Góður árangur við erfiðar aðstæður Óskar Bergsson skrifar 17. október 2009 06:00 Sex mánaða uppgjör Reykjavíkurborgar birtir tvær mismunandi niðurstöður í efnahagsumhverfi borgarinnar. Annars vegar er það rekstur Reykjavíkurborgar þar sem tekist hefur að ná frábærum árangri við erfiðar aðstæður og hins vegar ytra umhverfi, gengisfall krónunnar og áhrif þess á eiginfjárhlutfall B-hluta fyrirtækjanna. Jákvæða niðurstaðan er án efa rekstur borgarinnar sjálfrar. Rekstarniðurstaðan var nær 227 milljónum króna betri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Halli á rekstrinum fyrstu sex mánuði ársins kemur fyrst og fremst fram í Eignasjóði borgarinnar þar sem gengisáhrifin koma fram auk þess sem sala á byggingarrétti hefur dregist mikið saman. Strax um mitt síðasta ár var ljóst að yfirstandandi rekstrarár yrði erfitt, þó að engan óraði þá fyrir því hversu erfitt það yrði í raun. Í fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir árið 2009 var því strax ráðist í að minnka kostnað og auka rekstraraðhald. Laun yfirstjórnenda og kjörinna fulltrúa voru lækkuð um 10%, yfirvinna hundraða borgarstarfsmanna var skert og aksturssamningar yfirfarnir. Lagst var í umfangsmikla vinnu við að finna leiðir til sparnaðar og aðhalds á öllum sviðum. Ein leið af mörgum var að leita til starfsfólks borgarinnar eftir hugmyndum til sparnaðar. Það tókst svo vel að Reykjavíkurborg hefur verið tilnefnd til verðlauna fyrir nýsköpun við gerð fjárhagsáætlunar af samtökum evrópskra höfuðborga. Allt var þetta gert í því skyni að standa vörð um grunnþjónustu, vernda störf fastráðinna starfsmanna, hækka ekki gjaldskrár og leggja fjármagn í atvinnuskapandi verkefni. Allt hefur þetta gengið eftir. Þessu til viðbótar var eftirlit með rekstrinum aukið og eru rekstaryfirlit nú yfirfarin mánaðarlega í borgarráði. Áherslan er skýr: Rekstraráætlun borgarinnar er metnaðarfull og við ætlum að standa við hana. Minnihlutinn gagnrýndi framlagða fjárhagsáætlun á sínum tíma fyrir það að vera ekki raunhæf. Sex mánaða uppgjörið sannar að svo var ekki og er það mikill sigur fyrir meirihlutann í borginni og allt það starfsfólk sem lagt hefur mikið á sig til að ná þessum árangri. Neikvæða niðurstaðan í sex mánaða uppgjörinu er hins vegar heildarniðurstaða samstæðu Reykjavíkurborgar og þeirra 11 fyrirtækja sem eru í eigu borgarinnar. Helsta stærðin í því er erlendar skuldir Orkuveitu Reykjavíkur. Það er hins vegar mjög mikilvægt að horfa til þess að langstærsti hluti skuldsetningarinnar er vegna framkvæmda sem gefa tekjur í erlendri mynt. Erfiðleikarnir eru fyrst og fremst óhagstæð gjaldeyrisskráning á framkvæmdatímanum og lokun fjármagnsmarkaða til Íslands eftir hrun. Niðurstaða sex mánaða uppgjörs Reykjavíkurborgar er skýr: Áætlanir sem snúa að þeim hluta rekstursins sem borgaryfirvöld hafa tök á að stýra er á áætlun og því ber að fagna. Hins vegar og því miður eru þeir þættir sem snúa að ytri þáttum eins og stjórnun efnahagsmála ríkisins ekki að ganga upp og í því liggur vandi Reykjavíkurborgar, rétt eins og heimilanna og fyrirtækjanna í landinu. Höfundur er formaður Borgarráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Sex mánaða uppgjör Reykjavíkurborgar birtir tvær mismunandi niðurstöður í efnahagsumhverfi borgarinnar. Annars vegar er það rekstur Reykjavíkurborgar þar sem tekist hefur að ná frábærum árangri við erfiðar aðstæður og hins vegar ytra umhverfi, gengisfall krónunnar og áhrif þess á eiginfjárhlutfall B-hluta fyrirtækjanna. Jákvæða niðurstaðan er án efa rekstur borgarinnar sjálfrar. Rekstarniðurstaðan var nær 227 milljónum króna betri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Halli á rekstrinum fyrstu sex mánuði ársins kemur fyrst og fremst fram í Eignasjóði borgarinnar þar sem gengisáhrifin koma fram auk þess sem sala á byggingarrétti hefur dregist mikið saman. Strax um mitt síðasta ár var ljóst að yfirstandandi rekstrarár yrði erfitt, þó að engan óraði þá fyrir því hversu erfitt það yrði í raun. Í fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir árið 2009 var því strax ráðist í að minnka kostnað og auka rekstraraðhald. Laun yfirstjórnenda og kjörinna fulltrúa voru lækkuð um 10%, yfirvinna hundraða borgarstarfsmanna var skert og aksturssamningar yfirfarnir. Lagst var í umfangsmikla vinnu við að finna leiðir til sparnaðar og aðhalds á öllum sviðum. Ein leið af mörgum var að leita til starfsfólks borgarinnar eftir hugmyndum til sparnaðar. Það tókst svo vel að Reykjavíkurborg hefur verið tilnefnd til verðlauna fyrir nýsköpun við gerð fjárhagsáætlunar af samtökum evrópskra höfuðborga. Allt var þetta gert í því skyni að standa vörð um grunnþjónustu, vernda störf fastráðinna starfsmanna, hækka ekki gjaldskrár og leggja fjármagn í atvinnuskapandi verkefni. Allt hefur þetta gengið eftir. Þessu til viðbótar var eftirlit með rekstrinum aukið og eru rekstaryfirlit nú yfirfarin mánaðarlega í borgarráði. Áherslan er skýr: Rekstraráætlun borgarinnar er metnaðarfull og við ætlum að standa við hana. Minnihlutinn gagnrýndi framlagða fjárhagsáætlun á sínum tíma fyrir það að vera ekki raunhæf. Sex mánaða uppgjörið sannar að svo var ekki og er það mikill sigur fyrir meirihlutann í borginni og allt það starfsfólk sem lagt hefur mikið á sig til að ná þessum árangri. Neikvæða niðurstaðan í sex mánaða uppgjörinu er hins vegar heildarniðurstaða samstæðu Reykjavíkurborgar og þeirra 11 fyrirtækja sem eru í eigu borgarinnar. Helsta stærðin í því er erlendar skuldir Orkuveitu Reykjavíkur. Það er hins vegar mjög mikilvægt að horfa til þess að langstærsti hluti skuldsetningarinnar er vegna framkvæmda sem gefa tekjur í erlendri mynt. Erfiðleikarnir eru fyrst og fremst óhagstæð gjaldeyrisskráning á framkvæmdatímanum og lokun fjármagnsmarkaða til Íslands eftir hrun. Niðurstaða sex mánaða uppgjörs Reykjavíkurborgar er skýr: Áætlanir sem snúa að þeim hluta rekstursins sem borgaryfirvöld hafa tök á að stýra er á áætlun og því ber að fagna. Hins vegar og því miður eru þeir þættir sem snúa að ytri þáttum eins og stjórnun efnahagsmála ríkisins ekki að ganga upp og í því liggur vandi Reykjavíkurborgar, rétt eins og heimilanna og fyrirtækjanna í landinu. Höfundur er formaður Borgarráðs.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun