Eik varar við gjaldþroti félagsins 18. nóvember 2009 07:52 Eik fasteignafélag hf. hefur varað við gjaldþroti félagsins eftir að Nýja Kaupþing synjaði félaginu um skilamálabreyingu á lánum sínum til Eikar. „Í ljósi stöðunnar munu forsvarsmenn fyrirtækisins leita leiða, í samráði við eigendur félagsins, til þess að reyna að koma í veg það tjón sem kann að myndast hjá óveðtryggðum kröfuhöfum fari félagið í þrot," segir í tilkynningu til kauphallarinnar.Frá því að íslensku bankarnir voru teknir yfir af Fjármálaeftirlitinu hefur Eik fasteignafélag hf. átt í viðræðum við lánadrottna sína um fjárhagsstöðu félagsins. Markmið viðræðnanna hefur verið að leysa úr þungri greiðslubyrði félagsins, í kjölfar breyttrar stöðu á íslenskum fasteignamarkaði. Viðræður við einn helsta lánadrottin Eikar hafa nú siglt í strand, þar sem hann hefur synjað félaginu um skilmálabreytingu.„Óneitanlega kemur höfnun lánadrottins Eikar verulega á óvart, í ljósi þess að sjóðsstreymi félagsins stendur undir öllum vaxtagreiðslum þessa árs og næstu ára, skv. varfærinni áætlun. Þá er rétt að geta þess að bókfært eigið fé Eikar var yfir tveir milljarðar þann 30. júní s.l.," segir í tilkynningunni.Ennfremur kemur fram að þrátt fyrir sterkt sjóðsstreymi er ljóst að sökum þeirrar lækkunar á leigu sem átt hefur sér stað á fasteignamarkaðinum, getur félagið ekki staðið við umsamdar afborganir. Í ljósi þess að félagið er með jákvætt sjóðsstreymi var talið víst að Eik uppfyllti helstu forsendur þess að greiðslubyrði félagsins yrði aðlöguð í samræmi við verklagsreglur lánastofnanna. Höfnun stærsta lánadrottins félagsins setur því óneitanlega óveðtryggðar kröfur í félagið í uppnám, þar með talið þann skuldabréfaflokk sem skráður er í kauphöllinni. Á meðal eigenda slíkra krafna eru íslensku lífeyrissjóðirnir.Frá upphafi hefur Eik rekið mjög varfærnislega fjárfestingastefnu. Rekstur félagsins gengur út á að kaupa og leigja fasteignir, en frá árinu 2006 dró verulega úr fasteignakaupum félagsins þar sem forsvarsmenn félagsins töldu að ekki væri inneign fyrir verðþróun markaðarins, eins og síðar kom á daginn. Félagið hefur jafnframt forðast erlendar lántökur og er meginþorri skulda félagsins í íslenskum krónum.Markvisst hefur verið unnið að því að draga úr rekstrarkostnaði félagsins á undanförnum misserum, en hafa ber í huga að stór hluti rekstrarkostnaðarins er fastur kostnaður sem á rætur sínar að rekja beinttil rekstrarins. Þrátt fyrir erfitt markaðsumhverfi hefur útleiga fasteigna félagsins gengið framar vonum og hafa skráðar fyrirspurnir til félagsins aldrei verið fleiri.Áætlanir félagsins hafa jafnframt verið mjög varfærnislegar. Þegar horft er til 10 mánaða uppgjörs félagsins skilaði Eik inngreiddum tekjum upp á 61 milljón kr. umfram áætlun eða upp á 4,6 prósent. Eignasafn Eikar var metið á 19,7 milljarða kr. í sex mánaða uppgjöri 2009 og reiknaði félagið sér ekki viðskiptavild. Á sama tíma námu vaxtaberandi skuldir félagsins 17,4 milljörðum kr. en 11,8 milljarðar hvíla hjá helsta lánadrottni Eikar, það er Nýja Kaupþingi. Mest lesið Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Viðskipti erlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Sjá meira
Eik fasteignafélag hf. hefur varað við gjaldþroti félagsins eftir að Nýja Kaupþing synjaði félaginu um skilamálabreyingu á lánum sínum til Eikar. „Í ljósi stöðunnar munu forsvarsmenn fyrirtækisins leita leiða, í samráði við eigendur félagsins, til þess að reyna að koma í veg það tjón sem kann að myndast hjá óveðtryggðum kröfuhöfum fari félagið í þrot," segir í tilkynningu til kauphallarinnar.Frá því að íslensku bankarnir voru teknir yfir af Fjármálaeftirlitinu hefur Eik fasteignafélag hf. átt í viðræðum við lánadrottna sína um fjárhagsstöðu félagsins. Markmið viðræðnanna hefur verið að leysa úr þungri greiðslubyrði félagsins, í kjölfar breyttrar stöðu á íslenskum fasteignamarkaði. Viðræður við einn helsta lánadrottin Eikar hafa nú siglt í strand, þar sem hann hefur synjað félaginu um skilmálabreytingu.„Óneitanlega kemur höfnun lánadrottins Eikar verulega á óvart, í ljósi þess að sjóðsstreymi félagsins stendur undir öllum vaxtagreiðslum þessa árs og næstu ára, skv. varfærinni áætlun. Þá er rétt að geta þess að bókfært eigið fé Eikar var yfir tveir milljarðar þann 30. júní s.l.," segir í tilkynningunni.Ennfremur kemur fram að þrátt fyrir sterkt sjóðsstreymi er ljóst að sökum þeirrar lækkunar á leigu sem átt hefur sér stað á fasteignamarkaðinum, getur félagið ekki staðið við umsamdar afborganir. Í ljósi þess að félagið er með jákvætt sjóðsstreymi var talið víst að Eik uppfyllti helstu forsendur þess að greiðslubyrði félagsins yrði aðlöguð í samræmi við verklagsreglur lánastofnanna. Höfnun stærsta lánadrottins félagsins setur því óneitanlega óveðtryggðar kröfur í félagið í uppnám, þar með talið þann skuldabréfaflokk sem skráður er í kauphöllinni. Á meðal eigenda slíkra krafna eru íslensku lífeyrissjóðirnir.Frá upphafi hefur Eik rekið mjög varfærnislega fjárfestingastefnu. Rekstur félagsins gengur út á að kaupa og leigja fasteignir, en frá árinu 2006 dró verulega úr fasteignakaupum félagsins þar sem forsvarsmenn félagsins töldu að ekki væri inneign fyrir verðþróun markaðarins, eins og síðar kom á daginn. Félagið hefur jafnframt forðast erlendar lántökur og er meginþorri skulda félagsins í íslenskum krónum.Markvisst hefur verið unnið að því að draga úr rekstrarkostnaði félagsins á undanförnum misserum, en hafa ber í huga að stór hluti rekstrarkostnaðarins er fastur kostnaður sem á rætur sínar að rekja beinttil rekstrarins. Þrátt fyrir erfitt markaðsumhverfi hefur útleiga fasteigna félagsins gengið framar vonum og hafa skráðar fyrirspurnir til félagsins aldrei verið fleiri.Áætlanir félagsins hafa jafnframt verið mjög varfærnislegar. Þegar horft er til 10 mánaða uppgjörs félagsins skilaði Eik inngreiddum tekjum upp á 61 milljón kr. umfram áætlun eða upp á 4,6 prósent. Eignasafn Eikar var metið á 19,7 milljarða kr. í sex mánaða uppgjöri 2009 og reiknaði félagið sér ekki viðskiptavild. Á sama tíma námu vaxtaberandi skuldir félagsins 17,4 milljörðum kr. en 11,8 milljarðar hvíla hjá helsta lánadrottni Eikar, það er Nýja Kaupþingi.
Mest lesið Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Viðskipti erlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Sjá meira