvin.
Sigurjón Árnason og Halldór Kristjánsson gera ekki kröfu í þrotabú Landsbankans. Mynd/ Björgvin.
Æðstu stjórnendur Landsbankans gera ekki launakröfur í þrotabú Landsbankans, samkvæmt kröfulistanum sem fréttastofa hefur undir höndum.

Eins og fréttastofa greindi frá í gær gera allir helstu framkvæmdastjórar og forstöðumenn gamla bankans launakröfur. Hæst er krafa Steinþórs Gunnarssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra verðbréfasviðs, að upphæð rúmlega 490 milljónir króna. Fyrrverandi bankastjórar, þeir Sigurjón Þ. Árnason og Halldór J. Kristjánsson gera ekki launakröfur í þrotabúið.

Eins og fram kom á Vísi í gær nema kröfur í þrotabú Landsbankans samtals 6500 milljörðum króna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×