Viðskipti innlent

Orku- og auðlindaskattar eiga að skila 5,6 milljörðum

Samkvæmt tillögum ríkisstjórnarinnar í skattamálum eiga orku-auðlinda- og umhverfisskattar að skila ríkissjóði tekjum upp á 5,6 milljarða kr. Þetta kom fram á fundi þeirra Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra og Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra sem nú stendur yfir.

Gerð er tillaga um tímabundinn skatt til þriggja ára upp á 12 aura á hverja kWh. Þetta á að skila 1,8 milljarði kr.

Jafnframt verður gerður samningur við helstu stórnotendur á raforku um fyrirframgreiðslu á tekjuskatti sem færi ríkissjóði 1,2 milljarða kr. árlega árin 2010, 2011 og 2012.

Þá er gert ráð fyrir að tekið verði upp kolefnisgjald sem gefi ríkisjóði 2,5 milljarða kr. í aðra hönd. Miðað er við gjald sem lagt er á fljótandi eldsneyti. Þannig leggst 2,7 kr. aukagjald á hvern lítra af bensíni og 2,9 kr. á hvern lítra af díselolíu. Á svartolíuna er gjaldið 3,1 kr. á lítra og á flugvélaeldsneyti 2,6 kr.




Tengdar fréttir

Tekjuskattur á millitekjufólk hækkar

Ríkisstjórnin hyggst taka upp þriggja þrepa skattkerfi. Frá þessu greindu Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra á blaðamannafundi sem hófst klukkan þrjú í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×