Enski boltinn

Hiddink: Ég gat ekki hvílt Lampard

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Guus Hiddink.
Guus Hiddink. Nordic Photos/Getty Images

Frank Lampard stendur í ströngu þessa dagana. Hann fékk að heyra það frá stuðningsmönnum West Ham í dag sem þess utan köstuðu drasli úr stúkunni í átt að honum. Þeir hafa enn ekki fyrirgefið honum að yfirgefa félagið á sínum tíma.

Guus Hiddink, stjóri Chelsea, hvíldi Drogba, Essien og Ballack í dag en ekki Lampard.

„Ég hvíldi vissulega en ég ræddi aldrei við Lampard um að hvíla. Hann hefði bara litið á mig og spurt af hverju ég væri eiginlega að því. Svona strákar með mikið sjálfstraust vilja spila alla leiki. Ég mun kannski segja honum síðar að hann þurfi að hvíla en þá mun ég ekki horfa í augun á honum," sagði Hiddink léttur eftir sigur sinna manna á West Ham í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×