Góður árangur við erfiðar aðstæður Óskar Bergsson skrifar 17. október 2009 06:00 Sex mánaða uppgjör Reykjavíkurborgar birtir tvær mismunandi niðurstöður í efnahagsumhverfi borgarinnar. Annars vegar er það rekstur Reykjavíkurborgar þar sem tekist hefur að ná frábærum árangri við erfiðar aðstæður og hins vegar ytra umhverfi, gengisfall krónunnar og áhrif þess á eiginfjárhlutfall B-hluta fyrirtækjanna. Jákvæða niðurstaðan er án efa rekstur borgarinnar sjálfrar. Rekstarniðurstaðan var nær 227 milljónum króna betri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Halli á rekstrinum fyrstu sex mánuði ársins kemur fyrst og fremst fram í Eignasjóði borgarinnar þar sem gengisáhrifin koma fram auk þess sem sala á byggingarrétti hefur dregist mikið saman. Strax um mitt síðasta ár var ljóst að yfirstandandi rekstrarár yrði erfitt, þó að engan óraði þá fyrir því hversu erfitt það yrði í raun. Í fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir árið 2009 var því strax ráðist í að minnka kostnað og auka rekstraraðhald. Laun yfirstjórnenda og kjörinna fulltrúa voru lækkuð um 10%, yfirvinna hundraða borgarstarfsmanna var skert og aksturssamningar yfirfarnir. Lagst var í umfangsmikla vinnu við að finna leiðir til sparnaðar og aðhalds á öllum sviðum. Ein leið af mörgum var að leita til starfsfólks borgarinnar eftir hugmyndum til sparnaðar. Það tókst svo vel að Reykjavíkurborg hefur verið tilnefnd til verðlauna fyrir nýsköpun við gerð fjárhagsáætlunar af samtökum evrópskra höfuðborga. Allt var þetta gert í því skyni að standa vörð um grunnþjónustu, vernda störf fastráðinna starfsmanna, hækka ekki gjaldskrár og leggja fjármagn í atvinnuskapandi verkefni. Allt hefur þetta gengið eftir. Þessu til viðbótar var eftirlit með rekstrinum aukið og eru rekstaryfirlit nú yfirfarin mánaðarlega í borgarráði. Áherslan er skýr: Rekstraráætlun borgarinnar er metnaðarfull og við ætlum að standa við hana. Minnihlutinn gagnrýndi framlagða fjárhagsáætlun á sínum tíma fyrir það að vera ekki raunhæf. Sex mánaða uppgjörið sannar að svo var ekki og er það mikill sigur fyrir meirihlutann í borginni og allt það starfsfólk sem lagt hefur mikið á sig til að ná þessum árangri. Neikvæða niðurstaðan í sex mánaða uppgjörinu er hins vegar heildarniðurstaða samstæðu Reykjavíkurborgar og þeirra 11 fyrirtækja sem eru í eigu borgarinnar. Helsta stærðin í því er erlendar skuldir Orkuveitu Reykjavíkur. Það er hins vegar mjög mikilvægt að horfa til þess að langstærsti hluti skuldsetningarinnar er vegna framkvæmda sem gefa tekjur í erlendri mynt. Erfiðleikarnir eru fyrst og fremst óhagstæð gjaldeyrisskráning á framkvæmdatímanum og lokun fjármagnsmarkaða til Íslands eftir hrun. Niðurstaða sex mánaða uppgjörs Reykjavíkurborgar er skýr: Áætlanir sem snúa að þeim hluta rekstursins sem borgaryfirvöld hafa tök á að stýra er á áætlun og því ber að fagna. Hins vegar og því miður eru þeir þættir sem snúa að ytri þáttum eins og stjórnun efnahagsmála ríkisins ekki að ganga upp og í því liggur vandi Reykjavíkurborgar, rétt eins og heimilanna og fyrirtækjanna í landinu. Höfundur er formaður Borgarráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Sex mánaða uppgjör Reykjavíkurborgar birtir tvær mismunandi niðurstöður í efnahagsumhverfi borgarinnar. Annars vegar er það rekstur Reykjavíkurborgar þar sem tekist hefur að ná frábærum árangri við erfiðar aðstæður og hins vegar ytra umhverfi, gengisfall krónunnar og áhrif þess á eiginfjárhlutfall B-hluta fyrirtækjanna. Jákvæða niðurstaðan er án efa rekstur borgarinnar sjálfrar. Rekstarniðurstaðan var nær 227 milljónum króna betri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Halli á rekstrinum fyrstu sex mánuði ársins kemur fyrst og fremst fram í Eignasjóði borgarinnar þar sem gengisáhrifin koma fram auk þess sem sala á byggingarrétti hefur dregist mikið saman. Strax um mitt síðasta ár var ljóst að yfirstandandi rekstrarár yrði erfitt, þó að engan óraði þá fyrir því hversu erfitt það yrði í raun. Í fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir árið 2009 var því strax ráðist í að minnka kostnað og auka rekstraraðhald. Laun yfirstjórnenda og kjörinna fulltrúa voru lækkuð um 10%, yfirvinna hundraða borgarstarfsmanna var skert og aksturssamningar yfirfarnir. Lagst var í umfangsmikla vinnu við að finna leiðir til sparnaðar og aðhalds á öllum sviðum. Ein leið af mörgum var að leita til starfsfólks borgarinnar eftir hugmyndum til sparnaðar. Það tókst svo vel að Reykjavíkurborg hefur verið tilnefnd til verðlauna fyrir nýsköpun við gerð fjárhagsáætlunar af samtökum evrópskra höfuðborga. Allt var þetta gert í því skyni að standa vörð um grunnþjónustu, vernda störf fastráðinna starfsmanna, hækka ekki gjaldskrár og leggja fjármagn í atvinnuskapandi verkefni. Allt hefur þetta gengið eftir. Þessu til viðbótar var eftirlit með rekstrinum aukið og eru rekstaryfirlit nú yfirfarin mánaðarlega í borgarráði. Áherslan er skýr: Rekstraráætlun borgarinnar er metnaðarfull og við ætlum að standa við hana. Minnihlutinn gagnrýndi framlagða fjárhagsáætlun á sínum tíma fyrir það að vera ekki raunhæf. Sex mánaða uppgjörið sannar að svo var ekki og er það mikill sigur fyrir meirihlutann í borginni og allt það starfsfólk sem lagt hefur mikið á sig til að ná þessum árangri. Neikvæða niðurstaðan í sex mánaða uppgjörinu er hins vegar heildarniðurstaða samstæðu Reykjavíkurborgar og þeirra 11 fyrirtækja sem eru í eigu borgarinnar. Helsta stærðin í því er erlendar skuldir Orkuveitu Reykjavíkur. Það er hins vegar mjög mikilvægt að horfa til þess að langstærsti hluti skuldsetningarinnar er vegna framkvæmda sem gefa tekjur í erlendri mynt. Erfiðleikarnir eru fyrst og fremst óhagstæð gjaldeyrisskráning á framkvæmdatímanum og lokun fjármagnsmarkaða til Íslands eftir hrun. Niðurstaða sex mánaða uppgjörs Reykjavíkurborgar er skýr: Áætlanir sem snúa að þeim hluta rekstursins sem borgaryfirvöld hafa tök á að stýra er á áætlun og því ber að fagna. Hins vegar og því miður eru þeir þættir sem snúa að ytri þáttum eins og stjórnun efnahagsmála ríkisins ekki að ganga upp og í því liggur vandi Reykjavíkurborgar, rétt eins og heimilanna og fyrirtækjanna í landinu. Höfundur er formaður Borgarráðs.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar