Viðskipti innlent

Mjög mikil eftirspurn eftir íbúðabréfum ÍLS

Mjög mikil eftirspurn reyndist eftir íbúðabréfum Íbúðalánasjóðs (ÍLS) í útboði sem efnt var til í gærdag.

ÍLS ætlaði að afla sér 3 milljarða kr. en alls bárust gild tilboð að nafnvirði 22,211 milljarðar króna.

Í tilkynningu segir að ákveðið var að taka tilboðum í eftirtalin íbúðabréf: HFF150224 að nafnvirði 1,220 milljarður króna, vegin ávöxtunarkrafa án þóknunar er 4,10%.

HFF150434 að nafnvirði 1,660 milljarður króna, vegin ávöxtunarkrafa án þóknunar er 4,08%

HFF150644 að nafnvirði 800 milljónir króna, vegin ávöxtunarkrafa án þóknunar er 4,03%

Vegin heildarávöxtunarkrafa tekinna tilboða án þóknunar er 4,07% og 4,09% með þóknun. Uppgjörsdagur viðskiptanna er 30. október 2009.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×